Marel

Fréttamynd

Stjórn Marel vill skerpa á lang­tíma­hvötum stjórn­enda

Stjórn Marel mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins sem miðar að því að breyta langtímahvatakerfi félagsins úr kaupréttum í svokölluð frammistöðutengd hlutabréf sem eru háð því að fyrir fram skilgreindum markmiðum sé náð. Með breytingunni vill stjórnin skapa betra jafnvægi milli skammtíma- og langtímahvata, auk þess að færast nær alþjóðlegum viðmum.

Innherji
Fréttamynd

Stóru sjóðirnir stækkuðu stöðu sína í Marel fyrir á annan tug milljarða

Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum Gildi, juku nokkuð við hlutabréfastöðu sína í Marel á árinu 2022 samhliða því að hlutabréfaverð félagsins gaf mikið þegar það þurfti að glíma við brostnar aðfangakeðjur og hækkandi afurðaverð sem kom mikið niður á afkomu þess. Staðan hefur núna snúist við og útlit fyrir að Marel nái rekstrarmarkmiðum sínum fyrr en áður var talið en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Marels hækkar í kjöl­far verð­mats ABN Amro

Hollenski bankinn ABN Amro heldur því fram í nýlegri greiningu á Marel að verðlagning félagsins sé orðin „aðlaðandi“ og mælir með kaupum í félaginu. Það sem af er degi hefur gengi bréfa Marels hækkað um tæp þrjú prósent.

Innherji
Fréttamynd

Skásta af­koman hjá Arð­­greiðslu­­sjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði

Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Viðar Er­lings­son tekur við Marel Software Solutions

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti
Fréttamynd

Tek­ur Árni við af Árna?

Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir í íslensku atvinnulífi hafa litið svo á að Árni Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, væri líklegastur til að taka við forstjórastólnum þegar Árni Oddur Þórðarson myndi vilja beina kröftum sínum annað.

Klinkið
Fréttamynd

Marel sýnt að það getur lækkað skuldahlutfallið „hratt“

Stjórnendur Marels segja að félagið hafi margítrekað sýnt að það getur lækkað skuldahlutfall sitt hratt eftir að hafa ráðist í stórar yfirtökur. Ekki kemur til greina að lækka útgefið markmið félagsins um skuldsetningu þrátt fyrir að vaxtakostnaður hafi aukist talsvert. Erlendir greinendur tóku vel í uppgjör Marels sem þeir sögðu gefa til kynna að sterkur rekstrarbati væri í vændum.

Innherji
Fréttamynd

Marel fellur í verði eftir uppgjör og 25 milljarða lán til stærsta hluthafans

Gengi bréfa Marels, verðmætasta fyrirtækisins í Kauphöllinni, lækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum í morgun. Félagið birti í gærkvöldi uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung og þá upplýsti stærsti hluthafi Marels um 175 milljóna evra lánasamning við tvö erlend fjárfestingarfélög með breytirétti í allt að átta prósenta hlut í Marel.

Innherji
Fréttamynd

Leggja Eyri til 25 milljarða og geta eignast átta prósenta hlut í Marel

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, hefur gengið frá samkomulagi við erlendu fjárfestingarsjóðina JNE Partners og The Boupost Group um að leggja Eyri til 175 milljónir evra, jafnvirði um 25 milljarða íslenskra króna, í lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir um leið kauprétt að allt að rúmlega átta prósenta hlut í Marel frá Eyri Invest í lok lánstímans í nóvember 2026.

Innherji
Fréttamynd

Rekstrarhagnaður Marels jókst um 30 prósent og var yfir spám greinenda

Marel færist markmiði sínu um að skila 14 til 16 prósenta EBIT-framlegð fyrir árslok 2023 eftir að félagið skilaði rekstrarhagnaði upp á 46,2 milljónir evra, jafnvirði 6,6 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um nærri 30 prósent frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður Marels var talsvert yfir meðalspá greinenda, og sömuleiðis tekjur félagsins sem voru samtals tæplega 451 milljón evra á fjórðungnum.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­a­bréf á sigl­ing­u með Mar­el í stafn­i

Hlutabréfaverð hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum dögum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um ellefu prósent á einni viku. Þar munar miklu um að Marel, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur hækkað um 14 prósent. Fjárfestar gera sér vonir um að uppgjör fyrirtækisins, sem birtist á morgun, verði gott.

Innherji
Fréttamynd

Á­formar að styrkja fjár­hags­stöðuna eftir helmings­lækkun á Marel

Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.

Innherji
Fréttamynd

Undirbúningur sjóða sem seldu íslensku bréfin „langur og vel skipulagður“

Ótti innlendra fjárfesta um að það sé talsvert uppsafnað framboð af hlutabréfum sem ekki hafi náðst að selja á þeim verðum þegar erlendir vísitölusjóðir komu inn á markaðinn í uppboði eftir lokun Kauphallarinnar síðasta föstudag skýrir meðal annars það verðfall sem hefur orðið á bréfum flestra skráða félaga í vikunni. 

Innherji
Fréttamynd

Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan

Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels

Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni.

Klinkið