Meistaradeildin

Fréttamynd

Við erum miklu betri en Chelsea

Victor Valdes hefur nú sent liðsmönnum Chelsea góða ögrun fyrir stórleik liðanna á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í kvöld, en markvörðurinn ungi sagði Sky sjónvarpsstöðinni í dag að Barcelona væri einfaldlega betra lið en Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy og Beckham í sögubækurnar

Félagarnir Ruud Van Nistelrooy og David Beckham skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kvöld í stórsigri Real Madrid á Steua Búkarest. Beckham spilaði sinn 100. leik á ferlinum í keppninni og þá varð Nistelrooy aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora 50 mörk í Meistaradeildinni þegar hann skoraði glæsilegt fjórða mark spænska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson hrósar fyrirliðanum unga

Sir Alex Ferguson hlóð Wayne Rooney hrósi eftir 3-0 sigur Manchester United á FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í kvöld, en framherjinn ungi tók við fyrirliðabandinu í fyrsta sinn í fjarveru þeirra Ryan Giggs og Rio Ferdinand.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægður með óvænt gengi Celtic

Gordon Strachan var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Glasgow Celtic á portúgalska liðinu Benfica í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir árangur liðsins til þessa í keppninni framar sínum björtustu vonum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markasúpa í Meistaradeildinni

Það var mikið fjör í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og menn voru sannarlega á skotskónum á flestum vígstöðvum. Alls voru skoruð 25 mörk í leikjunum 8 í kvöld og það voru leikmenn Porto og Real Madrid sem voru iðnastir við kolann.

Fótbolti
Fréttamynd

United yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Leikur Manchester United og FC Köbenhavn er sýndur beint á Sýn og þar hafa heimamenn í Manchester 1-0 forystu með marki frá Paul Scholes. Heimamenn hafa verið miklu betri í hálfleiknum en markvörður danska liðsins hefur farið mikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry skoraði löglegt mark

Brasilíumaðurinn Gilberto var afar óhress með tap Arsenal gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld og sagði dómarann hafa dæmt fullkomlega löglegt mark af félaga sínum Thierry Henry.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal tapaði í Moskvu

Arsenal varð að sætta sig við 1-0 tap gegn CSKA Moskva í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Mark CSKA skoraði Daniel Carvalho í fyrri hálfleik, en leikurinn var mjög fjörugur. Arsenal sótti grimmt að marki CSKA eftir þetta, en bæði lið fengu reyndar dæmd af sér mörk vegna rangstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal undir í hálfleik

Arsenal er undir 1-0 gegn CSKA Moskvu í fyrsta leik dagsins í Meistardeild Evrópu. Heimamenn hafa verið mjög sprækir með Brasilíumennina Vagner Love og Daniel Carvalho fremsta í flokki, en það var einmitt sá síðarnefndi sem skoraði mark Moskvu með þrumuskoti úr óbeinni aukaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag

Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard verður ekki með gegn Bordeaux

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, getur ekki leikið með liðinu gegn Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Gerrard fór því ekki með félögum sínum til Frakklands, en vonir standa til um að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hilario er vandanum vaxinn

Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea segir að liðið sé ekki á flæðiskeri statt þó þeir Petr Cech og Carlo Cudicini séu meiddir, því þriðji markvörðurinn sé vandanum vaxinn. Hilario heitir sá kappi og gekk í raðir Chelsea í sumar, en hann hefur áður spilað gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liðið er búið að missa sinn besta leikmann

Eiður Smári Guðjohnsen segir að hans menn í Barcelona verði að skora fyrsta markið í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, því það sé mjög erfitt að lenda undir gegn jafn vel skipulögðu liði og gömlu félögum hans í Chelsea. Hann segist líka vita af hverju Chelsea hefur ekki byrjað mjög vel í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Denilson í hópnum hjá Arsenal

Brasilíski táningurinn Denilson verður í 18 manna leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 16:15. Denilson er aðeins 18 ára gamall og gekk í raðir enska liðsins frá Sao Paulo í Brasilíu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórir leikir í beinni á Sýn á morgun

Það verður óvenju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðvum Sýnar í vikunni þegar leikjunum í Meistaradeild Evrópu verða gerð góð skil að venju, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar á morgun. Þetta er vegna þess að leikur CSKA og Arsenal fer fram nokkru fyrr en aðrir leikir og hefst klukkan 16:15 á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður hugsar ekki um að skora á Stamford Bridge

Eiður Smári Guðjohnsen er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir viðureign Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið. Hann segist væntanlega muni fagna hóflega ef hann nær að skora gegn sínum gömlu félögum, en hefur meiri áhyggjur af vini sínum Petr Cech.

Fótbolti
Fréttamynd

Neville og Ronaldo klárir

Gary Neville og Cristiano Ronaldo mættu báðir á æfingu hjá Manchester United í morgun og verða því væntanlega klárir í slaginn gegn FC Kaupmannahöfn annað kvöld, en United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa. Gabriel Heinze er þó enn tæpur vegna meiðsla á læri.

Fótbolti
Fréttamynd

Hoeness og Mihajlovic í bann

Uli Hoeness stjórnarformaður Bayern Munchen og Sinisa Mihajlovic aðstoðarþjálfari Inter Milan voru í dag dæmdir í tveggja leikja bann fyrir að ausa blótsyrðum hvor á annan á leik Inter og Bayern í Meistaradeildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm

Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter, eruð þið geðveikir?

Ítölsku blöðin vönduðu stjörnum prýddu liði Inter Milan ekki kveðjurnar á síðum sínum í dag eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir Bayern Munchen á heimavelli í Meistaradeildinni. Þeim Zlatan Ibrahimovic og Fabio Grosso var báðum vikið af leikvelli í gærkvöldi og það nýtti þýska liðið sér vel, en Inter hefur ekki fengið eitt einasta stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o verður frá í allt að þrjá mánuði

Illur grunur lækna Evrópumeistara Barcelona frá í gærkvöldi hefur nú verið staðfestur eftir að framherjinn Samuel Eto´o fór í myndatöku í dag og í ljós kom að hann verður frá í allt að þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Eto´o meiddist í leik Werder Bremen og Barcelona í gær, en meiðsli hans gætu þó þýtt að tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Katalóníuliðinu ætti eftir að fjölga til muna.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o verður frá í 2-3 mánuði

Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir miklu áfalli en skæðasti framherji liðsins, Kamerúninn Samuel Eto´o, meiddist á hné í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og segist læknir liðsins halda að hann verði frá keppni í tvo til þrjá mánuði fyrir vikið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Crouch var stórkostlegt

Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í 3-2 sigrinum á Galatasaray í kvöld, þrátt fyrir að gestirnir frá Tyrklandi hafi gert sig líklega til að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 3-0. Benitez sá ástæðu til að hrósa hinum leggjalanga Peter Crouch fyrir tilburði sína á vellinum, enda skoraði sá eftirminnilegt mark með hjólhestaspyrnu fyrir framan Kop stúkuna frægu.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba er funheitur

Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool slapp með skrekkinn

Liverpool vann í kvöld nauman 3-2 sigur á tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í leik sem sýndur var beint á Sýn. Peter Crouch skoraði tvö mörk og Luis Garcia eitt og komu enska liðinu í 3-0, en Tyrkirnir höfðu alls ekki sagt sitt síðasta og skoruðu tvö mörk á sex mínútum um miðjan síðari hálfleikinn. Lengra komust þeir þó ekki og enska liðið slapp með skrekkinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður kemur inn fyrir meiddan Eto´o

Það blæs ekki byrlega fyrir Evrópumeistara Barcelona það sem af er kvöldi, því liðið er ekki aðeins 1-0 undir gegn Werder Bremen á útivelli í Meistaradeildinni, heldur var framherjinn skæði Samuel Eto´o borinn meiddur af leikvelli strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann virðist vera nokkuð alvarlega meiddur á hné, en eins dauði er annars brauð og Eiður Smári Guðjohnsen er því kominn inn í lið Barcelona í stað Eto´o á 55 mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool í góðum málum

Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Peter Crouch (9.) og Luis Garcia (14.) skoruðu mörk Liverpool sem hefur 2-0 yfir gegn Galatasaray á heimavelli sínum í sjónvarpsleiknum á Sýn. Heimamenn hafa ráðið ferðinni lengst af og útlit fyrir að eftirleikurinn verði þeim auðveldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári á varamannabekk Barcelona

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Barcelona sem sækir þýska liðið Werder Bremen heim í Meistaradeildinni en leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra nú klukkan 18:45. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona í kvöld sem áður.

Fótbolti