Gróðureldar á Íslandi Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. Innlent 24.3.2023 07:09 Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Innlent 23.3.2023 22:28 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. Innlent 23.3.2023 18:30 Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Innlent 23.3.2023 15:20 Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. Innlent 23.3.2023 13:22 Er hætta á gróðureldum á Íslandi? Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun. Skoðun 17.5.2022 08:00 Gróðureldum fjölgar og þörf á að efla viðbúnað slökkviliðs Árið 2021 voru 186 gróðureldar skráðir á Íslandi og hefur þeim farið verulega fjölgandi en árið 2018 voru þeir 76. Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir nauðsynlegt að efla viðbúnað slökkviliðs og fjárfesta í fleiri slökkviskjólum. Innlent 17.2.2022 10:05 Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.1.2022 07:25 „Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. Innlent 1.1.2022 07:19 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. Innlent 1.1.2022 00:28 Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Innlent 31.12.2021 09:15 Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. Innlent 25.12.2021 08:01 Vara við því að kveikja eld vegna þurrka Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista. Innlent 2.9.2021 16:28 Slökkvistarfi vegna gróðurelds á Akureyri nær lokið Eldur kviknaði í gróðri á austurbakka Glerár fyrir um klukkutíma síðan. Slökkvistarfi er nær alveg lokið en verið er að slökkva í síðustu glæðunum að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Innlent 2.7.2021 20:40 Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum aflétt Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu. Innlent 31.5.2021 17:49 Segir gróðureldavána komna til að vera Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Innlent 30.5.2021 20:49 Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. Innlent 28.5.2021 13:35 Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. Innlent 27.5.2021 07:34 Glíma við sinubruna á Akureyri Slökkvilið Akureyrar hefur verið kalla út vegna sinubruna við Lundeyri á Bótinni, skammt austan við Þverholt og vestan við smábátahöfnina. Innlent 26.5.2021 11:13 Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi. Innlent 25.5.2021 18:49 Búið að slökkva í sinubruna í Akrafjalli Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna Innlent 23.5.2021 13:07 Ný slökkviskjóla tekin í gagnið Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum. Innlent 22.5.2021 11:07 Hressileg rigning en skammvinn Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið. Innlent 19.5.2021 23:49 Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 19.5.2021 22:46 Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 19.5.2021 08:03 Berjast við sinueld í Hvalfirði Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum. Innlent 18.5.2021 22:39 Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28 Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. Innlent 15.5.2021 00:03 Ekki lengur hættustig á Reykjanesi en NV-land bætist á listann Ekki er lengur hættustig vegna gróðurelda í gildi á Reykjanesi vegna úrkomu þar en hættustig hefur verið sett í gildi á norðvesturhluta landsins. Þar var áður óvissustig. Innlent 14.5.2021 15:44 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. Innlent 24.3.2023 07:09
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Innlent 23.3.2023 22:28
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. Innlent 23.3.2023 18:30
Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Innlent 23.3.2023 15:20
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. Innlent 23.3.2023 13:22
Er hætta á gróðureldum á Íslandi? Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun. Skoðun 17.5.2022 08:00
Gróðureldum fjölgar og þörf á að efla viðbúnað slökkviliðs Árið 2021 voru 186 gróðureldar skráðir á Íslandi og hefur þeim farið verulega fjölgandi en árið 2018 voru þeir 76. Starfshópur á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir nauðsynlegt að efla viðbúnað slökkviliðs og fjárfesta í fleiri slökkviskjólum. Innlent 17.2.2022 10:05
Gróðureldar og flugeldastúss á borði lögreglu í nótt Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.1.2022 07:25
„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. Innlent 1.1.2022 07:19
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. Innlent 1.1.2022 00:28
Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Innlent 31.12.2021 09:15
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. Innlent 25.12.2021 08:01
Vara við því að kveikja eld vegna þurrka Almannavarnanefnd Austurlands hefur varað við því að opnir eldar verði kveiktir. Þá eru íbúar hvattir til að fara varlega í notkun gas- og kolagrilla auk verkfæra sem geta gefið frá sér neista. Innlent 2.9.2021 16:28
Slökkvistarfi vegna gróðurelds á Akureyri nær lokið Eldur kviknaði í gróðri á austurbakka Glerár fyrir um klukkutíma síðan. Slökkvistarfi er nær alveg lokið en verið er að slökkva í síðustu glæðunum að sögn varðstjóra slökkviliðsins. Innlent 2.7.2021 20:40
Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum aflétt Viðbragðsstigum vegna hættu á gróðureldum hefur verið aflétt. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra hefur ákveið að aflétta bæði hættu- og óvissustigum vegna gróðurelda á svæðinu. Innlent 31.5.2021 17:49
Segir gróðureldavána komna til að vera Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu. Innlent 30.5.2021 20:49
Breytingar gerðar á óvissu- og hættustigum vegna hættu á gróðureldum Áfram verður í gildi hættustig vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, Vestfjarðakjálkanum og Norðurlandi vestra eða frá Hvalfjarðarbotni í suðri að Tröllaskaga í norðri. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er áfram í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, það er frá Siglufirði og austur á Sandvíkurheiði. Innlent 28.5.2021 13:35
Útköll vegna gróðurelda 67 talsins frá 9. apríl Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi. Innlent 27.5.2021 07:34
Glíma við sinubruna á Akureyri Slökkvilið Akureyrar hefur verið kalla út vegna sinubruna við Lundeyri á Bótinni, skammt austan við Þverholt og vestan við smábátahöfnina. Innlent 26.5.2021 11:13
Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi. Innlent 25.5.2021 18:49
Búið að slökkva í sinubruna í Akrafjalli Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna Innlent 23.5.2021 13:07
Ný slökkviskjóla tekin í gagnið Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum. Innlent 22.5.2021 11:07
Hressileg rigning en skammvinn Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið. Innlent 19.5.2021 23:49
Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 19.5.2021 22:46
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 19.5.2021 08:03
Berjast við sinueld í Hvalfirði Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum. Innlent 18.5.2021 22:39
Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28
Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. Innlent 15.5.2021 00:03
Ekki lengur hættustig á Reykjanesi en NV-land bætist á listann Ekki er lengur hættustig vegna gróðurelda í gildi á Reykjanesi vegna úrkomu þar en hættustig hefur verið sett í gildi á norðvesturhluta landsins. Þar var áður óvissustig. Innlent 14.5.2021 15:44