Þórunn Elísabet Bogadóttir

Fréttamynd

Spádómsdýr á stórmótum

Stjarna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, að minnsta kosti utan vallar, voru ekkert bölvuðu vuvuzela-lúðrarnir eftir allt saman. Þeir féllu algjörlega í skuggann af kolkrabbanum Páli, sem hefur verið daglegur gestur í fjölmiðlum víða um heiminn síðustu vikurnar, eftir því sem leið á mótið. Umræður færðust frá því hversu ótrúlega óþolandi lúðrarnir væru yfir í yfirnáttúrulega spádómsgáfu kolkrabbans. Ekki er víst öll vitleysan eins.

Bakþankar
Fréttamynd

Naglinn á höfðinu

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísrael og appelsínurnar

Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi

Bakþankar