Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

A Teacher: Ólögmætur losti kennara og nema

Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina A Teacher, sem fjallar um ástarsamband framhaldsskólakennarans Claire og sautján ára nema hennar Eric. Slíkt er að sjálfsögðu ekki aðeins „frowned upon“ eins og Ross Geller úr Friends taldi, heldur hreinlega ólöglegt, og ólíkt Ross yrði Claire ekki aðeins rekin, hún myndi lenda í fangelsi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Helen McCrory látin

Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta mynd­efnið úr Leyni­löggunni

Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir

Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts.

Innlent
Fréttamynd

Söngvarinn og barna­stjarnan Qu­indon Tarver látinn

Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju.

Lífið
Fréttamynd

Segist vera „ógeðslega góður í að sleikja píku“

Fyrsti þátturinn af sjóvarpseríunni Vegferð fór í loftið á Stöð 2 um páskana. Aðalleikararnir og vinirnir Ólafur Darri og Víkingur leggja af stað í ferð um landið til þess að kúpla sig út úr daglegu amstri og freista þess að styrkja vinaböndin. 

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Paul Ritter er látinn

Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond.

Lífið
Fréttamynd

Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað

Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka

Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton.

Gagnrýni
Fréttamynd

Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu

Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikarinn George Segal er allur

Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs.

Lífið
Fréttamynd

Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd

Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni