Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Innlent 9.4.2025 19:02
Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Innlent 9.4.2025 14:40
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. Innlent 8.4.2025 18:57
Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu ætlar Grindavík að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar í Grindavík. Íslenski boltinn 4. apríl 2025 14:29
Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. Innlent 4. apríl 2025 06:48
Enn skjálftahrina við Trölladyngju Enn er í gangi skjálftahrina við Trölladyngju. Snarpur skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 23 og mældist um 3,9. Upptök skjálftans voru á milli Sveifluháls og Trölladyngju. Innlent 3. apríl 2025 23:03
Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt um klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann um 3,6 og eru upptök hans við Trölladyngju þar sem nú á sér stað gikkskjálftahrina. Innlent 3. apríl 2025 18:08
Stuttu eldgosi lokið Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi. Innlent 3. apríl 2025 15:16
Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum. Innlent 3. apríl 2025 06:25
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Innlent 2. apríl 2025 21:43
Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur. Innlent 2. apríl 2025 14:36
Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Innlent 2. apríl 2025 12:11
Af neyðarstigi og á hættustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Innlent 2. apríl 2025 11:39
Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Ekki hefur sést virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. Innlent 2. apríl 2025 06:45
Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku. Innlent 1. apríl 2025 23:30
Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Innlent 1. apríl 2025 20:14
„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“ Innlent 1. apríl 2025 20:10
„Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu. Innlent 1. apríl 2025 17:15
Fordæmir atvikið í Grindavík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. Innlent 1. apríl 2025 17:00
Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Innlent 1. apríl 2025 15:23
Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt. Innlent 1. apríl 2025 14:54
„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. Innlent 1. apríl 2025 12:41
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. Innlent 1. apríl 2025 12:25
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. Innlent 1. apríl 2025 11:41