Héðan og þaðan

Fréttamynd

Áhorfendahópurinn breikkar

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að CRa hafi vakið upp áhuga sinn fyrir símafyrirtækjum. Þetta var fyrsta símafélagið sem hann fór inn í og það fyrsta sem hann innleysti hagnað af. Salan á CRa, sem skilaði Björgólfi Thor um 56 milljarða króna söluhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með útrás byggist upp þekking

Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skemmtilegt og viðburðaríkt ár að baki

Miklar sviptingar voru á erlendum mörkuðum á fyrri hluta ársins og markaðist starfsemi Glitnis nokkuð af þeim. Erlendir fjölmiðlar og greiningaraðilar fylgjast nú betur en nokkru sinni fyrr með íslenskum fyrirtækjum og það er raunveruleiki sem er kominn til að vera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækifærin spruttu fram á árinu

Mikið framboð af fjármagni og auknar skuldsetningar einkenndu alþjóðlega fjárfestingamarkaði á árinu 2006 líkt og árið á undan. Engu að síður má greina vatnaskil í einstaka greinum og á sumum markaðssvæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skráning Exista einn af hápunktum ársins

Árið 2006 var mikið afmælisár en við bræður héldum upp á það að 20 ár eru liðin frá stofnun Bakkavarar. Lýsing varð einnig 20 ára og Síminn fagnaði 100 ára farsælli sögu. Á sama tíma má segja að Exista sé að hefja sína sögu á mjög sterkum grunni og skráning félagsins á hlutabréfamarkað í september er án efa einn af hápunktum ársins í mínum huga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupin á West Ham efst í huga

Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Horfi með tilhlökkun til næsta árs

Það er enginn vafi á því að áframhaldandi vöxtur Exista og skráning félagsins í Kauphöll Íslands stendur upp úr í mínum huga þegar litið er yfir árið. Á vettvangi Viðskiptaráðs, þar sem ég gegni nú formennsku, var einkum eftirminnileg útgáfa skýrslu um ástand íslensks atvinnulífs og kynning á henni beggja vegna Atlantsála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ár mikilla fjárfestinga

Þetta var afar viðburðaríkt ár á öllum sviðum hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands. Skráning félagsins í Kauphöll Íslands gekk afar vel í upphafi árs. Þetta var ár mikilla fjárfestinga víðs vegar í Evrópu og Ameríku. Að sama skapi innleysti félagið góðan hagnað undir lok ársins þegar stórar einingar voru seldar fyrir mjög gott verð. Hagnaðurinn af eignasölunni var um 10,5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni

Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undiralda breytinga

Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegt orðspor og ímynd

Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stökkpallurinn sem hrundi

Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besta ár í sögu SPRON

Árið 2006 er vafalaust besta ár í sögu SPRON. Auk þess sem afkoman hefur aldrei verið betri komum við einstaklega vel út úr könnunum sem við teljum afar mikilvægar fyrir þjónustufyrirtæki eins og SPRON.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í hóp þeirra stærstu

Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stormasamt en gjöfult ár að baki

Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnufesta í úfnum sjó

Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum

Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samrunar og sókn framundan

Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skin og skúrir, en bjart framundan

Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugtak Hannesar og FL Group

Hannes Smárason er maður ársins 2006 að mati dómnefndar Markaðarins. Hann fór inn í þetta ár með ýmsar hrakspár á bakinu og efasemdir um stefnu, en kemur út úr því með innleystan hagnað fyrir á fimmta tug milljarða og með eitt öflugasta fjárfestingarfélagið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM Software styrkir Ljósið

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Stuðningurinn felst í að veita Ljósinu afnot af sjúkraskrárkerfinu Sögu, sem Ljósið fær aðgang að í gegnum iCura-kerfisveitu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vodafone með stærstu búð hér

Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone-verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöruúrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone-verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS styrkir Einstök börn

Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörðun að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Benda á veiku blettina hjá fyrirtækjum

Á annað þúsund fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota eða fengið á sig árangurslaust fjárnám innan tólf mánaða gangi spár LT-skors Lánstrausts eftir. Upplýsingar úr ársreikningaskrá og vanskilaskrá eru veigamestu upplýsingarnar við útreikninga á ógjaldfærni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm þúsund manns hjá Sko

Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eru með Corbis á sínum snærum

Íslenska ljósmyndaumboðsstofan IPA (Icelandic photo agency) er orðin umboðsaðili Corbis á Íslandi. Sigurður Jökull Ólafsson ljósmyndari, sem er í forsvari fyrir IPA, segir umboðið þegar tekið að auka hjá ljósmyndaumboðsstofunni viðskiptin, en áður hafi nokkuð verið um að menn keyptu beint af Corbis í útlöndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar

Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof.

Viðskipti innlent