Flóttamenn

Fréttamynd

Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli

Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. 

Innlent
Fréttamynd

Skrifar for­sætis­ráð­herra bréf og hvetur til for­manna­fundar

Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum.

Innlent
Fréttamynd

Í fullum rétti til að setja stórt spurninga­merki við hug­mynd Guð­rúnar

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra, sagðist heyra skila­boðin sem honum bárust vegna mála flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráð­herrann á­varpaði fund sem haldinn var af 28 fé­laga­sam­tökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurninga­merki við hug­myndir dóms­mála­ráð­herra um lokað bú­setu­úr­ræði fyrir fólk í ó­lög­mætri dvöl hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er mann­úðar­krísa“

Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir.

Innlent
Fréttamynd

Enn engin niður­staða í máli þjónustu­svipts flótta­fólks

Enn er engin niðurstaða komin í máli flóttafólk sem hefur fengið endanlega synjun og misst rétt á þjónustu, framfærslu og búsetu. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ríkið nú vinna að því að skilgreina þá þjónustu sem fólkið eigi að fá og hvar hún eigi að vera. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að yfir sextíu hafi farist

Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára.

Erlent
Fréttamynd

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Lögin eru að virka sem skyldi“

Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

Vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips

Lögregluþjónar í Brasilíu björguðu nýverið fjórum mönnum frá Nígeríu sem vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips. Þeir kláruðu matarbirgðir sínar og vatn á tíunda degi en héldu lífi með því að drekka sjó.

Erlent