Meistaradeildin

Fréttamynd

Kvenmannslaust í Kænugarði

Josef Sabo, þjálfari Úkraínumeistara Dynamo í Kænugarði, kennir eiginkonum og kærustum leikmanna um skelfilega byrjun liðsins í titilvörninni. Dynamo var í botnbaráttu í fyrstu umferðunum en hefur nú unnið sig aftur upp í þriðja sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA kærir Celtic

Knattspyrnusamband Evrópu hefur kært Glasgow Celtic fyrir atvikið undir leik liðsins gegn AC Milan í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég missti mig aðeins

Robert McHendry segir að hann hafi "misst sig aðeins" þegar hann ákvað að hlaupa inn á völlinn í viðureign Celtic og Milan í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hann sló til Dida markvarðar í leiðinni og gæti þetta uppátæki átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Celtic í lífstíðarbann

27 ára gamall stuðningsmaður Glasgow Celtic var í dag dæmdur í lífstíðarbann frá leikjum liðsins eftir að hann réðist inn á völlinn í leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær og sló til markvarðar ítalska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Grant: Við lékum til sigurs

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist vonast til þess að sigur liðsins á Valencia í kvöld verði til að þagga aðeins niður í gagnrýnisröddunum á Englandi. Hann segir hugarfar leikmanna lykilinn að sigrinum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez: Við vorum lélegir

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var spurður að því hvort hræringar hans með leikmannahópinn hefðu haft eitthvað með það að gera að liðið tapaði 1-0 heima fyrir Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool lá heima

Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í Valencia í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Staðan í leik Valencia og Chelsea er jöfn 1-1 þar sem David Villa kom heimamönnum yfir eftir 9 mínútur en Chelsea jafnaði eftir 21 mínútu með sjálfsmarki frá Moretti.

Fótbolti
Fréttamynd

Cisse vill þagga niður í Anfield

Framherjinn Djibril Cisse hjá Marseille segist enn elska stuðningsmenn Liverpool en ætlar sér að þagga niður í þeim þegar hann mætir þangað með franska liðinu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Terry reyndi að meiða mig

Fernando Morientes, framherji Valencia, segir að John Terry fyrirliði Chelsea hafi viljandi reynt að meiða sig þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í fyrra. Þá var Morientes meiddur á öxl, en í kvöld er það Terry sem spilar meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti varar Ronaldo við

Francesco Totti hefur sent Cristiano Ronaldo tóninn eftir leik Manchester United og Roma í Meistaradeildinni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan gerði gæfumuninn

Inter vann mikilvægan 2-0 sigur á PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Zlatan Ibrahimovic stal senunni en hann skoraði bæði mörk Inter. Það fyrra úr vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Smith: Enginn bjóst við þessu

Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, viðurkennir að vera furðu lostinn eftir að lið hans vann frönsku meistarana í Lyon 3-0. Skoska liðið hefur nú unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex: Heppnin var með okkur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að lið hans hafi verið nokkuð heppið að fá þrjú stig úr leiknum gegn Roma í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Sýndum skynsemi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sérstakur andi sé yfir liðinu um þessar mundir og vonast til að hann endist. Liðið vann Steaua Búkarest í kvöld 1-0 í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney tryggði United sigur

Manchester United vann 1-0 sigur á Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skaust á toppinn í sínum riðli. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins með skoti sem fór í stöngina og inn á 71. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik á Old Trafford

Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Staðan á Old Trafford er markalaus í viðureign Manchester United þó leikurinn hafi verið nokkuð fjörlegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í Moskvu

CSKA Moskva og Fenerbache gerðu 2-2 jafntefli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Gestirnir jöfnuðu leikinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Inter og PSV Eindhoven mætast í hinum leik riðilsins sem fer að hefjast.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni

Í kvöld hefst 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndar er einn leikur hafinn en það er viðureign CSKA Moskva og Fenerbache í G-riðli. Aðrir leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 18:45.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti vill vinna United 7-0

Francesco Totti, fyrirliði Roma, vill koma fram hefndum á morgun þegar liðið mætir Manchester United. Flestum er enn í fersku minni 7-1 sigur United á Roma á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Uefa ætlar ekki að banna Grant

Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu segir að ekki standi til að banna Avram Grant að stýra liði Chelsea í Meistaradeildinni. Grant er ekki með opinbert atvinnuleyfi til að þjálfa og er á undanþágu, en Uefa segir málið ekki í sínum höndum.

Fótbolti