Helstu fréttir Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. Innlent 23.5.2011 10:23 Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. Innlent 23.5.2011 10:03 Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. Innlent 23.5.2011 10:02 Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair "Þetta er alveg ferlegt,“ segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. Innlent 23.5.2011 09:11 Keflavíkurflugvöllur opnar síðdegis - Icelandair flýgur Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring, og bætir við aukaflugum. Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis og að áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag verði í nokkurri seinkun og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku. Innlent 23.5.2011 09:06 Veginum að Freysnesi lokað - athugað með innanlandsflug klukkan 17 Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt, 4 metrar en fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð Almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi. Flugi innanlands hefur verið aflýst fram eftir degi en athuga á með flug kl. 17:00. Í fyrstu öskusýnum hefur ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft. Íbúum á öskufallssvæðum er bent á leiðbeiningar um viðbrögð við öskufalli sem finna má á heimasíðum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Innlent 23.5.2011 08:33 Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Innlent 23.5.2011 06:50 Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Innlent 22.5.2011 23:01 Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. Innlent 22.5.2011 23:01 Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Innlent 22.5.2011 23:01 Búfé og gróður ættu að sleppa úr öskunni „Það er erfitt að segja til um þetta núna því það er ekki búið að fá niðurstöður um hversu mikið sé af flúor og slíku í öskunni,“ segir Jón V. Jónmundsson sauðfjárræktarráðunautur um áhrif öskunnar úr Grímsvötnun og búfé og gróður. Innlent 22.5.2011 23:00 Gæti teygst í tvo til þrjá daga Boli, snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, hélt í leiðangur á Vatnajökul um sjöleytið í gærkvöldi með fjóra jarðvísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskólans. Ætlunin var að kanna aðstæður og taka sýni í námunda við gosið. Gunnar Kr. Björgvinsson úr hjálparsveitinni sagði aðstæður þokkalegar nálægt gosstöðvum. Það velti á aðstæðum hversu lengi leiðangursmenn yrðu á jöklinum, en það gæti mögulega teygst upp í tvo til þrjá daga.- kg Innlent 22.5.2011 23:00 Dýr þjáðust vegna öskufallsins Búfé í nágrenni gosstöðvanna í Grímsvötnum hefur orðið illa úti undanfarinn sólarhring og fuglar flugu á rúður þegar þeir reyndu að komast í skjól í nágrenni gossvæðisins. Flestir bændur sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu það hafa komið sér á óvart hve fá dýr hefðu drepist. Innlent 22.5.2011 20:14 Dökkt öskuský nálgast Reykjavík Dökkt öskuský nálgast Reykjavík og allt lítur út fyrir að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu á næstu klukkustundum. Öskumökkurinn hefur þokast hratt vestur í dag vegna sterkra vinda úr norðaustri. Fyrr í dag náði öskuskýið til þéttbýliskjarna á Suðurlandi. Innlent 22.5.2011 20:17 Langaði til að gráta "Manni langaði að fara að gráta. Það var bara þannig. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki sjá aftur,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 2. Undir það tekur Sigurður Arnar Sverrisson. Innlent 22.5.2011 20:09 Sérstakt teymi miðlar upplýsingum til erlendra fjölmiðla Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, rekur Hálendismiðstöðina við Hrauneyjar og Hótel Rangá. Einungis 18 klukkutímum eftir að gosið hófst höfðu 50 ferðamenn afbókað gistingu hjá honum. Innlent 22.5.2011 20:07 Hrifningin dalaði þegar fluginu var aflýst Um 7000 ferðamenn komast ekki leiðar sinnar vegna gossins í Grímsvötnum. Ferðamenn í Leifsstöð sögðu að þeim hefði fyrst þótt æðislegt að upplifa gosið, en hrifningin hefði svo dalað þegar fluginu var aflýst. Innlent 22.5.2011 20:04 Lítil hætta á hlaupi Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Innlent 22.5.2011 20:01 Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Innlent 22.5.2011 19:10 Allur heimurinn forvitinn um gosið Gosið í Grímsvötnum hefur vakið mikla athygli erlendis enda aðeins rúmt ár síðan flugsamgöngur lágu niðri í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 22.5.2011 18:28 Mörg hótel hálftóm Talsmaður ferðaþjónustunnar segir mikið í húfi að flug komist af stað sem fyrst. Nærri gosstöðvunum standi margir gististaðir hálftómir, og þar hafi menn þungar áhyggjur af framhaldinu. Innlent 22.5.2011 18:07 Reiðubúin ef allt fer á versta veg Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Innlent 22.5.2011 18:19 Þykkt öskulag á Klaustri Þykkt öskulag liggur yfir öllu á Kirkjubæjarklaustri. Myndatökumaður og fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis sem eru þar telja að öskulagið geti verið um tveggja sentimetra þykkt. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður tók þessa mynd af Nissan Sunny bifreið á Klaustri. Norðaustan átt er yfir landinu og því má búast við að Reykvíkingar verði eitthvað varir við öskufall í kvöld. Selfyssingar og Hvergerðingar eru þegar orðnir varir við öskuský. Innlent 22.5.2011 17:59 Ferðamenn komnir í leitirnar Ferðalangarnir fjórir sem björgunarsveitarmenn hófu að leita að í dag eru komnir í leitirnar. Ferðamennirnir fóru frá Höfn í Hornarfirði á tveimur bílum í morgun og var ekki vitað um ferðir þeirra. Komið hefur í ljós að þeir óku austur á firði þar sem þeir dvelja nú á Egilsstöðum. Innlent 22.5.2011 17:53 Vísindamenn halda á Vatnajökul Jarðvísindamenn eru á leið austur að Skálafellsjökli en þeir ætla ásamt liðsmönnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að gossvæðinu í Grímsvötnum á Vatnajökli. Hópurinn fer á snjóbíl hjálparsveitarinnar sem ber heitið Boli. Boli hefur verið í biðstöðu þar sem jarðvísindamennirnir, sem eru þrír ásamt tæknimanni, hafa þurft að bíða af sér öskufall á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 22.5.2011 17:29 Vatnajökull var svartur í dag Hann var svartur Vatnajökullinn þegar Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Jónas Margeir Ingólfsson fréttamaður flugu yfir jökulinn í dag. Innlent 22.5.2011 17:17 Öskuna leggur um allt á Kirkjubæjarklaustri Það hefur verið ótrúlegt magn af ösku á Kirkjubæjarklaustri og í sveitum þar í kring vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna öskufallsins og huga vel að búfénaði. Umhverfisstofnun greindi frá því í dag að stofnunin hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins. Stefnt er að því að svifryksmælir verði kominn upp á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Smelltu á "Horfa á myndskeið með frétt“ til að skoða myndir sem Gísli Berg tók í dag frá Kirkjubæjarklaustri. Innlent 22.5.2011 16:49 Um 200 íþróttamenn komast ekki til landsins Tæplega 200 erlendir gestir áttu að koma til Reykjavíkur í dag vegna Grunnskólamóts Höfuðborga Norðurlandanna. Keflavíkurflugvöllur lokaði eftir að eldgosið í Grímsvötnum hófst og því hafa gestirnir ekki komist til landsins í dag. Innlent 22.5.2011 16:29 Ferðalangarnir komnir í leitirnar - aðrir fjórir týndir Ferðalangarnir sem sagt var frá fyrr í dag og áttu að vera týndir á gossvæðinu eru í góðu yfirlæti á Gullfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Hinsvegar hafa nú borist fregnir af fjórum öðrum ferðalöngum sem ekki er vitað hvar eru staddir. Innlent 22.5.2011 16:20 Fylgjast vel með heilsu fólks Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í dag verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Í tilkynningu frá HSu segir að Læknar og hjúkrunarfræðingar séu á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir og fleiri. Innlent 22.5.2011 16:10 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Aukaflug til London og Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur á alla áfangastaði sína eftir hádegi í dag um leið og Keflavíkurflugvöllur verður opnaður. Flognar verða aukaferðir til Kaupmannahafnar og London. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara. Innlent 23.5.2011 10:23
Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning "Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. Innlent 23.5.2011 10:03
Aukaflug til Norðurlandanna Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur. Í tilkynningu frá Icelandair segir að þessi flug hafi verið sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum. Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. Innlent 23.5.2011 10:02
Strandaglópar í myrkrinu - nær ekki í Icelandair "Þetta er alveg ferlegt,“ segir Finnur Kristinsson, sem er strandaglópur í Bergen í Noregi en hann átti að fljúga heim til Íslands eftir hádegi í gær. Búið er að loka lofthelgi Íslands vegna eldgossins í Grímsvötnum. Finnur er hinsvegar afar óánægður með Icelandair sem virðist ekki sinna strandaglópunum í Noregi. Innlent 23.5.2011 09:11
Keflavíkurflugvöllur opnar síðdegis - Icelandair flýgur Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring, og bætir við aukaflugum. Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis og að áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag verði í nokkurri seinkun og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku. Innlent 23.5.2011 09:06
Veginum að Freysnesi lokað - athugað með innanlandsflug klukkan 17 Ákveðið hefur verið að loka veginum frá Vík í Mýrdal að Freysnesi. Skyggni á svæðinu er mjög slæmt, 4 metrar en fréttir hafa borist af öskufalli allt frá höfuðborgarsvæðinu að Tröllaskaga á norð-austanverðu landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð Almannavarna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðlægum áttum 23. maí, 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni. Slydda eða snjókoma NA- og A-lands, slydduél eða él á norðvestaverðu landinu, en annars úrkomulaust. Búast má við talsverðu öskufalli allvíða suðaustanlands og einnig má gera ráð fyrir öskufalli austantil á Suðurlandi fram eftir degi. Flugi innanlands hefur verið aflýst fram eftir degi en athuga á með flug kl. 17:00. Í fyrstu öskusýnum hefur ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt er að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft. Íbúum á öskufallssvæðum er bent á leiðbeiningar um viðbrögð við öskufalli sem finna má á heimasíðum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Innlent 23.5.2011 08:33
Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Innlent 23.5.2011 06:50
Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Innlent 22.5.2011 23:01
Voru á leiðinni af jöklinum þegar gosið hófst Félagar úr fjallaklúbbnum 24x24 á Akureyri voru á Vatnajökli þegar gosið hófst og létu vita af því. Innlent 22.5.2011 23:01
Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Innlent 22.5.2011 23:01
Búfé og gróður ættu að sleppa úr öskunni „Það er erfitt að segja til um þetta núna því það er ekki búið að fá niðurstöður um hversu mikið sé af flúor og slíku í öskunni,“ segir Jón V. Jónmundsson sauðfjárræktarráðunautur um áhrif öskunnar úr Grímsvötnun og búfé og gróður. Innlent 22.5.2011 23:00
Gæti teygst í tvo til þrjá daga Boli, snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, hélt í leiðangur á Vatnajökul um sjöleytið í gærkvöldi með fjóra jarðvísindamenn frá Raunvísindastofnun Háskólans. Ætlunin var að kanna aðstæður og taka sýni í námunda við gosið. Gunnar Kr. Björgvinsson úr hjálparsveitinni sagði aðstæður þokkalegar nálægt gosstöðvum. Það velti á aðstæðum hversu lengi leiðangursmenn yrðu á jöklinum, en það gæti mögulega teygst upp í tvo til þrjá daga.- kg Innlent 22.5.2011 23:00
Dýr þjáðust vegna öskufallsins Búfé í nágrenni gosstöðvanna í Grímsvötnum hefur orðið illa úti undanfarinn sólarhring og fuglar flugu á rúður þegar þeir reyndu að komast í skjól í nágrenni gossvæðisins. Flestir bændur sem fréttastofa ræddi við í dag sögðu það hafa komið sér á óvart hve fá dýr hefðu drepist. Innlent 22.5.2011 20:14
Dökkt öskuský nálgast Reykjavík Dökkt öskuský nálgast Reykjavík og allt lítur út fyrir að öskufall verði á höfuðborgarsvæðinu á næstu klukkustundum. Öskumökkurinn hefur þokast hratt vestur í dag vegna sterkra vinda úr norðaustri. Fyrr í dag náði öskuskýið til þéttbýliskjarna á Suðurlandi. Innlent 22.5.2011 20:17
Langaði til að gráta "Manni langaði að fara að gráta. Það var bara þannig. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki sjá aftur,“ segir Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 2. Undir það tekur Sigurður Arnar Sverrisson. Innlent 22.5.2011 20:09
Sérstakt teymi miðlar upplýsingum til erlendra fjölmiðla Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, rekur Hálendismiðstöðina við Hrauneyjar og Hótel Rangá. Einungis 18 klukkutímum eftir að gosið hófst höfðu 50 ferðamenn afbókað gistingu hjá honum. Innlent 22.5.2011 20:07
Hrifningin dalaði þegar fluginu var aflýst Um 7000 ferðamenn komast ekki leiðar sinnar vegna gossins í Grímsvötnum. Ferðamenn í Leifsstöð sögðu að þeim hefði fyrst þótt æðislegt að upplifa gosið, en hrifningin hefði svo dalað þegar fluginu var aflýst. Innlent 22.5.2011 20:04
Lítil hætta á hlaupi Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Innlent 22.5.2011 20:01
Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Innlent 22.5.2011 19:10
Allur heimurinn forvitinn um gosið Gosið í Grímsvötnum hefur vakið mikla athygli erlendis enda aðeins rúmt ár síðan flugsamgöngur lágu niðri í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Innlent 22.5.2011 18:28
Mörg hótel hálftóm Talsmaður ferðaþjónustunnar segir mikið í húfi að flug komist af stað sem fyrst. Nærri gosstöðvunum standi margir gististaðir hálftómir, og þar hafi menn þungar áhyggjur af framhaldinu. Innlent 22.5.2011 18:07
Reiðubúin ef allt fer á versta veg Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Innlent 22.5.2011 18:19
Þykkt öskulag á Klaustri Þykkt öskulag liggur yfir öllu á Kirkjubæjarklaustri. Myndatökumaður og fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis sem eru þar telja að öskulagið geti verið um tveggja sentimetra þykkt. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður tók þessa mynd af Nissan Sunny bifreið á Klaustri. Norðaustan átt er yfir landinu og því má búast við að Reykvíkingar verði eitthvað varir við öskufall í kvöld. Selfyssingar og Hvergerðingar eru þegar orðnir varir við öskuský. Innlent 22.5.2011 17:59
Ferðamenn komnir í leitirnar Ferðalangarnir fjórir sem björgunarsveitarmenn hófu að leita að í dag eru komnir í leitirnar. Ferðamennirnir fóru frá Höfn í Hornarfirði á tveimur bílum í morgun og var ekki vitað um ferðir þeirra. Komið hefur í ljós að þeir óku austur á firði þar sem þeir dvelja nú á Egilsstöðum. Innlent 22.5.2011 17:53
Vísindamenn halda á Vatnajökul Jarðvísindamenn eru á leið austur að Skálafellsjökli en þeir ætla ásamt liðsmönnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að gossvæðinu í Grímsvötnum á Vatnajökli. Hópurinn fer á snjóbíl hjálparsveitarinnar sem ber heitið Boli. Boli hefur verið í biðstöðu þar sem jarðvísindamennirnir, sem eru þrír ásamt tæknimanni, hafa þurft að bíða af sér öskufall á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 22.5.2011 17:29
Vatnajökull var svartur í dag Hann var svartur Vatnajökullinn þegar Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður og Jónas Margeir Ingólfsson fréttamaður flugu yfir jökulinn í dag. Innlent 22.5.2011 17:17
Öskuna leggur um allt á Kirkjubæjarklaustri Það hefur verið ótrúlegt magn af ösku á Kirkjubæjarklaustri og í sveitum þar í kring vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna öskufallsins og huga vel að búfénaði. Umhverfisstofnun greindi frá því í dag að stofnunin hefur virkjað viðbúnaðarstöðu vegna gossins. Stefnt er að því að svifryksmælir verði kominn upp á Kirkjubæjarklaustri á morgun. Smelltu á "Horfa á myndskeið með frétt“ til að skoða myndir sem Gísli Berg tók í dag frá Kirkjubæjarklaustri. Innlent 22.5.2011 16:49
Um 200 íþróttamenn komast ekki til landsins Tæplega 200 erlendir gestir áttu að koma til Reykjavíkur í dag vegna Grunnskólamóts Höfuðborga Norðurlandanna. Keflavíkurflugvöllur lokaði eftir að eldgosið í Grímsvötnum hófst og því hafa gestirnir ekki komist til landsins í dag. Innlent 22.5.2011 16:29
Ferðalangarnir komnir í leitirnar - aðrir fjórir týndir Ferðalangarnir sem sagt var frá fyrr í dag og áttu að vera týndir á gossvæðinu eru í góðu yfirlæti á Gullfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Hinsvegar hafa nú borist fregnir af fjórum öðrum ferðalöngum sem ekki er vitað hvar eru staddir. Innlent 22.5.2011 16:20
Fylgjast vel með heilsu fólks Viðbragðsstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) hefur í dag verið í sambandi við stjórnendur heilsugæslustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rangárþingi. Í tilkynningu frá HSu segir að Læknar og hjúkrunarfræðingar séu á öllum stöðvunum til að sinna nauðsynlegri þjónustu í samstarfi við almannavarnarnir og fleiri. Innlent 22.5.2011 16:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent