Stangveiði

Fréttamynd

Stangveiði skilar þremur milljörðum í Borgarbyggð

Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð; bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna.

Veiði
Fréttamynd

Tafir á smíði veiðihúss við Miðá

Tafir hafa orðið á smíði veiðihúss við Miðá í Steingrímsfirði sem Lax-á hóf að bjóða veiðileyfi í fyrir þetta sumar. Að því er segir á vef fyrirtækisins ætti húsið þó að verða tilbúið í viikunni.

Veiði
Fréttamynd

100 sentímetra lax í Breiðdalsá

Stórlax veiddist í Breiðdalsá í fyrradag. Þetta var nýrunninn hængur sem mældist 100 sentímetrar og vó 11 kíló. Þessi lax ásamt öðrum jafn löngum, sem veiddist í Víðidalsá fyrir helgi, eru þeir stærstu sem komið hafa á land það sem af er sumri, samkvæmt heimildum Veiðivísis.

Veiði
Fréttamynd

Rangárnar nálgast samtals 300 laxa

Mjög góður gangur er í Rangánum þessa dagana samkvæmt upplýsingum á vef söluaðilans, Lax-á. Samtals um 300 laxar eru komnir á land úr ánum tveimur.

Veiði
Fréttamynd

Stóra-Laxá í gang og laxar komnir á land

Stóra-Laxá er komin í gang. Samkvæmt fréttum frá Lax-á veiddust fimm laxar á fyrsta degi á Svæði I og II og fimm laxar frá því Svæði IV opnaði í gær og til hádegis í dag

Veiði
Fréttamynd

15 laxar á tvær stangir í Leirvogsá

Þrátt fyrir að aðeins sé veitt á tvær stangir í Leirvogsá komu 15 laxar á land þegar áin var opnuð í fyrradag. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er fullyrt að þetta sé næst besta byrjun sem lestu menn muni eftir.

Veiði
Fréttamynd

Óvenju góður júní í Hítará

Veiðin í júní á aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði
Fréttamynd

Pakkað af bleikju í Rugludalshyl

Sjö manna holl sem var við veiðar á tveimur efstu svæðum Blöndu um síðustu helgi kom þaðan laxlaust. Bleikjan í Rugludalshyl bjargaði andliti hópsins.

Veiði
Fréttamynd

Laxavon á silungasvæði Breiðdalsár

Á Veiðivísi hefur töluvert verið fjallað um ódýr laxveiðileyfi undanfarnar vikur. Á silungasvæðinu í Breiðdalsá er ágætis laxavon. Síðasta sumar komu 60 laxar á land á þessu svæði en auk þess veiddust ríflega 300 silungar - urriðar, sjóbirtingar og sjóbleikjur.

Veiði
Fréttamynd

Lax kominn á efra svæðið í Selá

Laxinn er þegar kominn á eftra svæðið í Selá en í fyrrakvöld komu þrír á land í Leifsstaðarhyl og Réttarhyl. Gríðarlegt hrygningarsvæði opnast með nýjum laxastiga.

Veiði