Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Orri Steinn ekki með gegn Eng­landi og Hollandi

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur þurft að draga sig út úr hópi íslenska A-landsliðsins í fótbolta sem spilar á næstu dögum vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Í hans stað kemur Sævar Atli Magnússon inn í hópinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar

Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir þurfa að vera heilir til að fá að spila“

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir komandi vináttuleiki. Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide sammæltust um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“

Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. 

Fótbolti
Fréttamynd

Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr

Arnór Sigurðs­son, leik­maður Black­burn Rovers, viður­kennir að undan­farnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skaga­maðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólsku­legri tæk­lingu í mikil­vægum leik Ís­lands og Ísrael á dögunum. Tæk­ling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tíma­bilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beðið niður­stöðu varðandi meiðsli Svein­dísar: „Brotið hart og ljótt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta er heilt fyrir sáttur með frammi­stöðu liðsins í fyrri hálf­leik í 3-1 tapi gegn Þýska­landi í undan­keppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Svein­dís Jane fór meidd af velli eftir fólsku­legt brot og segir Þor­steinn að beðið sé eftir niður­stöðu um það hversu al­var­leg meiðslin séu í raun og veru.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir von á mikil­vægum til­boðum í Albert

Fé­lags­skipta­sér­fræðingurinn Fabrizio Roma­no segir frá því í morgun í færslu á sam­fé­lags­miðlinum X að for­ráða­menn Genoa búist við nokkrum til­boðum frá öðrum fé­lögum í ís­lenska lands­liðs­manninn Albert Guð­munds­son, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með ís­lenska lands­liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge Hareide: Framtíðin er björt

„Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum svo ó­geðs­lega ná­lægt þessu“

„Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir eftir að hafa tapað svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um það að þurfa að mæta í viðtal eftir grátlegt tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann var alltaf mættur“

Jón Dagur Þorsteinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Íslands gegn Úkraínu. Hann sagði tapið það erfiðasta á hans ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“

Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 

Fótbolti