Meistaradeildin

Fréttamynd

Wenger enn í vandræðum hjá UEFA

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn á ný að koma fyrir aganefnd UEFA, eftir framkomu sína eftir leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Arsenal vann leikinn 3-0 en komst ekki áfram þar sem að liðið steinlá 4-0 í fyrri leiknum á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leitin að heilaga kaleiknum

Rússinn Roman Abramovich hefur eytt mörgum milljörðum í Chelsea í þeirri von að vinna hinn heilaga kaleik evrópsku knattspyrnunnar – Meistaradeildina. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa komist nálægt því hefur gengi Chelsea l

Fótbolti
Fréttamynd

Koscielny: Við gáfum allt okkar í þetta

Laurent Koscielny skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en þessi frábæri sigur dugði ekki enska liðinu þar sem fyrri leikurinn tapaðist 0-4 á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica komst áfram en naumlega þó

Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit

Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan

Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Napoli má ekki stýra liðinu gegn Chelsea

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, má ekki stjórna liði sínu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ítalska liðið mætir þar enska liðinu Chelsea. Mazzarri áfrýjaði tveggja leikja banni sínu en dómur aganefndar UEFA stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti