Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Innheimta á þjórfé í posum óheppileg nýlunda

Mbl greindi frá þjórfjárgreiðslum á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í gær en þar hafa viðskiptavinir fengið meldingu í posa um hvort þeir vilji greiða þjórfé þegar borgað er með greiðslukorti. Þá stendur til að meldingin komi eingöngu upp fyrir erlenda ferðamenn. Neytendasamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar segja þessa nýlundu geta verið óheppilega og haft mögulega mismunun í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Akstur í Esjunni bara brot af vandanum

Ítrekað kemur fyrir að ferðamenn aki bílum utan vega og skemmi náttúruna. Kallað er eftir vitundarátaki til að koma í veg fyrir slíkan akstur sem oft getur orsakað mikil náttúruspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Fundust heil á húfi

Franska göngufólkið fannst nú á níunda tímanum í morgun heilu og höldnu í skála á Laugarveginum svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja leitað á Fimmvörðuhálsi

Leit stendur nú yfir að Marion Gailard og Jérémy Gautheret. Þau eru bæði á þrítugsaldri. Áður var talið að konan hefði verið ein á ferð á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vísaði fréttamanni frá borði

Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum.

Innlent
Fréttamynd

Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust

Rúmlega 1.000 manns fóru í hvalaskoðun á vegum Norðursiglingar á mánudag sem er met hjá fyrirtækinu sem hefur starfað í 23 ár. Útlit er þó fyrir stöðnun og jafnvel samdrátt í haust þar sem ferðamenn stoppa nú skemur en áður á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svona er gjaldtakan á landinu

Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi.

Innlent