Samgöngur

Fréttamynd

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­braut í stokk og nýr mið­bær við Smára

Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­laus Laugar­dalur og fleiri hug­myndir

Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði?

Skoðun
Fréttamynd

Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn

Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Innlent
Fréttamynd

Hæg umferð í höfuðborginni

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar.

Innlent
Fréttamynd

Borgarlínan

Borgarlínan gengur út á að gera almenningssamgöngur að þægilegum og aðgengilegum ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu verða ferðir vagna tíðar og áreiðanlegar þar sem sérrými fyrir vagna Borgarlínu tryggja að þeir munu geta komist á milli staða á annatíma án áhrifa umferðarþunga á öðrum akreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Heimatilbúinn vandi Reykjavíkurborgar

Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð

Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kynna sigur­til­lögu um gagn­gera breytingu á Lækjar­torgi

Opinn fundur um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn milli klukkan 9 og 11 í dag. Fundurinn mun hefjast á því að forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur tilkynna um úrslit í hugmyndasamkeppni um endurgerð Lækjartorgs. Þar á eftir verður sigurtillagan kynnt en um að er að ræða gagngera breytingu á torginu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngu- og þróunar­ásar höfuð­borgar­svæðisins

Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar.

Innlent