Stangveiði

Fréttamynd

Skæður í urriða og jafnvel lax

Kötturinn hefur verið að gera það gott í Veiðivötnum undanfarið líkt og síðustu ár. Þessi fluga er góð í urriða og sjóbirting en hefur einnig gengið víða vel í lax.

Veiði
Fréttamynd

Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi

Í morgun veiddi hinn landsþekkti veiðmaður Árni Baldursson 109 sentímetra hæng í Skipahyl sem er um 15 kílómetra frá sjó. Árni segir laxinn vera þann stærsta sem hann hefur séð hér á landi og sennilega er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Selá í sögu þessarar rómuðu perlu.

Veiði
Fréttamynd

Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá!

Bráðabirgðaniðurstöður benda til að þessi lax hafi verið merktur í laxastiganum í Lagarfljóti 21. september 2011. Þar með hefur hann farið aftur til sjávar og gengið svo í Breiðdalsá. Það má bæta því við að laxinn lítur út fyrir að vera úr gönguseiðasleppingu og hugsanlega úr sleppingu í Jöklu eða Breiðdalsá en verið að kíkja inn í Lagarfljótið er hann náðist og var merktur.

Veiði
Fréttamynd

Mikið um stórlax í Hofsá

Veiði í Hofsá hefur verið með ágætum það sem af er. Í gærkvöldi höfðu 212 laxar komið á land og hefur hlutfall tveggja ára laxa verið hátt. Veiðivísir náði tali af staðarhaldanum.

Veiði
Fréttamynd

Ekki sá stærsti í fjóra áratugi

110 sentímetra laxinn sem veiddist í Laxá í Aðaldal 11. júlí var ekki sá stærsti sem veiðst hefur síðustu fjóra áratugi. Nokkur dæmi eru um stærri laxa á undanförnum árum.

Veiði
Fréttamynd

Um 43 prósenta minni laxveiði

Laxveiðin í síðustu viku var 43 prósentum lakari en á sama tímabili í fyrra. Núna var veiðin 1.952 laxar samanborið við 3.415 í fyrra. Þetta kemur fram í pistli Þorsteins Þorsteinssonar, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, á vef Landssambands veiðifélaga.

Veiði
Fréttamynd

Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn

"Ég og frændi minn vorum að lenda eftir frábæra veiðivatnaferð, við veiddum í 2 daga og lönduðum 30 fiskum en hirtum 24, stærsti var 9,7 pund og heildarþingd 47 kíló þannig að meðalviktin var um 2 kíló :) Fengum mest í Litlasjó og Grænavatni og allt á svartar straumflugur.“

Veiði
Fréttamynd

Borgarstarfsmenn mokveiddu í Elliðaánum

Sannkallað mok mun hafa verið í Elliðaánum á föstudaginn þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu þar á bakkana. Alls veiddust 27 laxar á stangirnar sex sem er aldeilis skínandi árangur.

Veiði
Fréttamynd

Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið

Miðdalsá er tveggja stanga á með góðri sjóbleikjuveiði auk þess að laxveiðivon er í ánni en fimm þúsund laxaseiðum var sleppt vorið 2011 sem ættu að skila sér aftur núna í sumar.

Veiði
Fréttamynd

Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna

Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund.

Veiði
Fréttamynd

Fyrirtækjafluga sem lifði góðærið af

Fyrir fáeinum árum létu mörg helstu stórfyrirtæki landsins hnýta fyrir sig laxaflugur í litum fyrirtækisins. Flestar þeirra reyndust dægurflugur og lifðu ekki af "góðærið". Fáeinar sönnuðu sig þó, lifa enn og gefa góða veiði.

Veiði
Fréttamynd

Frábær meðalveiði í Ellliðaánum í sumar

Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag.

Veiði
Fréttamynd

Ágætis gangur í Straumunum

Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu.

Veiði
Fréttamynd

Stóra Laxá komin í gang

Alls höfðu veiðst 43 laxar á svæðum I og II í Stóru-Laxá að því er segir á söluvefnum agn.is. Það teljist mjög gott á fyrstu níu dögum veiðitímans.

Veiði
Fréttamynd

Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal

„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni."

Veiði