Umhverfismál

Fréttamynd

Flugu yfir At­lants­hafið á fitu og sykri

Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópu­meistarar í raf­tækja­úr­gangi

Freyr Eyjólfsson umhverfisverndarsinni hefur skorið upp herör gegn Svörtum fössara. Hann segir Íslendinga umhverfissóða og kaupæðið sem verið er að efna til í dag sé enn eitt sprekið á bál neysluhyggjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Við erum hér og vertu með

Umhverfis- og loftslagsmál eru í brennidepli og við verðum öll vör við ægimátt náttúruaflanna sem eru sífellt að verða sýnilegri. Það sem má þó ekki gleymast eru þær aðgerðir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Vöndum okkur

Við erum líklega flest meðvituð um það að ofneysla veitir okkur ekki hamingju, og að í raun gengur hún á möguleika okkar og annarra til að vera hamingjusöm. Við eyðum fjármagni í vörur sem koma okkur ekki að neinu gagni, veita okkur enga hamingju og enda jafnvel beint í ruslinu - við kaupum til að henda.

Skoðun
Fréttamynd

Fæst hamingjan á út­sölu?

Hvað lætur okkur líða vel? Árið 2008 fól breska ríkisstjórnin samtökunum New Economic Foundation að safna saman niðurstöðum úr fjölda rannsókna sem hafa skoðað hvað það er sem eykur lífshamingju og vellíðan fólks um heim allan.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

Hvað verður um plastið þitt?

Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna.

Skoðun
Fréttamynd

Ægisíðan veru­lega ó­geðs­leg

Bjarni Brynjólfsson fyrrverandi upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir ástandið við Ægisíðuna slæmt og fjörukantinn þar verulega ógeðslegan: Endalausar skólpleifar í þarabunkum, leifar af klósettpappír og fleira miður geðslegt.

Innlent
Fréttamynd

Land­vernd styður Grinda­vík

Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Af­hverju strætó?

Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtum betur og njótum verðmætanna

Ef metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum eiga að nást er mikilvægt að auka hringrás auðlinda hér á landi. Sjálfbær nýting auðlinda verður sífellt mikilvægari. Hringrásarhagkerfið byggir á að lágmarka auðlindanotkun eins og kostur er og viðhalda verðmætum þeirra auðlinda sem eru teknar í notkun eins lengi og mögulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað verður um pappírinn þinn?

Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi.

Skoðun
Fréttamynd

Hlutaveikin

Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað verður um blandaða ruslið þitt?

Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Nægju­samur nóvember – Taktu þátt!

Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Við hendum of miklu af mat

Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram.

Skoðun