Rannsóknarskýrsla Alþingis Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar Innlent 29.8.2010 22:32 Kynnir rannsóknarskýrsluna fyrir þingforsetum Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar á árlegum fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem fer fram í Reykjavík í dag. Í erindi sínu mun Páll fara yfir hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna haustið 2008. Innlent 19.8.2010 11:07 Rannsóknaskýrslan mest selda bókin Rannsóknaskýrsla Alþingis er mest selda bókin frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Innlent 20.7.2010 11:15 Dregur lagagrundvöll í efa Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og einn þriggja manna í rannsóknarnefnd Alþingis, beinir hvössum spurningum til Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins í bréfi sem hann sendi þeim nýlega. Tilefnið er tilmælin sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja í framhaldi af dómi Hæstaréttar um gengistryggð bílalán. Innlent 8.7.2010 23:20 Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Innlent 27.6.2010 18:41 Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Innlent 23.6.2010 23:06 Þórunn Sveinbjarnardóttir: Nauðsynlegt að fækka ráðuneytum Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, áréttaði í ræðu sinni á eldhúsdagskráumræðum á Alþingi, að það væri nauðsynlegur hluti af því að stoppa upp í rúmlega 40 milljarða fjárlagagat að fækka ráðuneytum og sameina önnur. Innlent 14.6.2010 21:33 Fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans líklega lausir allra mála Þrír fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru væntanlega lausir allra mála vegna starfa sinna í aðdraganda bankahrunsins, eftir að settur ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til sakamálarannsóknar á hendur þeim. Þingmaður Hreyfingarinnar telur niðurstöðuna vera fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér. Innlent 7.6.2010 18:57 Fyrrverandi forstjóri FME sakar þingmenn um pólitískt sjónarspil Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi að ákvörðun þingnefndar um að senda ábendingu til setts ríkissaksóknara um meinta vanrækslu væri pólitískt sjónarspil. Innlent 31.5.2010 18:39 Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra embættismanna sem rannsóknarnefnd Alþingis telji að hafi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum í aðdraganda hrunsins. Innlent 31.5.2010 16:22 Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007 Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Innlent 28.5.2010 22:23 Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Innlent 18.5.2010 15:18 Þorvaldur Gylfason: Vill tryggja framhaldslíf rannsóknarnefndar Þorvaldur Gylfason vill festa rannsóknarnefnd Alþingis í stofnanamynd svo nefndin geti haldið starfi sínu áfram. Hann segir að það þurfi að rannsaka margt. Innlent 2.5.2010 13:08 Skýrsla rannsóknarnefndarinnar prentuð í þriðja sinn Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi kemur fram að prentuð verða 2000 Innlent 29.4.2010 15:00 Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. Innlent 29.4.2010 10:39 Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viðskipti innlent 28.4.2010 23:05 Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. Innlent 27.4.2010 22:09 Skilanefnd kannar hvort birta megi styrki til stjórnmálamanna Skilanefnd Glitnis er að kanna hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að birta upplýsingar um styrkveitingar Glitnis til stjórnmálamanna með sama hætti og skilanefndir Kaupþings og Landsbanka Íslands hafa gert. Innlent 26.4.2010 23:01 Fengu milljónir að láni hjá Milestone Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Viðskipti innlent 26.4.2010 23:02 Umhverfisráðuneytið vill læra af rannsóknarskýrslunni Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins. Innlent 26.4.2010 15:58 Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Innlent 25.4.2010 23:08 Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. Innlent 25.4.2010 13:55 Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag. Innlent 24.4.2010 19:39 Rannsaka þarf sparisjóðina Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. Innlent 23.4.2010 22:31 Björgólfur Thor verður þér góður vinur Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu. Innlent 22.4.2010 22:58 Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Viðskipti innlent 22.4.2010 22:58 Fasteignalánin voru „tómt rugl“ Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana. Viðskipti innlent 21.4.2010 21:58 Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Viðskipti innlent 19.4.2010 18:07 Framkvæmdin önnur en í Noregi Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Innlent 18.4.2010 22:39 Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Viðskipti innlent 16.4.2010 22:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 14 ›
Kynnir rannsóknarskýrsluna fyrir þingforsetum Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, gerir grein fyrir störfum nefndarinnar á árlegum fundi forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem fer fram í Reykjavík í dag. Í erindi sínu mun Páll fara yfir hvernig staðið var að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna haustið 2008. Innlent 19.8.2010 11:07
Rannsóknaskýrslan mest selda bókin Rannsóknaskýrsla Alþingis er mest selda bókin frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Innlent 20.7.2010 11:15
Dregur lagagrundvöll í efa Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og einn þriggja manna í rannsóknarnefnd Alþingis, beinir hvössum spurningum til Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins í bréfi sem hann sendi þeim nýlega. Tilefnið er tilmælin sem stofnanirnar sendu til fjármálafyrirtækja í framhaldi af dómi Hæstaréttar um gengistryggð bílalán. Innlent 8.7.2010 23:20
Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Innlent 27.6.2010 18:41
Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Innlent 23.6.2010 23:06
Þórunn Sveinbjarnardóttir: Nauðsynlegt að fækka ráðuneytum Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, áréttaði í ræðu sinni á eldhúsdagskráumræðum á Alþingi, að það væri nauðsynlegur hluti af því að stoppa upp í rúmlega 40 milljarða fjárlagagat að fækka ráðuneytum og sameina önnur. Innlent 14.6.2010 21:33
Fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans líklega lausir allra mála Þrír fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru væntanlega lausir allra mála vegna starfa sinna í aðdraganda bankahrunsins, eftir að settur ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til sakamálarannsóknar á hendur þeim. Þingmaður Hreyfingarinnar telur niðurstöðuna vera fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér. Innlent 7.6.2010 18:57
Fyrrverandi forstjóri FME sakar þingmenn um pólitískt sjónarspil Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi að ákvörðun þingnefndar um að senda ábendingu til setts ríkissaksóknara um meinta vanrækslu væri pólitískt sjónarspil. Innlent 31.5.2010 18:39
Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra embættismanna sem rannsóknarnefnd Alþingis telji að hafi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum í aðdraganda hrunsins. Innlent 31.5.2010 16:22
Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007 Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi. Innlent 28.5.2010 22:23
Rannsóknarskýrslan rædd í fræðilegu ljósi Háskóli Íslands mun bjóða stúdentum sérstakt fjölfræðilegt námskeið í sumar þar sem fjallað verður um hrunið í fræðilegu ljósi. Um er að ræða tvö 6 eininga námskeið á BA stigi, sem haldin eru í samfellu. Hið fyrra verður frá 20. maí til 8. júní og hið síðara frá 10. júní til 29. júní. Nemendur geta tekið hvort sem er 6 eða 12 einingar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HÍ. Innlent 18.5.2010 15:18
Þorvaldur Gylfason: Vill tryggja framhaldslíf rannsóknarnefndar Þorvaldur Gylfason vill festa rannsóknarnefnd Alþingis í stofnanamynd svo nefndin geti haldið starfi sínu áfram. Hann segir að það þurfi að rannsaka margt. Innlent 2.5.2010 13:08
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar prentuð í þriðja sinn Ákveðið hefur verið að prenta þriðju prentun af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem skýrslan eru uppseld í mörgum bókaverslunum. Í fréttatilkynningu frá Alþingi kemur fram að prentuð verða 2000 Innlent 29.4.2010 15:00
Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. Innlent 29.4.2010 10:39
Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Viðskipti innlent 28.4.2010 23:05
Tölur um styrki til flokka stemma ekki Tölur sem rannsóknarnefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Landsbanka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. Innlent 27.4.2010 22:09
Skilanefnd kannar hvort birta megi styrki til stjórnmálamanna Skilanefnd Glitnis er að kanna hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að birta upplýsingar um styrkveitingar Glitnis til stjórnmálamanna með sama hætti og skilanefndir Kaupþings og Landsbanka Íslands hafa gert. Innlent 26.4.2010 23:01
Fengu milljónir að láni hjá Milestone Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005. Viðskipti innlent 26.4.2010 23:02
Umhverfisráðuneytið vill læra af rannsóknarskýrslunni Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins. Innlent 26.4.2010 15:58
Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. Innlent 25.4.2010 23:08
Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. Innlent 25.4.2010 13:55
Mikilvægar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna mikilvægar vísbendingar um umfangsmikla refsiverða háttsemi í rekstri fjármálastofnana og tengdra aðila. Þetta kom meðal annars fram í erindi Sigurðar Tómasar Magnússonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík, á ráðstefnu um rannsóknarskýrsluna sem fram fór í HR í dag. Innlent 24.4.2010 19:39
Rannsaka þarf sparisjóðina Rannsóknarnefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld. Innlent 23.4.2010 22:31
Björgólfur Thor verður þér góður vinur Actavis naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til að hasla sér völl í lýðveldinu Serbíu. Innlent 22.4.2010 22:58
Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Viðskipti innlent 22.4.2010 22:58
Fasteignalánin voru „tómt rugl“ Fasteignalán bankanna voru „tómt rugl“ að mati Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir hann lánin hafa verið á alltof lágum vöxtum og að hann hafi verið hissa að erlend matsfyrirtæki tækju ekki í taumana. Viðskipti innlent 21.4.2010 21:58
Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Viðskipti innlent 19.4.2010 18:07
Framkvæmdin önnur en í Noregi Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Innlent 18.4.2010 22:39
Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Viðskipti innlent 16.4.2010 22:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent