Umhverfismál

Fréttamynd

Vatns­verndar­svæði höfuð­borgar­svæðisins

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra

„Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Til áréttingar vegna Carbfix

Það er afar mikilvægt að Carbfix-verkefnið njóti sannmælis líkt og önnur helstu verkefni sem ætlað er að binda koldíoxíð frá iðnaði, jarðvarmanýtingu og samgöngum. Nokkur grundvallatratriði varðandi Carbfix eru þessi, umræðunni til gagns:

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi?

Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf hraðan sam­drátt til að af­tengja lofts­lags­tíma­sprengju

Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju.

Erlent
Fréttamynd

Stelpur, hafið þið heyrt um LSD?

Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­laugur Þór telur sig van­hæfan og stígur til hliðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann.

Innlent
Fréttamynd

„Flókið“ að í­búar þurfi nú að að­greina plast í fjóra flokka

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag

Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Dragi úr notkun einka­bíla og vinni heima vegna loft­mengunar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Engar undan­þágur!

Stjórnir Ungra umhverfissinna og Landverndar telja að breyttar reglur um losunargjöld á flug séu nauðsynlegt skref til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi og telja að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óska eftir undanþágum frá reglunum.

Skoðun
Fréttamynd

Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni

Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

BBC neitar ásökunum um ritskoðun

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC, um að sýna ekki lokaþátt úr Wild Isles, nýrri þáttaröð Davids Attenborough hefur vakið hörð viðbrögð. Umræddur þáttur fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra en samkvæmt heimildum The Guardian var hætt við að sýna þáttinn þar sem forsvarsmenn BBC óttuðust gagnrýnisraddir frá Íhaldsflokknum og hægri sinnuðum fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

BBC sýnir ekki Atten­bor­ough af ótta við hægri­menn

Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi

Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Innlent
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legu sam­komu­lagi náð

Eftir að hafa verið í viðræðum í tæplega tuttugu ár hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna loksins komist að samkomulagi um að vernda vistkerfi í úthöfum jarðarinnar. Samningar náðust í New York í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun

Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið.

Erlent
Fréttamynd

Engri losun vegna kola sópað undir teppið

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið fæst ekki heldur af­hent frá Evrópu

Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu

Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár.

Innlent