Sjávarútvegur

Fréttamynd

Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara?

Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti.

Skoðun
Fréttamynd

Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni)

Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávar­út­vegs­stefna Við­reisnar II

Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar munu milljón Íslendingar búa?

Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa?

Skoðun
Fréttamynd

Hið raun­veru­lega lím ríkis­stjórnar

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg.

Skoðun
Fréttamynd

Betur sjá augu en auga

Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sjávar­út­vegur í fjötrum

Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður

„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar.

Skoðun
Fréttamynd

Grunsemdir um smit um borð í Kap

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap VE II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi

Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Furðuskrif um strandveiðar

Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“.Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins.Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“.

Skoðun
Fréttamynd

Til varnar strandveiðum

Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist hún taka undir málflutning Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem sagði að sauðfjárrækt væri áhugamál en ekki atvinna. Aðalheiður sér handfæraveiðar sem rómantískt áhugamál en ekki atvinnu. Því fer fjarri.

Skoðun
Fréttamynd

Á­greiningur vegna veiði­gjalda heldur á­fram

Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. 

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðar - Verk ganga orðum framar

Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við svari Heið­rúnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála.

Skoðun