Belgíski boltinn

Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kominn á blað í Belgíu

Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn á blað í Belgíu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir B-deildarlið Beerschot í öruggum 4-0 sigri á Royal Knokke í belgísku bikarkeppninni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildar­sigra

Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta deildarleik Jóns Dags í Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, lék fyrstu 80 mínúturnar tæpar þegar lið hans OH Leuven lagði KV Kortrijk að velli með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð belgísku efstu deildarinnar í kvöld. 

Fótbolti