Meistaradeildin

Fréttamynd

Ferguson hefur trú á sínum mönnum

Sir Alex Ferguson segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að hans menn í Manchester United muni svara kallinu þegar þeir mæta Roma öðru sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segist heldur ekki hafa áhyggjur af öryggismálum á vellinum eftir að uppúr sauð á fyrri leiknum í Róm.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool mun sækja til sigurs

Liverpool mun alls ekki vanmeta PSV og mun liðið sækja til sigurs í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag, að því er knattspyrnustjórinn Rafael Benitez heldur fram. Liverpool hefur 3-0 forystu frá því í fyrri leiknum en Benitez minnir á slíkt forskot sé vel hægt að missa og bendir á úrslitaleik Liverpool og AC Milan fyrir tveimur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia óttast Drogba og Shevchenko

Varnarmaðurinn Emiliano Moretti hjá Valencia segir að framherjar Chelsea, þeir Andriy Shevchenko og Didier Drogba, séu þeir sem geta komið í veg fyrir að spænska liðið fari í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Moretti segir að leikmenn Valencia hafa góðar gætur á þeim félögum ef ekki á illa að fara í síðari leik liðanna á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

United fordæmir ofbeldi rómversku lögreglunnar

Forráðamenn knattspyrnufélagsins Manchester United hafa fordæmt vinnubrögð lögreglu á leik Roma og Manchester United í gærkvöldi og saka lögleglumenn á leikvanginum um að bregðast og hart við ólátum stuðningsmanna og beita þá ofbelti. Ellefu stuðningsmenn enska liðsins slösuðust í átökunum og þar af þurftu tveir að liggja á sjúkrahúsi í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Scholes fær eins leiks bann

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United þarf að taka út eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn Roma í gær. Hann var þegar kominn í eins leiks bann vegna gulra spjalda þegar hann fékk fyrri áminninguna í gær, en hann verður enn einu gulu spjaldi frá banni þegar hann snýr til baka úr banninu eftir síðari leikinn við Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney: Einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað

Wayne Rooney var mjög sáttur við úrslitin á Ítalíu í kvöld þó hans menn í Manchester United hafi tapað 2-1. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í 18 Evrópuleikjum og hrósaði félögum sínum fyrir undirbúninginn. Ekki þarf að taka það fram að hann er fullur sjálfstrausts fyrir síðari leikinn á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Við vorum tíu gegn tólf

Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld ánægður með leik sinna manna í Manchester United í Róm þrátt fyrir 2-1 tap. Hann sagði lið sitt á köflum hafa verið tveimur leikmönnum færri og vildi þar meina að dómarinn hafi verið í liði með Rómverjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Einvígið er galopið

Jose Mourinho lét ekki hugfallast þó hans menn í Chelsea hefðu aðeins náð jafntefli við Valencia í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á Stamford Bridge í kvöld. Hann segir einvígið opið í báða enda og hefur fulla trú á að hans menn geti farið til Spánar og klárað dæmið. John Terry treystir á að Didier Drogba muni reynast enska liðinu drjúgur í síðari leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma lagði Manchester United

Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Chelsea og Valencia

Chelsea og Valencia skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Gestirnir náðu forystu í leiknum með glæsilegu marki Silva í fyrri hálfleik, en Didier Drogba jafnaði í upphafi þess síðari. Það er því ljóst að enska liðsins bíður erfitt verkefni í síðari leiknum á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rómverjar leiða á ný

Roma er komið yfir á ný gegn Manchester United. Edwin van der Sar gerði vel að verja þrumuskot frá Mancini og sló boltann út í teiginn, en þar var það Mirko Vucinic sem hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. 2-1 fyrir Roma og um 20 mínútur til leiksloka.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney jafnar fyrir United

Wayne Rooney er búinn að jafna metin fyrir Manchester United gegn Roma á útivelli 1-1. Markið kom á 60. mínútu eftir glæsilega skyndisókn gestanna. Þetta var fyrsta mark hans í Meistaradeildinni í 17 leikjum - síðan hann skoraði þrennu í keppninni árið 2004.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba jafnar fyrir Chelsea

Didier Drogba er búinn að jafna leikinn í 1-1 fyrir Chelsea gegn Valencia strax í upphafi síðari hálfleiks. Markið skoraði hann með laglegum skalla yfir markvörð spænska liðsins eftir sendingu frá Ashley Cole. Nú rétt í þessu var Vicente að fara meiddur af velli hjá Valencia. Staðan í Róm er enn 1-0 fyrir heimamenn gegn Manchester United - sem leikur með 10 menn eftir að Paul Scholes var rekinn af velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólæti á pöllunum í Róm

Óeirðir brutust út á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikvanginum í Róm eftir að Paul Scholes var rekinn af velli í leik Roma og Manchester United. Stuðningsmenn liðanna skutu flugeldum á milli sín og að lokum réðust Rómverjarnir að ensku stuðningsmönnunum. Lögregla blandaði sér í átökin og mátti sjá nokkur blóðug andlit eftir að gæslumenn náðu að róa stuðningsmennina niður.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku liðin undir í hálfleik

Chelsea og Manchester United eru undir 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignunum tveimur sem standa yfir í Meistaradeildinni. Chelsea er 1-0 undir á heimavelli gegn Valencia þar sem Silva skoraði á 30. mínútu og Manchester United er í hvað verri málum í Róm þar sem heimamenn hafi yfir 1-0 með marki Taddei skömmu fyrir hlé. Þá var Paul Scholes vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald og gestirnir því manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær í byrjunarliði United

Leikur Roma og Manchester United verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 18:30. Ole Gunnar Solskjær er í byrjunarliði enska liðsins og þeir Louis Saha og Darren Fletcher eru óvænt á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Buyten: Milan er betra á útivöllum

Belgíski landsliðsmaðurinn Daniel van Buyten var hetja Bayern Munchen í gær þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við AC Milan á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Van Buyten skoraði bæði mörk þýska liðsins og kom því í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Kromkamp: Þetta er búið

Jan Kromkamp, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að einvígið við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé þegar búið þó liðin eigi eftir að mætast öðru sinni á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrri leiknum í Hollandi í gærkvöld, 3-0.

Enski boltinn
Fréttamynd

Giggs: Vonbrigði ef við vinnum ekki Meistaradeildina

Vængmaðurinn Ryan Giggs hjá Manchester United segir að allt annað en að vinna Meistaradeildina í ár yrðu vonbrigði fyrir félagið. Giggs er einn sigursælasti knattspyrnumaður í sögu Manchester United og vill ólmur bæta enn einum titlinum í safnið í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Edu: Við erum ekki hræddir við Chelsea

Brasilíski miðjumaðurinn Edu hjá Valencia, sem áður lék í fjögur ár með Arsenal, segir spænska liðið alls ekki hrætt við Chelsea fyrir leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Edu er meiddur og getur ekki tekið þátt í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Við verðum að skora á útivelli

Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United verði nauðsynlega að ná að skora á útivelli í kvöld þegar þeir mæta Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Róm.

Fótbolti
Fréttamynd

Borgarstjórinn í Róm ósáttur við hræðsluáróður Man. Utd

Borgarstjórinn í Róm, Walter Veltroni, er langt frá því að vera sáttur við forráðamenn Manchester United. Ástæðan er að enska félagið varaði stuðningsmenn sína við því að vera á helstu ferðamannastöðunum í Róm þar sem þeir ættu á hættu að vera lamdir af öfgafullum stuðningsmönnum Rómarliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aurelio er með slitna hásin

Fabio Aurelio, leikmaður Liverpool, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið á tímabilinu. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í leiknum við PSV í Hollandi í kvöld og var honum skipt sárþjáðum af velli. Grunur lék strax á um að hann væri með slitna hásin og sá grunur hefur nú verið staðfestur. Þetta þýðir væntanlega að Brasilíumaðurinn verður frá keppni eitthvað fram á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves: Við erum í betri stöðu

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen sagði sína menn svekkta með vítaspyrnudóminn sem færði AC Milan annað markið í 2-2 jafntefli liðanna í kvöld. Hann segir þýska liðið þó klárlega í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn í Munchen.

Fótbolti
Fréttamynd

Crouch: Við erum að toppa á réttum tíma

Peter Crouch skoraði þriðja og síðasta mark Liverpool í kvöld þegar liðið burstaði PSV Eindhoven 3-0 í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst í mjög vænlega stöðu fyrir síðari leikinn. Crouch sagði sína menn hafa virkað mjög ferska í kvöld og telur liðið vera að toppa á hárréttum tíma, en fyrirliðinn Steven Gerrard vill ekki fara að hugsa um næstu umferðina strax.

Fótbolti
Fréttamynd

Dramatík í Mílanó

AC Milan og Bayern Munchen skildu jöfn 2-2 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Daniel van Buyten sem var hetja gestanna þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins nokkrum sekúndum áður en flautað var af. Hann skoraði bæði mörk þýska liðsins í kvöld eftir að Pirlo og Kaka höfðu tvisvar komið Milan í vænlega stöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur Liverpool á PSV

Liverpool er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir fádæma öruggan 3-0 útisigur á hollenska liðinu PSV Eindhoven í kvöld. Steven Gerrard, John Arne Riise og Peter Crouch skoruðu mörk enska liðsins og var sigurinn aldrei í hættu. Síðari leikur liðanna á Anfield ætti því að vera formsatriði fyrir Liverpool eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka kemur Milan yfir á ný

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka er búinn að koma AC Milan yfir á ný gegn Bayern 2-1 í leik liðanna á San Siro. Markið var það sjöunda hjá Kaka í Meistaradeildinni í vetur, en það skoraði hann úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Vítaspyrnudómurinn var afar strangur og hætt við að Þjóðverjarnir eigi eftir að láta í sér heyra eftir leikinn, enda óttuðust þeir mjög reynsluleysi rússneska dómarans fyrir viðureignina í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern jafnar í Mílanó

Bayern Munchen er búið að jafna metin í 1-1 gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Daniel van Buyten sem skoraði þetta gríðarlega þýðingarmikla mark fyrir þýska liðið og ljóst að heimamenn verða að sækja stíft síðustu 10 mínúturnar í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Crouch klárar dæmið fyrir Liverpool

Liverpool er komið í 3-0 gegn PSV í Meistaradeildinni. Markið skoraði Peter Crouch með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan frá hægri og nú er útlitið orðið mjög dökkt hjá hollenska liðinu, sem á útileikinn eftir á Anfield. Markið kom á 63. mínútu, en staðan í leik AC Milan og Bayern er enn 1-0 fyrir Milan.

Fótbolti