Efnahagsmál

Fréttamynd

Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?

Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti

Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs

Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum.

Innlent
Fréttamynd

AGS segir að efla þurfi eftir­lit með líf­eyris­sjóðum

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála.

Innherji
Fréttamynd

Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.

Innherji
Fréttamynd

Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri

„Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga

Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu

Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi.

Innlent
Fréttamynd

Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni

Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Spár um vaxta­hækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta

Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust.

Innherji