Helstu fréttir Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. Lífið 4.7.2011 13:51 Fyrirtækjasöfnunin byrjar vel Fjársöfnun meðal íslenskra fyrirtækja vegna eldgossins í Grímsvötnum fer vel af stað. Þegar hafa safnast 20 til 35 milljónir króna í sjóð sem settur var á fót til að veita bændum og starfsemi á gossvæðinu fjárhagslegan stuðning. Innlent 31.5.2011 22:41 Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi. Innlent 30.5.2011 18:46 Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Innlent 30.5.2011 11:51 Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Innlent 27.5.2011 22:09 Mjög gott tól fyrir vísindamenn Færanlega ratsjáin, sem flutt var í Skaftárhrepp til að mæla öskustrókinn úr Grímsvötnum, hefur gefið vísindamönnum og flugheiminum mun nákvæmari upplýsingum en áður fengust. Nú er ákveðið að ratsjáin vakti eldstöðina áfram að minnsta kosti fram í næstu viku. Innlent 27.5.2011 19:57 Mannlíf að komast í fyrra horf Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Mjög hefur dregið úr virkni í eldstöðinni þótt ekki sé hægt að útiloka að gosið taki sig upp aftur. Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag. Innlent 27.5.2011 19:00 Túnin verr farin en menn bjuggust við "Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum,“ segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. "En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap.“ Innlent 26.5.2011 22:38 Vatnsból talin menguð Heilbrigðisfulltrúi hefur í dag tekið við vatnssýnum til rannsóknar frá íbúum á öskusvæðunum suðaustanlands en talið er að vatnsból hafi mengast á nokkrum bæjum. Menn vonast þó til að veiðiár héraðsins spillist ekki vegna öskunnar. Innlent 26.5.2011 20:08 Enn hætta á öflugum öskustrókum úr gígnum Ekkert hefur sést til gosmakkar úr Grímsvötnum frá því í fyrrinótt. Eftir hádegi í dag sást þó til gufubólstra úr gígnum sem náðu í um 2000 metra hæð og segir í nýrri stöðuskýrslu frá Almannavörnum að ekki sé hægt að útiloka að öflugir öskustrókar geti komið fyrirvaralaust úr gígnum og er því enn varað við því að fólk ferðist að gígnum. Innlent 26.5.2011 16:49 Skaftafell opnað klukkan fimm Skaftafelli, suðurhluti Vatnajökulsþjóðgarðs, verður svæðið formlega opnað á ný klukkan fimm í dag. Vaskir vinnumenn hafa unnið sleitulaust að því síðustu daga að hreinsa svæðið eftir öskufall. Innlent 26.5.2011 16:06 Slökkviliðsmenn frá Isavia fóru austur til hreinsunarstarfa Harðsnúið lið slökkviliðsmanna frá Isavia fór í morgun til að aðstoða við hreinsunarstarf vegna öskufalls úr eldgosinu í Grímsvötnum. Innlent 26.5.2011 14:45 Katrín tekur til hendinni á Klaustri Starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins láta hendur standa fram úr ermum í dag með Katrínu Júlíusdóttur ráðherra í broddi fylkingar. Um tuttugu manna hópur úr ráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu fór austur á gossvæðið til þess að hjálpa til við hreinsunarstörfin sem eru að vonum ærin. Innlent 26.5.2011 14:17 Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. Innlent 23.5.2011 20:15 Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Innlent 23.5.2011 19:09 Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. Innlent 23.5.2011 18:55 Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. Innlent 23.5.2011 18:46 Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. Innlent 23.5.2011 18:29 Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. Innlent 23.5.2011 16:55 Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur Innlent 23.5.2011 14:15 Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. Innlent 23.5.2011 14:12 Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 23.5.2011 13:57 Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. Innlent 23.5.2011 13:28 Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.5.2011 13:25 Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Innlent 23.5.2011 13:07 Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. Innlent 23.5.2011 11:45 Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. Innlent 23.5.2011 11:22 Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. Innlent 23.5.2011 11:17 Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 23.5.2011 10:37 Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. Innlent 23.5.2011 10:26 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Fjölbreytt mannlíf á Landsmóti hestamanna Í meðfylgjandi myndasafni má greinilega sjá þá góðu stemningu sem ríkti á meðal fjölda gesta sem nutu þess að fylgjast með flestum af fallegustu gæðingum landsins á Landsmóti hestamanna sem lauk í gær. Lífið 4.7.2011 13:51
Fyrirtækjasöfnunin byrjar vel Fjársöfnun meðal íslenskra fyrirtækja vegna eldgossins í Grímsvötnum fer vel af stað. Þegar hafa safnast 20 til 35 milljónir króna í sjóð sem settur var á fót til að veita bændum og starfsemi á gossvæðinu fjárhagslegan stuðning. Innlent 31.5.2011 22:41
Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi. Innlent 30.5.2011 18:46
Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Innlent 30.5.2011 11:51
Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Innlent 27.5.2011 22:09
Mjög gott tól fyrir vísindamenn Færanlega ratsjáin, sem flutt var í Skaftárhrepp til að mæla öskustrókinn úr Grímsvötnum, hefur gefið vísindamönnum og flugheiminum mun nákvæmari upplýsingum en áður fengust. Nú er ákveðið að ratsjáin vakti eldstöðina áfram að minnsta kosti fram í næstu viku. Innlent 27.5.2011 19:57
Mannlíf að komast í fyrra horf Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði ákveðið að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig. Mjög hefur dregið úr virkni í eldstöðinni þótt ekki sé hægt að útiloka að gosið taki sig upp aftur. Hreinsunarstörf hafa gengið vel í dag. Innlent 27.5.2011 19:00
Túnin verr farin en menn bjuggust við "Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum,“ segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. "En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap.“ Innlent 26.5.2011 22:38
Vatnsból talin menguð Heilbrigðisfulltrúi hefur í dag tekið við vatnssýnum til rannsóknar frá íbúum á öskusvæðunum suðaustanlands en talið er að vatnsból hafi mengast á nokkrum bæjum. Menn vonast þó til að veiðiár héraðsins spillist ekki vegna öskunnar. Innlent 26.5.2011 20:08
Enn hætta á öflugum öskustrókum úr gígnum Ekkert hefur sést til gosmakkar úr Grímsvötnum frá því í fyrrinótt. Eftir hádegi í dag sást þó til gufubólstra úr gígnum sem náðu í um 2000 metra hæð og segir í nýrri stöðuskýrslu frá Almannavörnum að ekki sé hægt að útiloka að öflugir öskustrókar geti komið fyrirvaralaust úr gígnum og er því enn varað við því að fólk ferðist að gígnum. Innlent 26.5.2011 16:49
Skaftafell opnað klukkan fimm Skaftafelli, suðurhluti Vatnajökulsþjóðgarðs, verður svæðið formlega opnað á ný klukkan fimm í dag. Vaskir vinnumenn hafa unnið sleitulaust að því síðustu daga að hreinsa svæðið eftir öskufall. Innlent 26.5.2011 16:06
Slökkviliðsmenn frá Isavia fóru austur til hreinsunarstarfa Harðsnúið lið slökkviliðsmanna frá Isavia fór í morgun til að aðstoða við hreinsunarstarf vegna öskufalls úr eldgosinu í Grímsvötnum. Innlent 26.5.2011 14:45
Katrín tekur til hendinni á Klaustri Starfsmenn Iðnaðarráðuneytisins láta hendur standa fram úr ermum í dag með Katrínu Júlíusdóttur ráðherra í broddi fylkingar. Um tuttugu manna hópur úr ráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu fór austur á gossvæðið til þess að hjálpa til við hreinsunarstörfin sem eru að vonum ærin. Innlent 26.5.2011 14:17
Sótsvartir jakar á Jökulsárlóni Þessar fallegu myndir af Jökulsárlóni tók Elva Björg Elvarsdóttir, fjórtán ára gömul stelpa í dag. Hún er stödd hjá ættingum sínum á Hestgerði við Höfn í Hornafirði og fór að lóninu í dag til að virða fyrir sér jakana, sem eru orðnir svartir af ösku eins og sést á myndunum. Þetta er flott, en ekki samt út af góðum ástæðum,“ segir Elva. Hún er búsett í Hveragerði, en kemst ekki heim vegna þess að leiðin austur hefur verið lokuð vegna gossins. Hún vonast þó til að komast heim á morgun. Innlent 23.5.2011 20:15
Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Innlent 23.5.2011 19:09
Atvinnulausir og námsmenn fá vinnu á gossvæðunum Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. Innlent 23.5.2011 18:55
Ekki hundi út sigandi "Það er ekki hundi út sigandi,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, í samtali við fréttastofu. Kristján Már Unnarsson ræddi við hana í heimabyggð, skammt frá gosinu, nú í kvöld. Innlent 23.5.2011 18:46
Allir flugvellir opnir Allir flugvellir á Íslandi hafa verið opnaðir. Þeir opnuðu rétt eftir klukkan sex í dag. Vélar eru á leið til Heathrow flugvallar í Lundúnum. Í kvöld er svo gert ráð fyrir að ein vél fari til Washington og að tvær vélar fari til Kaupmannahafnar. Allt millilandaflug hefur legið niðri frá því í gær vegna eldgossins. Innlent 23.5.2011 18:29
Birtir til á Kirkjubæjarklaustri Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag. Innlent 23.5.2011 16:55
Engar bilanir hjá Mílu - viðbúnaður enn á hættustigi Engar bilanir eða truflanir hafa orðið í fjarskiptakerfi Mílu á gossvæðinu í Grímsvötnum. Þetta á einnig við um örbylgjusambönd, en öskufall virðist ekki hafa áhrif á þau. Áfram verður fylgst með styrk þeirra. Í tilkynningu frá Mílu segir að lokið hefur verið við að þétta loftinntök og hurðaop í tækjahúsum á svæðinu. Verið er að yfirfara síur í tækjahúsum og verður það gert daglega. Mat neyðarstjórnar er að viðbúnaður Mílu sé enn á „Hættustigi" miðað við framvindu eldgoss Í Grímsvötnum. Neyðarstjórn fylgist með þróun mála og fundar eins oft þörf krefur Innlent 23.5.2011 14:15
Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum. Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga. Innlent 23.5.2011 14:12
Tekist á við öskufallið Svartamyrkur hefur verið í morgun vegna öskufalls á svæðinu milli Mýrdalssands og Skeiðar-ár-sands og er allt athafnalíf þar meira og minna lamað af þeim sökum. Kristján Már Unnarsson fréttamaður Stöðvar 2 er á Kirkjubæjarklaustri og hann ræddi við Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra Skaftárhrepps og Adolf Árnason, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 23.5.2011 13:57
Veginum lokað frá Höfn og til Djúpavogs Óveður er og ekkert ferðafæri á milli Hafnar og Djúpavogs. Að sögn lögreglunnar á Höfn hafa ökumenn verið missa framrúður úr bílum sínum í veðurhamnum og einn ökumaður missti allar rúður úr bíl sínum við Hvalnesskriður. Mikið sandfok er á þessu svæði og því er fólki ráðið frá því að vera þarna á ferðinni eins og er. Innlent 23.5.2011 13:28
Ráðherrar ætla á gossvæðið Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ætla að fara á gossvæðið og kynna sér aðstæður um leið og samgönguleiðir opnast. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.5.2011 13:25
Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Innlent 23.5.2011 13:07
Vestmannaeyjar: Fólki ráðlagt að halda sig inni Þar sem spáð er áframhaldandi Norð- og norðaustanlægum áttum næstu tvo daga eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Grímsvötnum samkvæmt tilkynningu frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja. Innlent 23.5.2011 11:45
Krafturinn í eldgosinu svipaður og í gær Hæð gosmakkarins úr eldgosinu í Grímsvötnum hefur rokkað frá 8 til 10 kílómetrum í morgun en í gær var hann 10 til 15 kílómetra hár. Á laugardagskvöld þegar gosið byrjaði náði gosmökkurinn 20 kílómetra upp í loftið. Innlent 23.5.2011 11:22
Skyggnið ekkert - aðstæður eru hrikalegar Skyggnið við og á Kirkjubæjarklaustri er nánast ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamönnum fréttastofunnar sést varla út fyrir vélarhlíf bílsins. Innlent 23.5.2011 11:17
Enginn skóli á Kirkjubæjarklaustri alla vikuna „Ég er ekki mjög bjartsýnn á framhaldið, það er bara kolniðamyrkur hérna og ég sé varla ljósastaurana hérna fyrir utan skólann,“ segir Kjartan Kjartansson, skólastjóri í Kirkjubæjarskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk á Kirkjubæjarklaustri. Innlent 23.5.2011 10:37
Öskufall í Grímsey Íbúar Grímseyjar á Norðurlandi hafa orðið varir við öskufall í bænum. Þar er jörðin hvít eftir kalt veður undanfarna daga en að sögn heimamanns, sem fréttastofa ræddi við, liggur grá slikja yfir snjónum sem er augljóslega afleiðingar öskufalls. Innlent 23.5.2011 10:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent