Þýski boltinn

Fréttamynd

Framlengi bara ef Bayern styrkir sig

Það er líf og fjör eins og venjulega í herbúðum þýska félagins FC Bayern. Nú er Frakkinn Franck Ribery kominn í hár við forseta félagsins, Uli Höness.

Fótbolti
Fréttamynd

Lehmann meiddur og í leikbanni

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hefur mikið verið í fréttum síðustu daga enda hefur hann verið að láta reka sig út af og svo kastaði hann af sér vatni í leik um daginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Löwen valtaði yfir Magdeburg

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen skaust upp í þriðja sætið í þýsku bundesligunni í kvöld með því að slátra Magdeburg, 40-21.

Handbolti
Fréttamynd

Manchester United viðurkennir áhuga á Edin Dzeko

Mike Phelan,aðstoðarþjálfari Manchester United hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að kaupa Edin Dzeko, framherja þýska liðsins Wolfsburg, í janúar. Bosníumaðurinn hefur verið orðaður við mörg stórlið eftir frábæra frammistöðu í bundesligunni en hann er aðeins 23 ára gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stuttgart búið að reka Markus Babbel

Markus Babbel var í dag rekinn frá þýska úrvalsdeildarliðinu Stuttgart en liðið hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum sínum. Babbel sem er fyrrum leikmaður Bayern Munchen og Liverpool, hefur verið þjálfari Stuttgart síðan í nóvember 2008.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern Munchen hefur engan áhuga á Ryan Babel

Ryan Babel er ekki á leiðinni til þýska liðsins Bayern Munchen á sex mánaða lánsamningi eins og skrifað var um í ensku blöðunum. Bayern hefur engan áhuga á því að fá Hollendinginn til Munchen.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar minnast Enke

Þýski knattspyrnuheimurinn er í losti eftir að landsliðsmarkvörðurinn Robert Enke framdi sjálfsmorð í gær. Markvörðurinn kastaði sér fyrir lest.

Fótbolti
Fréttamynd

Toni keyrði heim í hálfleik

Luca Toni, leikmaður Bayern München, á ekki von á góðu eftir að hann yfirgaf völlinn og keyrði heim eftir að honum var skipt út af í hálfleik í leik Bayern gegn Schalke í dag.

Fótbolti