Bandaríkin

Fréttamynd

Ný flaug flaug lengra en áður

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert.

Erlent
Fréttamynd

Trump lék ruslakarl í Wisconsin

Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum.

Erlent
Fréttamynd

Sagði Trump heltekinn hefndarvilja

Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Trump hníf­jöfn viku fyrir kosningar

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi Demókrata til forseta og Donald Trump frambjóðandi Repúblikana og fyrrverandi forseti mælast hnífjöfn í könnunum. Silja Bára Ómarsdóttir, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, segir stöðuna ekki hafa verið svo jafna áður.

Innlent
Fréttamynd

Adidas og Ye sættast

Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teri Garr látin

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Lífið
Fréttamynd

Skagastelpan sem gerðist mennta­skóla­kennari í Flórída

Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Lífið
Fréttamynd

Bitcoin, gull og hrá­vörur fá aukna at­hygli fjár­festa

Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina.

Umræðan
Fréttamynd

Lokaði unnustann í ferða­tösku þar til hann lést

Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek fyrir manndráp í gær fyrir dómstólum í Orlando-borg í Flórída. Árið 2020 lokaði hún unnusta sinn í ferðatösku í nokkra klukkutíma þar til hann lést. 

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu

Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um­sátur og of­beldi við kjör­staði

Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja skaðann „tak­markaðan“ eftir á­rásir næturinnar

Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Enn allt í járnum skömmu fyrir kjör­dag

Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn í könnunum en einungis ein og hálf vika er í forsetakosningarnar vestanhafs. Viðleitni Harris til að ná til kjósenda á hægri væng bandarískra stjórnmála er sögð fara í taugarnar á hluta stuðningsmanna hennar.

Erlent
Fréttamynd

Musk sagður í reglu­legum sam­skiptum við Pútín

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur átt í reglulegum samskiptum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa rætt um persónuleg málefni, viðskiptatengd mál og alþjóðleg deilumál.

Erlent
Fréttamynd

Leggur til að Men­endez bræðrunum verði sleppt á reynslu­lausn

Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 

Erlent
Fréttamynd

Segir spjallþjarka bera á­byrgð á sjálfs­vígi sonar hennar

Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones.

Erlent
Fréttamynd

Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögu­lega dóms­mála­ráð­herra

Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Tarsan-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Ron Ely, sem þekktastur er fyrir að hafa túlkað Tarsan í samnefndum sjónvarpsþáttum undir lok sjöunda áratugarins, er látinn, 86 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Segir Trump fas­ista sem dáist að ein­ræðis­herrum

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti.

Erlent