Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Fyrstu rúturnar að eld­gosinu voru vel nýttar

Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Festu heitin í stein við eldgosið

Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 

Innlent
Fréttamynd

Suðri gefur eftir en Norðri gefur í

Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar.

Innlent
Fréttamynd

Rauðglóandi hraunið í rökkrinu

Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast.

Innlent
Fréttamynd

Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar

Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi

Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími að eld­gosinu í Geldinga­dölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“

Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað.

Innlent
Fréttamynd

„Fjar­stæðu­kennt er fyrir flesta að hefja gos­göngu í Grinda­vík“

Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu

Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi.

Innlent
Fréttamynd

Gosið gæti varað í mánuði eða ár

Eldgos í Geldingadölum gæti varað í marga mánuði ef ekki nokkur ár, að mati Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. Hann segir að enn sé nóg í tankinum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust

Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið.

Innlent
Fréttamynd

Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur

„Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið

Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í.

Innlent
Fréttamynd

Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar

Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“

Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Venju­legir mann­broddar duga ekki á gos­stöðvarnar

Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt.

Innlent