Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 24. janúar 2015 00:01 Ásgeir Örn skorar eitt af fjórum mörkum sínum í fyrri hálfleik. vísir/eva björk Ísland komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir góðan sigur á Egyptalandi í lokaleik sínum í C-riðli. Úrslitin þýða að Ísland endar í þriðja sæti riðilsins. Ísland og Egyptaland eru jöfn að stigum en Ísland er ofar á betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Strákarnir spila í 16-liða úrslitum á sunnudag og mæta þar sigurvegaranum úr leik Danmerkur og Póllands, þar sem fyrrnefnda liðinu dugir jafntefli til að halda öðru sæti D-riðils. Eftir slæma byrjun, enn og aftur, tóku strákarnir við sér og spiluðu frábæran handbolta. Strákarnir komust á sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn aðeins þremur og lagði það grunninn að sigrinum. Staðan í hálfleik var 15-10, okkar mönnum í vil. Egyptar spiluðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútunum. Strákarnir voru með undirtökin allt til loka en það stóð tæpt - munurinn var aðeins eitt mark þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. En Ísland gerði allt rétt á lokamínútunum á meðan að Egyptar fóru illa að ráði sínu og nýttu ekki síðustu þrjár sóknir sínar í leiknum. Strákarnir fögnuðu verðskulduðum sigri og sæti í 16-liða úrslitunum. Guðjón Valur Sigurðsson átti magnaðan leik í kvöld og var einkar gaman að sjá hann í sínu allra besta formi á ný. Hann skoraði þrettán mörk og var langmarkahæstur í íslenska liðinu. Egyptar spiluðu framliggjandi 3-2-1 vörn sem mætti á stundum líkja við 1-5 vörn, svo framarlega stóðu þeir. Íslenska sóknin náði að búa til færi fyrir hornamennina Guðjón Val og Ásgeir Örn sem gengu á lagið og röðuðu mörkunum inn. Vörnin stóð vel og Björgvin Páll varði vel í markinu og þá varð allt annað auðveldara fyrir vikið. Þeir egypsku ákváðu að veðja á leikmenn sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa enda var liðið öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Mohamed Bakir byrjaði í markinu í stað Karim Handawy sem hefur átt frábært mót til þessa. Hann og fleiri til komu inn á í síðari hálfleik og skánaði þá leikur Egyptalands til muna. Strákarnir héldu þó Egyptunum frá sér fyrst um sinn en þegar mistök fóru að gera vart við sig í sóknarleiknum voru þeir afrísku fljótir að koma til baka og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Nokkrar ódýrar brottvísanir hjá okkar mönnum í vörninni auðvelduðu málin ekki heldur og urðu fyrir vikið lokamínúturnar æsispennandi. Arnór Þór Gunnarsson skoraði gríðarlega mikilvægt mark undir lokin þegar hann kom Íslandi í 24-21 forystu og fiskaði einnig mann af velli. En Egyptar héldu áfram að nýta sér mistækan sóknarleik Íslands og var staðan orðin 26-25 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum. En okkar menn gerðu allt rétt á lokakaflanum. Guðjón Valur og Arnór tryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum en Egyptar tóku að sama skapi illa ígrundaðar ákvarðanir í sínum sóknarleik, klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar við sat. Guðjón Valur, Snorri Steinn, Ásgeir Örn, Sverre og Björgvin Páll voru bestu menn Íslands í leiknum en ekki er hægt að segja annað að allir hafi skilað sínu í dag og gott betur. Innkoma Gunnars Steins Jónssonar var góð en hann skilaði sínu vel í fjarveru Arons Pálmarssonar og skoraði mikilvæg mörk. Alexander Petersson og Arnór Atlason neyddust til að mörg erfið skot í leiknum en þrátt fyrir að nýtingin hjá þeim hafi oft verið betri skiluðu þeir afar mikilvægum mörkum. Niðurstaðan því góður sigur og íslensku þjóðinni er létt - rétt eins og leikmönnunum sjálfum.Sverre: Það reyndi á liðið „Þetta var mjög erfitt. Ekki síður andlega en líkamlega,“ sagði Sverre Jakobsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þeir eru með flott lið. Eru með flotta leikmenn, mjög snögga. Ef við náum þessari baráttu í okkar lið til að sýna okkur almennilega. Sem við vorum alls ekki með fyrir tveimur dögum. Þetta var baráttu sigur. „Við þurfum að minnka þá og ná leik þar sem við getum náð stöðugri leik yfir 60 mínúturnar,“ sagði Sverre um slæmu kaflana sem komu í leiknum. „Það er sterkt að missa ekki dampinn þegar þeir náðu að minnka muninn í lokin en við höfðum trú á þessum sigri og voru einbeittir allan tímann. Baráttan var til fyrirmyndar allar 60 mínúturnar. Það skilaði góðum sigri. „Við einbeittum okkur bara að þessu og horfðum ekki lengra. Nú tekur við annar bikarleikur. Við erum komnir áfram í okkar bikarkeppni. Við urðum að vinna þennan leik og nú þurfum við að vinna næsta og við ætlum að undirbúa okkur mjög vel undir hann og förum fullir bjartsýni,“ sagði Sverre og sagðist finna bæði fyrir gleði og létti. „Við höfum lent í svona áður. Við þurftum að vinna þennan leik. Það reyndi á liðið og við svöruðum því. við erum ánægðir með það.“Snorri Steinn: Þetta er búið að vera svart og hvítt „Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag. „Við vorum með þægilegt forskot í hálfleik og vörnin var að halda. Það var svolítið mikið af tveim mínútum og það kemur eins og oft er þegar það er, þá riðlast leikurinn og maður missir smá damp. „Þeir fara í 6-0 og það kemur smá hik á okkur. Það er kannski líka eðlilegt í svona leik en mér fannst við vera fljótir að átta okkur á þessu og þetta var nokkuð þægilegt í lokin. „Það vita allir hvernig þessi riðill er búinn að vera. Þetta er búið að vera svart og hvítt og það er erfitt að finna einhverjar skýringar á því. Við ætlum ekkert að eltast við þær lengur. „Nú erum við komnir áfram sem var okkar fyrsta markmið. Það býður okkar erfiður leikur og það er ljóst að við þurfum alvöru leik til að eiga möguleika gegn næsta liði. „Það hafa verið tvær hliðar á liðinu og ef þessi slæma verður þá veistu hvernig næsti leikur verður. Ef við náum svipuðum leik og í dag eða á móti Frökkum þá er ljóst að við getum strítt bæði Dönum og Pólverjum, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn.Arnór: Bjöggi var frábær „Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þetta var enginn smá leikur og smá lið sem við vorum að mæta í dag. Að spila á móti Egyptum hérna er ekkert grín. Þvílík stemning og þvílík læti. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir áfram en við erum ekki hættir. „Mér fannst við standa nokkuð vel í vörninni fyrir utan fyrstu mínúturnar þar sem þeir skora tvö, þrjú auðveld mörk í byrjun. Svo spiluðum við nokkuð góða vörn lungan úr leiknum og Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) varði frábærlega. „Við setjum nokkur auðveld mörk líka úr hraðaupphlaupum sem okkur hefur vantað. Við erum mjög kátir með þetta. „Við vorum duglegir að vinna fyrir hvern annan og koma á bak við hvern annan í klippingum og ekki að drepa boltann heldur halda honum gangandi. „Þetta var mjög erfið vörn sem við vorum að spila á móti, mjög sterkir leikmenn,“ sagði Arnór sem er að vonum ánægður með að vera kominn áfram og segir liðið ekki vera hætt. Það kom mörgum á óvart að aðal markvörður Egyptalands byrjaði ekki leikinn en hann stóð í markinu allan seinni hálfleikinn. „Ég var búinn að skoða vídeó og þá voru þeir að skipta þessu eitthvað á milli en hinn átti auðvitað stórleik í síðasta leik, aðal markvörðurinn. Maður var búinn að búa sig undir báða. „Alla leið, alla leið, alla leið, annars höfum við ekkert að gera með að mæta í þennan leik. Nú erum við einum leik frá þessum átta liða úrslitum sem er svakalega stórt,“ sagði Arnór.Vignir: Fínt en ekki frábært „Já biddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þetta var fínt, þetta var ekki frábært. Við getum gert betur en það er ágætt að við getum sýnt að við kunnum að spila handbolta. „Mér leið vel. Við vorum búnir að liggja vel yfir þeim bæði saman og hver og einn. Maður fann að það var virkilega góð stemning í mannskapnum,“ sagði Vignir.Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska liðinu og var Vignir ánægður með innkomu Gunnars Steins Jónssonar sem kom inn fyrir hann í dag. „Aron er ágætur í handbolta strákurinn en það kemur maður í manns stað. Gunni átti ágætis spretti í dag. Það var kannski pínu óöryggi sem er eðlilegt eftir að hafa ekki spilað í þennan tíma. Ég hef ekki áhyggjur af þessu,“ sagði Vignir sem sagið Egypta ekki hafa komið á óvart með leik sínum. „Við vissum að þeir yrðu ákveðnir í vörninni og eru með snögga leikmenn sem geta líka skotið fyrir utan. Þetta var eins og við bjuggumst við eiginlega.“Arnór Þór: Léttir að hafa unnið þennan leik Arnór Þór Gunnarsson átti góða innkomu í íslenska landsliðið í dag og skoraði mikilvæg mörk í 28-25 sigri okkar manna á Egyptalandi. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar og þurfa því ekki að fara í forsetabikarinn svokallaða - keppni áttu lökustu liða mótsins. „Það var mikill léttir að hafa unnið þennan leik enda aðdragandinn erfiður. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur og þó svo að við þekkjum það flestir að spila svona leiki var þetta virkilega erfiður leikur. Það var hrikalega gott að vinna.“ Strákarnir voru nokkrar mínútur í gang og Egyptar byrjuðu leikinn með því að komast í 4-1 forystu. „Við höfum byrjað okkar leiki illa á mótinu og það gerðist líka núna. En við héldum haus og spiluðum á fullu í 60 mínútur.“ Hann á sér engan óskamótherja í 16-liða úrslitum. „Þegar svo er þá snýst þetta oft um dagsformið og hvernig menn eru undirbúnir. Við getum unnið hvaða lið sem er ef við spilum vel og erum vel undirbúnir.“Arnór, lengst til hægri, skoraði mikilvægt mark undir lokin.vísir/eva björkArnór fagnar á bekknum í dag.vísir/eva björkStrákarnir mæta annað hvort Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitunum.vísir/eva björkSverre tók vel á því í dag.vísir/eva björkÍslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/eva björk HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05 Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Eru Egyptar að tapa viljandi? Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. 24. janúar 2015 16:55 Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ísland komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir góðan sigur á Egyptalandi í lokaleik sínum í C-riðli. Úrslitin þýða að Ísland endar í þriðja sæti riðilsins. Ísland og Egyptaland eru jöfn að stigum en Ísland er ofar á betri árangur í innbyrðisviðureign liðanna. Strákarnir spila í 16-liða úrslitum á sunnudag og mæta þar sigurvegaranum úr leik Danmerkur og Póllands, þar sem fyrrnefnda liðinu dugir jafntefli til að halda öðru sæti D-riðils. Eftir slæma byrjun, enn og aftur, tóku strákarnir við sér og spiluðu frábæran handbolta. Strákarnir komust á sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn aðeins þremur og lagði það grunninn að sigrinum. Staðan í hálfleik var 15-10, okkar mönnum í vil. Egyptar spiluðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri og náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútunum. Strákarnir voru með undirtökin allt til loka en það stóð tæpt - munurinn var aðeins eitt mark þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. En Ísland gerði allt rétt á lokamínútunum á meðan að Egyptar fóru illa að ráði sínu og nýttu ekki síðustu þrjár sóknir sínar í leiknum. Strákarnir fögnuðu verðskulduðum sigri og sæti í 16-liða úrslitunum. Guðjón Valur Sigurðsson átti magnaðan leik í kvöld og var einkar gaman að sjá hann í sínu allra besta formi á ný. Hann skoraði þrettán mörk og var langmarkahæstur í íslenska liðinu. Egyptar spiluðu framliggjandi 3-2-1 vörn sem mætti á stundum líkja við 1-5 vörn, svo framarlega stóðu þeir. Íslenska sóknin náði að búa til færi fyrir hornamennina Guðjón Val og Ásgeir Örn sem gengu á lagið og röðuðu mörkunum inn. Vörnin stóð vel og Björgvin Páll varði vel í markinu og þá varð allt annað auðveldara fyrir vikið. Þeir egypsku ákváðu að veðja á leikmenn sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa enda var liðið öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Mohamed Bakir byrjaði í markinu í stað Karim Handawy sem hefur átt frábært mót til þessa. Hann og fleiri til komu inn á í síðari hálfleik og skánaði þá leikur Egyptalands til muna. Strákarnir héldu þó Egyptunum frá sér fyrst um sinn en þegar mistök fóru að gera vart við sig í sóknarleiknum voru þeir afrísku fljótir að koma til baka og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Nokkrar ódýrar brottvísanir hjá okkar mönnum í vörninni auðvelduðu málin ekki heldur og urðu fyrir vikið lokamínúturnar æsispennandi. Arnór Þór Gunnarsson skoraði gríðarlega mikilvægt mark undir lokin þegar hann kom Íslandi í 24-21 forystu og fiskaði einnig mann af velli. En Egyptar héldu áfram að nýta sér mistækan sóknarleik Íslands og var staðan orðin 26-25 þegar fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum. En okkar menn gerðu allt rétt á lokakaflanum. Guðjón Valur og Arnór tryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum en Egyptar tóku að sama skapi illa ígrundaðar ákvarðanir í sínum sóknarleik, klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar við sat. Guðjón Valur, Snorri Steinn, Ásgeir Örn, Sverre og Björgvin Páll voru bestu menn Íslands í leiknum en ekki er hægt að segja annað að allir hafi skilað sínu í dag og gott betur. Innkoma Gunnars Steins Jónssonar var góð en hann skilaði sínu vel í fjarveru Arons Pálmarssonar og skoraði mikilvæg mörk. Alexander Petersson og Arnór Atlason neyddust til að mörg erfið skot í leiknum en þrátt fyrir að nýtingin hjá þeim hafi oft verið betri skiluðu þeir afar mikilvægum mörkum. Niðurstaðan því góður sigur og íslensku þjóðinni er létt - rétt eins og leikmönnunum sjálfum.Sverre: Það reyndi á liðið „Þetta var mjög erfitt. Ekki síður andlega en líkamlega,“ sagði Sverre Jakobsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þeir eru með flott lið. Eru með flotta leikmenn, mjög snögga. Ef við náum þessari baráttu í okkar lið til að sýna okkur almennilega. Sem við vorum alls ekki með fyrir tveimur dögum. Þetta var baráttu sigur. „Við þurfum að minnka þá og ná leik þar sem við getum náð stöðugri leik yfir 60 mínúturnar,“ sagði Sverre um slæmu kaflana sem komu í leiknum. „Það er sterkt að missa ekki dampinn þegar þeir náðu að minnka muninn í lokin en við höfðum trú á þessum sigri og voru einbeittir allan tímann. Baráttan var til fyrirmyndar allar 60 mínúturnar. Það skilaði góðum sigri. „Við einbeittum okkur bara að þessu og horfðum ekki lengra. Nú tekur við annar bikarleikur. Við erum komnir áfram í okkar bikarkeppni. Við urðum að vinna þennan leik og nú þurfum við að vinna næsta og við ætlum að undirbúa okkur mjög vel undir hann og förum fullir bjartsýni,“ sagði Sverre og sagðist finna bæði fyrir gleði og létti. „Við höfum lent í svona áður. Við þurftum að vinna þennan leik. Það reyndi á liðið og við svöruðum því. við erum ánægðir með það.“Snorri Steinn: Þetta er búið að vera svart og hvítt „Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag. „Við vorum með þægilegt forskot í hálfleik og vörnin var að halda. Það var svolítið mikið af tveim mínútum og það kemur eins og oft er þegar það er, þá riðlast leikurinn og maður missir smá damp. „Þeir fara í 6-0 og það kemur smá hik á okkur. Það er kannski líka eðlilegt í svona leik en mér fannst við vera fljótir að átta okkur á þessu og þetta var nokkuð þægilegt í lokin. „Það vita allir hvernig þessi riðill er búinn að vera. Þetta er búið að vera svart og hvítt og það er erfitt að finna einhverjar skýringar á því. Við ætlum ekkert að eltast við þær lengur. „Nú erum við komnir áfram sem var okkar fyrsta markmið. Það býður okkar erfiður leikur og það er ljóst að við þurfum alvöru leik til að eiga möguleika gegn næsta liði. „Það hafa verið tvær hliðar á liðinu og ef þessi slæma verður þá veistu hvernig næsti leikur verður. Ef við náum svipuðum leik og í dag eða á móti Frökkum þá er ljóst að við getum strítt bæði Dönum og Pólverjum, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn.Arnór: Bjöggi var frábær „Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þetta var enginn smá leikur og smá lið sem við vorum að mæta í dag. Að spila á móti Egyptum hérna er ekkert grín. Þvílík stemning og þvílík læti. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir áfram en við erum ekki hættir. „Mér fannst við standa nokkuð vel í vörninni fyrir utan fyrstu mínúturnar þar sem þeir skora tvö, þrjú auðveld mörk í byrjun. Svo spiluðum við nokkuð góða vörn lungan úr leiknum og Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) varði frábærlega. „Við setjum nokkur auðveld mörk líka úr hraðaupphlaupum sem okkur hefur vantað. Við erum mjög kátir með þetta. „Við vorum duglegir að vinna fyrir hvern annan og koma á bak við hvern annan í klippingum og ekki að drepa boltann heldur halda honum gangandi. „Þetta var mjög erfið vörn sem við vorum að spila á móti, mjög sterkir leikmenn,“ sagði Arnór sem er að vonum ánægður með að vera kominn áfram og segir liðið ekki vera hætt. Það kom mörgum á óvart að aðal markvörður Egyptalands byrjaði ekki leikinn en hann stóð í markinu allan seinni hálfleikinn. „Ég var búinn að skoða vídeó og þá voru þeir að skipta þessu eitthvað á milli en hinn átti auðvitað stórleik í síðasta leik, aðal markvörðurinn. Maður var búinn að búa sig undir báða. „Alla leið, alla leið, alla leið, annars höfum við ekkert að gera með að mæta í þennan leik. Nú erum við einum leik frá þessum átta liða úrslitum sem er svakalega stórt,“ sagði Arnór.Vignir: Fínt en ekki frábært „Já biddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag. „Þetta var fínt, þetta var ekki frábært. Við getum gert betur en það er ágætt að við getum sýnt að við kunnum að spila handbolta. „Mér leið vel. Við vorum búnir að liggja vel yfir þeim bæði saman og hver og einn. Maður fann að það var virkilega góð stemning í mannskapnum,“ sagði Vignir.Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska liðinu og var Vignir ánægður með innkomu Gunnars Steins Jónssonar sem kom inn fyrir hann í dag. „Aron er ágætur í handbolta strákurinn en það kemur maður í manns stað. Gunni átti ágætis spretti í dag. Það var kannski pínu óöryggi sem er eðlilegt eftir að hafa ekki spilað í þennan tíma. Ég hef ekki áhyggjur af þessu,“ sagði Vignir sem sagið Egypta ekki hafa komið á óvart með leik sínum. „Við vissum að þeir yrðu ákveðnir í vörninni og eru með snögga leikmenn sem geta líka skotið fyrir utan. Þetta var eins og við bjuggumst við eiginlega.“Arnór Þór: Léttir að hafa unnið þennan leik Arnór Þór Gunnarsson átti góða innkomu í íslenska landsliðið í dag og skoraði mikilvæg mörk í 28-25 sigri okkar manna á Egyptalandi. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar og þurfa því ekki að fara í forsetabikarinn svokallaða - keppni áttu lökustu liða mótsins. „Það var mikill léttir að hafa unnið þennan leik enda aðdragandinn erfiður. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur og þó svo að við þekkjum það flestir að spila svona leiki var þetta virkilega erfiður leikur. Það var hrikalega gott að vinna.“ Strákarnir voru nokkrar mínútur í gang og Egyptar byrjuðu leikinn með því að komast í 4-1 forystu. „Við höfum byrjað okkar leiki illa á mótinu og það gerðist líka núna. En við héldum haus og spiluðum á fullu í 60 mínútur.“ Hann á sér engan óskamótherja í 16-liða úrslitum. „Þegar svo er þá snýst þetta oft um dagsformið og hvernig menn eru undirbúnir. Við getum unnið hvaða lið sem er ef við spilum vel og erum vel undirbúnir.“Arnór, lengst til hægri, skoraði mikilvægt mark undir lokin.vísir/eva björkArnór fagnar á bekknum í dag.vísir/eva björkStrákarnir mæta annað hvort Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitunum.vísir/eva björkSverre tók vel á því í dag.vísir/eva björkÍslensku strákarnir fögnuðu vel í leikslok.vísir/eva björk
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05 Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Eru Egyptar að tapa viljandi? Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. 24. janúar 2015 16:55 Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05
Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48
Eru Egyptar að tapa viljandi? Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. 24. janúar 2015 16:55
Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36
Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti