Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 90-85 | Grindavíkursigur í sveiflukenndum leik Ingvi Þór Sæmundsson í Röstinni skrifar 30. október 2014 15:33 Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. vísir/ernir Grindavík vann sinn annan leik í Domino's deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli með fimm stigum, 90-85, í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar eru nú með fjögur stig, líkt og Þór. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, komust í 5-0 og náðu svo níu stiga forystu, 14-5, um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tóku gestirnir aðeins við sér og þeir minnkuðu muninn í þrjú stig þegar Nemanja Sovic setti sinn þriðja þrist í fyrsta leikhluta niður. Þá tóku heimamenn aftur við sér, náðu 10-0 spretti og komust 13 stigum yfir, 26-13. Vörn Þórs var hriplek og skotnýting þeirra var slök (aðeins 26,7% innan teigs). Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-17, Grindavík í vil. Heimamenn skoruðu að vild og héldu því áfram í öðrum leikhluta. Það var kannski eins gott því Þórsarar fundu fjölina sína í sóknarleiknum, þá sérstaklega Tómas Heiðar Tómasson sem skoraði 14 stig í öðrum leikhluta og 16 stig alls í fyrri hálfleik. Vincent Sanford náði sér hins vegar engan veginn á strik í liði Þórs, en hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik. Þórsarar náðu nokkrum sinnum að koma muninum undir tíu stig í öðrum leikhluta, en staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 57-44. Sóknarleikur Grindavíkur var sem áður sagði mjög beittur og það voru margir sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það skoruðu fimm leikmenn Grindavíkur níu stig eða fleiri. Joey Haywood var þeirra stigahæstur með 13 stig, en hann átti ákaflega auðvelt með að skora í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá varnarleik Þórsara í seinni hálfleik. Þeir tóku fastar á heimamönnum sem töpuðu boltanum alls níu sinnum í þriðja leikhluta. Á hinum enda vallarins vaknaði Sanford aðeins til lífsins og Sovic byrjaði seinni hálfleikinn eins og hann byrjaði þann fyrri. Gestunum tókst að minnka muninn í tvö stig, 63-61, en þá náðu Grindjánar áttum, þó leikur þeirra væri áfram mun slakari en í fyrri hálfleik. Þeir héldu þó forystunni, en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var 71-67. Emil Karel Einarsson jafnaði metin, 73-73, í byrjun fjórða leikhluta og skömmu síðar kom Oddur Ólafsson Þór yfir í fyrsta sinn í leiknum, 73-75. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var staðan 77-82, Þór í vil. Það var Ómari Erni Sævarssyni ekki að skapi. Hann skoraði fimm stig á skömmum tíma, þrjú af vítalínunni og eitt með stökkskoti þar sem hann minnkaði muninn í eitt stig, 84-85. Haywood vaknaði svo af værum blundi og kom Þór yfir, 87-85, með þriggja stiga körfu. Sóknarleikur Þórs var ómarkviss síðustu mínúturnar og Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn með því að nýta vítaskotin sín undir lokin. Lokatölur 90-85, Grindavík í vil. Haywood var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar. Ólafur átti hörkuleik með 19 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjú varin skot, og Ómar stóð að venju fyrir sínu, en hann skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Sovic skoraði 26 stig og tók níu fráköst hjá Þór, en Tómas kom næstur með 20 stig og sex fráköst. Sanford náði sér ekki á strik, en hann skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.Sverrir: Settum í fimmta gír í restina Sverrir Þór Sverrisson var mátulega ánægður eftir sigur Grindavíkur á Þór í Domino's deildinni í Röstinni í kvöld. „Þetta var mjög sveiflukennt. Við vorum mjög góðir sóknarlega í fyrri hálfleik og skoruðum þegar við vildum. Við spiluðum einnig hörkuvörn í fyrsta leikhluta, svo vorum við steindauðir í vörninni í öðrum leikhluta og byrjun seinni hálfleiks. „Þetta var orðið jafnt og þeir komnir yfir, en svo settum við í fimmta gír í restina,“ sagði Sverrir sem var ánægður að endasprett sinna manna sem voru komnir fimm stigum undir þegar um fimm mínútur lifðu leiks. „Ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu, að halda áfram og fara ekki í eitthvað vonleysiskjaftæði. Við byrjuðum að stoppa í vörninni og settum stóru skotin niður. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Sverrir, en Grindavík er nú með fjögur stig, líkt og Þór. Kanadamaðurinn Joey Haywood skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar í liði Grindavíkur í kvöld, en þetta var síðasti leikur hans fyrir félagið. „Joey er duglegur og flottur leikmaður, en við erum að fara í taktíska breytingu. Þetta var síðasti leikurinn hans, en við tjáðum honum fyrir viku að við ætluðum að skipta um leikmann. Hann var til í að vera með okkur í þessari viku á meðan umboðsmaðurinn hans er að finna lið fyrir hann,“ sagði Sverrir og bætti við: „Við erum að leita okkur að hávaxnari leikmanni. Joey kom til okkar daginn áður en Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) fékk samning hjá Solna Vikings og við ákváðum að prófa þetta. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir sem sagði jafnframt að ekkert væri komið á hreint hvaða leikmann Grindavík fengi til landsins. „Það er ekkert komið á hreint, en ég er að skoða málin og þetta skýrist vonandi sem fyrst. Við verðum líklega Kanalausir á næstunni,“ sagði Sverrir að endingu.Benedikt: Höfðum ekki punginn til að klára þetta Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var langt frá því að vera ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 57-44, Grindavík í vil, en Þórsarar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik, náðu að jafna og voru komnir fimm stigum yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Eftir að hafa verið hrikalega linir og slappir í fyrri hálfleik komum við okkur í góða stöðu til að vinna þennan leik. „Það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, en við höfðum ekki punginn til að klára þetta undir lokin,“ sagði Benedikt, en hvað var það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik þar sem vörn Þórs var eins og gatasigti. „Við fengum fín færi allan fyrri hálfleikinn, þótt við hefðum ekki verið að hitta í fyrsta leikhluta. Við komum okkur alltaf í góða stöðu til að skora, þannig ég hafði engar sérstakar áhyggjur af sóknarleiknum. „En varnarlega vorum við hrikalega daprir og fengum á okkur 57 stig. Við tókum okkur svo á í seinni hálfleik og settum smá stolt í vörnina í seinni hálfleik. „Þú þarft að spila af krafti og það var kraftur í vörninni í seinni hálfleik. Við vorum komnir í kjörstöðu undir lokin til að vinna leikinn, en við náðum ekki að loka þessu,“ sagði Benedikt að lokum, en Þórsarar eru áfram með fjögur stig um miðja deild.Leik lokið | 90-85 | Sanford brenndi af þriggja stiga skoti og Haywood kláraði leikinn með tveimur vítum. Fimm stiga sigur Grindavíkur staðreynd í flottum leik.40. mín | 88-85 | Þórsarar senda Ólaf á vítalínuna. Hann setur annað vítið niður. Þór á boltann þegar tæpar tólf sekúndur eru eftir.40. mín | 87-85 | Þórsarar fóru illa með þessa sókn. Sverrir tekur leikhlé, tæpar 14 sekúndur eftir.39. mín | 87-85 | Haywood! Vaknaður! Setur niður þrist! Kemur Grindavík yfir, 87-85. Benedikt tekur leikhlé.39. mín | 84-85 | Ómar hefur engan áhuga á að tapa þessum leik. Hann heldur Grindavíkurliðinu inni í leiknum, nánast einn síns liðs.38. mín | 82-85 | Ómar tekur sóknarfrákast, kemur sér á línuna og minnkar muninn í þrjú stig. Haywood er gjörsamlega týndur og tröllum gefinn í seinni hálfleik, en skotnýting hans er ekki falleg að sjá; 5/17.37. mín | 81-85 | Ómar setur niður tvö vítaskot en Sanford spillir tímabundinni gleði Grindvíkinga með þristi.37. mín | 79-82 | Það gengur lítið upp hjá heimamönnum þessa stundina. Varnarleikurinn er ekki góður og skotin eru ekki að detta.36. mín | 77-80 | Emil Karel bombar niður þristi og Grindjánar tapa boltanum í næstu sókn.34. mín | 73-75 | Oddur Ólafsson kemur Þórsurum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Hann er kominn með átta stig af bekknum.33. mín | 73-73 | Sanford jafnaði metin á ný eftir að hafa keyrt upp að körfu. Grindvíkingar tapa boltanum í kjölfarið. Sverrir er langt frá því að vera sáttur með sína menn.31. mín | 71-71 | Emil Karel jafnar leikinn með fallegu stökkskoti.Þriðja leikhluta lokið | 71-67 | Þór vann leikhlutann 23-14 og munurinn á liðunum er aðeins fjögur stig. Sovic og Tómas eru komnir með 20 stig hvor hjá Þór, en Haywood er stigahæstur Grindvíkinga með 15 stig.30. mín | 71-67 | Grindvíkingar stóðust mesta áhlaup gestanna og hafa örlítið betri stjórn á leiknum þessa stundina. Haywood er aðeins kominn með tvö stig í seinni hálfleik.27. mín |66-61 | Magnús svarar kallinu og setur niður þrist. Grindvíkingar eru búnir að tapa sjö boltum það sem af er seinni hálfleiks.26. mín |63-61 | Tveggja og aðeins tveggja stiga munur. Sverrir setur Magnús inn á. Grindvíkingar eru rænulausir hér í upphafi seinni hálfleiks.25. mín | 61-57 | Sovic minnkar muninn í fjögur stig eftir hraðaupphlaup. Hann er kominn með 14 stig, auk fjögurra frákasta.23. mín | 61-55 | Aðeins sex stiga munur. Gestirnir farið vel af stað í seinni hálfleik. Sanford er búinn að tvöfalda stigafjöldann sinn og er kominn með átta stig.Seinni hálfleikur hafinn | 59-47| Sovic skorar sína fjórðu þriggja stiga körfu, en Ómar svarar.Fyrri hálfleik lokið | 57-44 | Haywood klárar hálfleikinn með stökkskoti. Grindjánar leiða með 13 stigum. Sóknarleikur þeirra er flottur sem var kannski eins gott því vörn heimamanna var mjög lek í öðrum leikhluta. Gestirnir hafa verið duglegir að koma sér á vítalínuna; hafa tekið 11 vítaskot á móti sjö hjá Grindavík. Þórsarar þurfa þó heldur betur að stoppa upp í götin í varnarleiknum ef þeir ætla að fá eitthvað út út leiknum.20. mín |55-44 | Tómas setur niður þrist og minnkar muninn í 16 stig. Ólafur svarar með tveimur stigum af vítalínunni.18. mín | 45-36 | Tómas setur niður tvö stig af vítalínunni. Sá er búinn að spila vel í öðrum leikhluta.17. mín | 43-34 | Tómas Tómasson setur niður þrist og kemur muninum í eins stafa tölu. Hann er kominn með 11 stig og er stigahæstur Þórsara. -16. mín | 40-27| Magnús með sjö stig í röð hjá Grindavík. Gestirnir eru duglegir að koma sér á vítalínununa þessa stundina.14. mín | 33-23 | Sex stig í röð frá Þórsurum.12. mín | 33-17 | Magnús Þór Gunnarsson opnar annan leikhluta með sinni fyrstu körfu og Haywood bætir tveimur stigum við í kjölfarið.Fyrsta leikhluta lokið | 29-17 | Emil Karel Einarsson skorar síðustu stig leikhlutans þar sem heimamenn hafa haft talsverða yfirburði. Sóknarleikur þeirra er beittur og þeir eiga mun auðveldara að finna opin skot en gestirnir.10. mín |29-15 | 14 stiga munur eftir þriggja stiga sókn hjá Ólafi Ólafs.9. mín | 24-13 | Haywood með tvo þrista í röð. Benedikt er nóg boðið og tekur leikhlé.8. mín | 18-13 | Oddur skorar eftir hraða sókn og eykur muninn í fimm stig. Áður skoraði Sovic sína þriðju þriggja stiga körfu.7. mín | 16-8 | Sovic neglir niður öðrum þristi, en Hilmir Kristjánsson svarar með körfu. Sanford kemst lítt áleiðis gegn Grindavíkurvörninni.6. mín | 14-5 | Fimm snögg stig í röð frá Haywood. Grindvíkingar eiga auðveldara með að skora hér í byrjun leiks.5. mín | 9-5 | Sanford kemur sér á blað með laglegu "flotskoti".3. mín | 5-3 | Nemanja Sovic kemur gestunum á blað með þristi. Gert þetta milljón sinnum áður.2. mín | 5-0 | Ólafur Ólafsson skorar fyrstu stig leiksins og Oddur Rúnar Kristjánsson bætir þremur við.Leikur hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Haywood byrjar á því að tapa boltanum.Fyrir leik: Það fer að styttast í leik. 23 stiga hiti í húsinu samkvæmt leikklukkunni. Tek það mátulega trúanlega.Fyrir leik: Jóhann Árni Ólafsson leikur ekki með Grindavík í kvöld vegna meiðsla.Fyrir leik: Sanford er ekki sá eini sem hefur verið að hitta vel í Þórsliðinu, en skotnýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna er lygileg eða 58,3%! Leikmenn liðsins hafa hins vegar líkast til tapað boltanum fulloft að mati Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Þórs, eða 20,3 að meðaltali í leik. Grindvíkingar hafa passað betur upp á boltann í leikjum vetrarins, en þeir hafa aðeins tapað 11,0 boltum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Vincent Sanford er stigahæstur í liði Þórs það sem af er tímabili með 23,0 stig að meðaltali í leik. Hann hefur að auki tekið 8,7 fráköst og gefið 3,3 stoðsendingar. Skotnýting hins 23 ára gamla Sanfords er einnig til mikillar fyrirmyndar, eða 56,1% inni í teig og 60% utan þriggja stiga línunnar.Fyrir leik: Kanadamaðurinn Joey Haywood er stigahæsti leikmaður Grindavíkur það sem af er tímabili með 16,7 stig að meðaltali í leik. Haywood þessi, sem er þrítugur að aldri, er mikill skorari en hann var stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann skoraði þá 25,1 stig að meðaltali í leik með Aalborg Vikings. Haywood varð einnig annar í kjörinu á mikilvægasta leikmanni dönsku deildarinnar.Fyrir leik: Athyglisvert verður að sjá Þórsurum gengur í baráttunni undir körfunni í kvöld, en liðið hefur aðeins tekið 28,0 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur, þar af aðeins 5,0 sóknarfráköst. Grindvíkingar hafa verið öllu sterkari í fráköstunum það sem af er tímabili, en þeir hafa tekið 45,0 fráköst að meðaltali í leik. Þar munar miklu um framlag Ómars Arnar Sævarssonar sem hefur tekið tæp 15 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur, þar af 5,3 sóknarfráköst - fleiri en allt Þórsliðið hefur tekið.Fyrir leik: Þórsarar eru í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo sigra og eitt tap. Grindvíkingar, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, eru hins vegar í 9. sæti með tvö stig eftir einn sigur og tvö töp.Fyrir leik: Góða kvöldið! Vísir heilsar úr Röstinni þar sem við munum fylgjast með leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar í 4. umferð Domino's deildar karla í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Grindavík vann sinn annan leik í Domino's deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli með fimm stigum, 90-85, í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar eru nú með fjögur stig, líkt og Þór. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, komust í 5-0 og náðu svo níu stiga forystu, 14-5, um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tóku gestirnir aðeins við sér og þeir minnkuðu muninn í þrjú stig þegar Nemanja Sovic setti sinn þriðja þrist í fyrsta leikhluta niður. Þá tóku heimamenn aftur við sér, náðu 10-0 spretti og komust 13 stigum yfir, 26-13. Vörn Þórs var hriplek og skotnýting þeirra var slök (aðeins 26,7% innan teigs). Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-17, Grindavík í vil. Heimamenn skoruðu að vild og héldu því áfram í öðrum leikhluta. Það var kannski eins gott því Þórsarar fundu fjölina sína í sóknarleiknum, þá sérstaklega Tómas Heiðar Tómasson sem skoraði 14 stig í öðrum leikhluta og 16 stig alls í fyrri hálfleik. Vincent Sanford náði sér hins vegar engan veginn á strik í liði Þórs, en hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik. Þórsarar náðu nokkrum sinnum að koma muninum undir tíu stig í öðrum leikhluta, en staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 57-44. Sóknarleikur Grindavíkur var sem áður sagði mjög beittur og það voru margir sem lögðu hönd á plóg. Til marks um það skoruðu fimm leikmenn Grindavíkur níu stig eða fleiri. Joey Haywood var þeirra stigahæstur með 13 stig, en hann átti ákaflega auðvelt með að skora í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá varnarleik Þórsara í seinni hálfleik. Þeir tóku fastar á heimamönnum sem töpuðu boltanum alls níu sinnum í þriðja leikhluta. Á hinum enda vallarins vaknaði Sanford aðeins til lífsins og Sovic byrjaði seinni hálfleikinn eins og hann byrjaði þann fyrri. Gestunum tókst að minnka muninn í tvö stig, 63-61, en þá náðu Grindjánar áttum, þó leikur þeirra væri áfram mun slakari en í fyrri hálfleik. Þeir héldu þó forystunni, en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var 71-67. Emil Karel Einarsson jafnaði metin, 73-73, í byrjun fjórða leikhluta og skömmu síðar kom Oddur Ólafsson Þór yfir í fyrsta sinn í leiknum, 73-75. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var staðan 77-82, Þór í vil. Það var Ómari Erni Sævarssyni ekki að skapi. Hann skoraði fimm stig á skömmum tíma, þrjú af vítalínunni og eitt með stökkskoti þar sem hann minnkaði muninn í eitt stig, 84-85. Haywood vaknaði svo af værum blundi og kom Þór yfir, 87-85, með þriggja stiga körfu. Sóknarleikur Þórs var ómarkviss síðustu mínúturnar og Grindvíkingar sigldu sigrinum í höfn með því að nýta vítaskotin sín undir lokin. Lokatölur 90-85, Grindavík í vil. Haywood var stigahæstur í liði Grindavíkur með 20 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar. Ólafur átti hörkuleik með 19 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar og þrjú varin skot, og Ómar stóð að venju fyrir sínu, en hann skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Sovic skoraði 26 stig og tók níu fráköst hjá Þór, en Tómas kom næstur með 20 stig og sex fráköst. Sanford náði sér ekki á strik, en hann skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.Sverrir: Settum í fimmta gír í restina Sverrir Þór Sverrisson var mátulega ánægður eftir sigur Grindavíkur á Þór í Domino's deildinni í Röstinni í kvöld. „Þetta var mjög sveiflukennt. Við vorum mjög góðir sóknarlega í fyrri hálfleik og skoruðum þegar við vildum. Við spiluðum einnig hörkuvörn í fyrsta leikhluta, svo vorum við steindauðir í vörninni í öðrum leikhluta og byrjun seinni hálfleiks. „Þetta var orðið jafnt og þeir komnir yfir, en svo settum við í fimmta gír í restina,“ sagði Sverrir sem var ánægður að endasprett sinna manna sem voru komnir fimm stigum undir þegar um fimm mínútur lifðu leiks. „Ég er mjög ánægður með karakterinn í liðinu, að halda áfram og fara ekki í eitthvað vonleysiskjaftæði. Við byrjuðum að stoppa í vörninni og settum stóru skotin niður. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Sverrir, en Grindavík er nú með fjögur stig, líkt og Þór. Kanadamaðurinn Joey Haywood skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar í liði Grindavíkur í kvöld, en þetta var síðasti leikur hans fyrir félagið. „Joey er duglegur og flottur leikmaður, en við erum að fara í taktíska breytingu. Þetta var síðasti leikurinn hans, en við tjáðum honum fyrir viku að við ætluðum að skipta um leikmann. Hann var til í að vera með okkur í þessari viku á meðan umboðsmaðurinn hans er að finna lið fyrir hann,“ sagði Sverrir og bætti við: „Við erum að leita okkur að hávaxnari leikmanni. Joey kom til okkar daginn áður en Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) fékk samning hjá Solna Vikings og við ákváðum að prófa þetta. „Okkur vantar hávaxnari leikmann, en það er leiðinlegt að senda jafn góðan leikmann heim. Það er sjaldan sem maður lendir í því, en í þessu tilfelli er það þannig. Við ætlum að fá stærri leikmann sem hjálpar okkur meira inni í teig,“ sagði Sverrir sem sagði jafnframt að ekkert væri komið á hreint hvaða leikmann Grindavík fengi til landsins. „Það er ekkert komið á hreint, en ég er að skoða málin og þetta skýrist vonandi sem fyrst. Við verðum líklega Kanalausir á næstunni,“ sagði Sverrir að endingu.Benedikt: Höfðum ekki punginn til að klára þetta Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var langt frá því að vera ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 57-44, Grindavík í vil, en Þórsarar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleik, náðu að jafna og voru komnir fimm stigum yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Eftir að hafa verið hrikalega linir og slappir í fyrri hálfleik komum við okkur í góða stöðu til að vinna þennan leik. „Það var allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, en við höfðum ekki punginn til að klára þetta undir lokin,“ sagði Benedikt, en hvað var það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik þar sem vörn Þórs var eins og gatasigti. „Við fengum fín færi allan fyrri hálfleikinn, þótt við hefðum ekki verið að hitta í fyrsta leikhluta. Við komum okkur alltaf í góða stöðu til að skora, þannig ég hafði engar sérstakar áhyggjur af sóknarleiknum. „En varnarlega vorum við hrikalega daprir og fengum á okkur 57 stig. Við tókum okkur svo á í seinni hálfleik og settum smá stolt í vörnina í seinni hálfleik. „Þú þarft að spila af krafti og það var kraftur í vörninni í seinni hálfleik. Við vorum komnir í kjörstöðu undir lokin til að vinna leikinn, en við náðum ekki að loka þessu,“ sagði Benedikt að lokum, en Þórsarar eru áfram með fjögur stig um miðja deild.Leik lokið | 90-85 | Sanford brenndi af þriggja stiga skoti og Haywood kláraði leikinn með tveimur vítum. Fimm stiga sigur Grindavíkur staðreynd í flottum leik.40. mín | 88-85 | Þórsarar senda Ólaf á vítalínuna. Hann setur annað vítið niður. Þór á boltann þegar tæpar tólf sekúndur eru eftir.40. mín | 87-85 | Þórsarar fóru illa með þessa sókn. Sverrir tekur leikhlé, tæpar 14 sekúndur eftir.39. mín | 87-85 | Haywood! Vaknaður! Setur niður þrist! Kemur Grindavík yfir, 87-85. Benedikt tekur leikhlé.39. mín | 84-85 | Ómar hefur engan áhuga á að tapa þessum leik. Hann heldur Grindavíkurliðinu inni í leiknum, nánast einn síns liðs.38. mín | 82-85 | Ómar tekur sóknarfrákast, kemur sér á línuna og minnkar muninn í þrjú stig. Haywood er gjörsamlega týndur og tröllum gefinn í seinni hálfleik, en skotnýting hans er ekki falleg að sjá; 5/17.37. mín | 81-85 | Ómar setur niður tvö vítaskot en Sanford spillir tímabundinni gleði Grindvíkinga með þristi.37. mín | 79-82 | Það gengur lítið upp hjá heimamönnum þessa stundina. Varnarleikurinn er ekki góður og skotin eru ekki að detta.36. mín | 77-80 | Emil Karel bombar niður þristi og Grindjánar tapa boltanum í næstu sókn.34. mín | 73-75 | Oddur Ólafsson kemur Þórsurum yfir í fyrsta sinn í leiknum. Hann er kominn með átta stig af bekknum.33. mín | 73-73 | Sanford jafnaði metin á ný eftir að hafa keyrt upp að körfu. Grindvíkingar tapa boltanum í kjölfarið. Sverrir er langt frá því að vera sáttur með sína menn.31. mín | 71-71 | Emil Karel jafnar leikinn með fallegu stökkskoti.Þriðja leikhluta lokið | 71-67 | Þór vann leikhlutann 23-14 og munurinn á liðunum er aðeins fjögur stig. Sovic og Tómas eru komnir með 20 stig hvor hjá Þór, en Haywood er stigahæstur Grindvíkinga með 15 stig.30. mín | 71-67 | Grindvíkingar stóðust mesta áhlaup gestanna og hafa örlítið betri stjórn á leiknum þessa stundina. Haywood er aðeins kominn með tvö stig í seinni hálfleik.27. mín |66-61 | Magnús svarar kallinu og setur niður þrist. Grindvíkingar eru búnir að tapa sjö boltum það sem af er seinni hálfleiks.26. mín |63-61 | Tveggja og aðeins tveggja stiga munur. Sverrir setur Magnús inn á. Grindvíkingar eru rænulausir hér í upphafi seinni hálfleiks.25. mín | 61-57 | Sovic minnkar muninn í fjögur stig eftir hraðaupphlaup. Hann er kominn með 14 stig, auk fjögurra frákasta.23. mín | 61-55 | Aðeins sex stiga munur. Gestirnir farið vel af stað í seinni hálfleik. Sanford er búinn að tvöfalda stigafjöldann sinn og er kominn með átta stig.Seinni hálfleikur hafinn | 59-47| Sovic skorar sína fjórðu þriggja stiga körfu, en Ómar svarar.Fyrri hálfleik lokið | 57-44 | Haywood klárar hálfleikinn með stökkskoti. Grindjánar leiða með 13 stigum. Sóknarleikur þeirra er flottur sem var kannski eins gott því vörn heimamanna var mjög lek í öðrum leikhluta. Gestirnir hafa verið duglegir að koma sér á vítalínuna; hafa tekið 11 vítaskot á móti sjö hjá Grindavík. Þórsarar þurfa þó heldur betur að stoppa upp í götin í varnarleiknum ef þeir ætla að fá eitthvað út út leiknum.20. mín |55-44 | Tómas setur niður þrist og minnkar muninn í 16 stig. Ólafur svarar með tveimur stigum af vítalínunni.18. mín | 45-36 | Tómas setur niður tvö stig af vítalínunni. Sá er búinn að spila vel í öðrum leikhluta.17. mín | 43-34 | Tómas Tómasson setur niður þrist og kemur muninum í eins stafa tölu. Hann er kominn með 11 stig og er stigahæstur Þórsara. -16. mín | 40-27| Magnús með sjö stig í röð hjá Grindavík. Gestirnir eru duglegir að koma sér á vítalínununa þessa stundina.14. mín | 33-23 | Sex stig í röð frá Þórsurum.12. mín | 33-17 | Magnús Þór Gunnarsson opnar annan leikhluta með sinni fyrstu körfu og Haywood bætir tveimur stigum við í kjölfarið.Fyrsta leikhluta lokið | 29-17 | Emil Karel Einarsson skorar síðustu stig leikhlutans þar sem heimamenn hafa haft talsverða yfirburði. Sóknarleikur þeirra er beittur og þeir eiga mun auðveldara að finna opin skot en gestirnir.10. mín |29-15 | 14 stiga munur eftir þriggja stiga sókn hjá Ólafi Ólafs.9. mín | 24-13 | Haywood með tvo þrista í röð. Benedikt er nóg boðið og tekur leikhlé.8. mín | 18-13 | Oddur skorar eftir hraða sókn og eykur muninn í fimm stig. Áður skoraði Sovic sína þriðju þriggja stiga körfu.7. mín | 16-8 | Sovic neglir niður öðrum þristi, en Hilmir Kristjánsson svarar með körfu. Sanford kemst lítt áleiðis gegn Grindavíkurvörninni.6. mín | 14-5 | Fimm snögg stig í röð frá Haywood. Grindvíkingar eiga auðveldara með að skora hér í byrjun leiks.5. mín | 9-5 | Sanford kemur sér á blað með laglegu "flotskoti".3. mín | 5-3 | Nemanja Sovic kemur gestunum á blað með þristi. Gert þetta milljón sinnum áður.2. mín | 5-0 | Ólafur Ólafsson skorar fyrstu stig leiksins og Oddur Rúnar Kristjánsson bætir þremur við.Leikur hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Haywood byrjar á því að tapa boltanum.Fyrir leik: Það fer að styttast í leik. 23 stiga hiti í húsinu samkvæmt leikklukkunni. Tek það mátulega trúanlega.Fyrir leik: Jóhann Árni Ólafsson leikur ekki með Grindavík í kvöld vegna meiðsla.Fyrir leik: Sanford er ekki sá eini sem hefur verið að hitta vel í Þórsliðinu, en skotnýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna er lygileg eða 58,3%! Leikmenn liðsins hafa hins vegar líkast til tapað boltanum fulloft að mati Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Þórs, eða 20,3 að meðaltali í leik. Grindvíkingar hafa passað betur upp á boltann í leikjum vetrarins, en þeir hafa aðeins tapað 11,0 boltum að meðaltali í leik.Fyrir leik: Vincent Sanford er stigahæstur í liði Þórs það sem af er tímabili með 23,0 stig að meðaltali í leik. Hann hefur að auki tekið 8,7 fráköst og gefið 3,3 stoðsendingar. Skotnýting hins 23 ára gamla Sanfords er einnig til mikillar fyrirmyndar, eða 56,1% inni í teig og 60% utan þriggja stiga línunnar.Fyrir leik: Kanadamaðurinn Joey Haywood er stigahæsti leikmaður Grindavíkur það sem af er tímabili með 16,7 stig að meðaltali í leik. Haywood þessi, sem er þrítugur að aldri, er mikill skorari en hann var stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann skoraði þá 25,1 stig að meðaltali í leik með Aalborg Vikings. Haywood varð einnig annar í kjörinu á mikilvægasta leikmanni dönsku deildarinnar.Fyrir leik: Athyglisvert verður að sjá Þórsurum gengur í baráttunni undir körfunni í kvöld, en liðið hefur aðeins tekið 28,0 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur, þar af aðeins 5,0 sóknarfráköst. Grindvíkingar hafa verið öllu sterkari í fráköstunum það sem af er tímabili, en þeir hafa tekið 45,0 fráköst að meðaltali í leik. Þar munar miklu um framlag Ómars Arnar Sævarssonar sem hefur tekið tæp 15 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur, þar af 5,3 sóknarfráköst - fleiri en allt Þórsliðið hefur tekið.Fyrir leik: Þórsarar eru í fjórða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo sigra og eitt tap. Grindvíkingar, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, eru hins vegar í 9. sæti með tvö stig eftir einn sigur og tvö töp.Fyrir leik: Góða kvöldið! Vísir heilsar úr Röstinni þar sem við munum fylgjast með leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar í 4. umferð Domino's deildar karla í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira