Talstöðin

Fréttamynd

2 daga fangelsi fyrir lakkrís

Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí.

Innlent
Fréttamynd

Kærð fyrir húsbrot

Ríkissaksóknari hefur gefið út á ákærur á hendur þremenningunum sem mótmæltu með skyrskvettum á alþjóðlegu álráðstefnunni á Hótel Nordica fyrir skemmstu. Ákæran beinist gegn þeim Ólafi Páli Sigurðssyni, Paul Gill og loks Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Áttum öll jafnan þátt

Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Halldór: Hótaði aldrei stjórnarslitum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ýmislegt sem komið hefur fram í Fréttablaðinu að undanförnu um sölu bankanna ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í samtali við Talstöðina segir Halldór það vitleysu að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna sölu VÍS til Samsonarfélaga. Davíð Oddsson hefði þurft að taka ákvörðun um slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Fegurðarsamkeppni í fréttamennsku

Í hvert einasta sinn sem þessir ríkisstjórnarflokkar sýna vald sitt með þessum hætti – þá heldur maður að nú hljóti þeim sjálfum að hafa blöskrað – nú hljóti að vera komið nóg – þetta geti ekki gengið svona endalaust. Valdníðslan – fyrirlitningin. En það er greinilega aldrei komið nóg – hver ótrúlega mannaráðningin eftir aðra – öll þessi ár – það þyrfti reyndar að fara að taka það saman – Hæstarétt, Ríkisútvarpið, umboðsmann barna – æ, ég hef ekki geð í mér til að halda því áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðlaunuð fyrir Talstöðina

Arna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, var á dögunum verðlaunuð fyrir nafngiftina á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Arna sendi inn fjórar tillögur: Hljóðvarpið, Málstöðin, Útvarp Ísland og Talstöðin, en það var sem fyrr segir síðastnefnda tillagan sem varð fyrir valinu á nýju útvarpsstöðinni.

Innlent