Þýski boltinn Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. Fótbolti 10.2.2007 17:43 Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. Fótbolti 6.2.2007 15:49 Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. Fótbolti 6.2.2007 14:10 Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. Fótbolti 5.2.2007 14:54 Óskemmtileg endurkoma Hargreaves Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0. Fótbolti 3.2.2007 14:50 Magath snerist hugur Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur nú loks ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Thomas Doll sem rekinn var á dögunum, en það verður ekki Felix Magath eins og fyrst var talið, heldur Hollendingurinn Huub Stevens. Sá leiddi Schalke til sigurs í Evrópukeppni félagsliða árið 1997. Fótbolti 2.2.2007 17:14 Magath að taka við Hamburg Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Felix Magath verði ráðinn knattspyrnustjóri botnliðs Hamburg á næsta sólarhring. Þessi tíðindi koma aðeins einum degi eftir að hann var rekinn frá meisturum Bayern Munchen, en mikil uppstokkun hefur verið í þjálfaramálum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu daga. Fótbolti 1.2.2007 14:58 Magath rekinn frá Bayern Munchen Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar. Fótbolti 31.1.2007 13:59 Magath: Við höfum saknað Hargreaves Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun. Fótbolti 29.1.2007 17:20 Werder Bremen aftur á toppinn í Þýskalandi Schalke sat sat um sólarhring í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en Werder Bremen endurheimti sætið með öruggum 3-0 sigri á Hanover í sínum fyrsta leik eftir vetrarfrí í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahóp Hanover. Fótbolti 28.1.2007 20:18 Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi. Fótbolti 27.1.2007 19:30 Dýrt tap hjá meisturum Bayern Þýska úrvalsdeildin hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé með stórleik Dortmund og Bayern Munchen á Westfallenstadion. Heimamenn höfðu mikilvægan 3-2 sigur og því sitja meistarar Bayern enn í þriðja sæti deildarinnar. Alexander Frei skoraði tvívegis fyrir Dortmund og Tinga eitt, en þeir Daniel van Buyten og Roy Makaay fyrir Bayern. Fótbolti 26.1.2007 21:32 Nowotny leggur skóna á hilluna Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Nowotny, sem er 33 ára gamall, hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu og Bayer Leverkusen. Hann spilaði 48 leiki fyrir þýska landsliðið og var nú síðast á mála hjá liði Dinamo Zagreb. Fótbolti 22.1.2007 15:59 Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. Fótbolti 19.1.2007 10:36 Sebastian Deisler leggur skóna á hilluna Þýski miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að leika knattspyrnu, aðeins 27 ára að aldri. Deisler þótti einhver efnilegasti leikmaður Þýskalands á sínum tíma en hefur aldrei náð ferlinum á fullan skrið vegna meiðsla og þunglyndis. Hann sagðist hætta því hann hefði einfaldlega ekki gaman af að spila fótbolta lengur. Fótbolti 16.1.2007 13:46 Bayern hefur áhuga á Robben Forráðamenn þýska félagsins Bayern Munchen hafa gefið það upp að þeir hafi mikinn áhuga á að fá til sín hollenska vængmanninn Arjen Robben hjá Chelsea. Þessar fréttir komu upp úr kafinu í kjölfar þess að Chelsea er sagt hafa blandað sér í hóp þeirra liða sem vilja fá Owen Hargreaves frá Bayern. Fótbolti 12.1.2007 12:27 Atouba enn til vandræða Kamerúninn Timothee Atouba hjá þýska liðinu Hamburg er enn og aftur búinn að koma sér í ónáð hjá forráðamönnum félagsins og var í dag sendur heim úr æfingaferðalagi liðsins í Dubai. Fótbolti 11.1.2007 19:57 Klose vill ekki fara hvert sem er Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose segir aðeins fimm félög koma til greina fyrir sig ef hann ákveði að yfirgefa herbúðir Werder Bremen í sumar eins og flestir reikna með. Klose hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir að ljóst varð að hann ætlaði ekki að framlengja við Bremen. Fótbolti 10.1.2007 18:57 Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. Fótbolti 8.1.2007 16:33 Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn. Fótbolti 5.1.2007 14:02 Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. Fótbolti 2.1.2007 19:29 Söknum Ballack ekki neitt Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir að félagið sakni miðjumannsins Michael Ballack ekki neitt og segir þá gagnrýni sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið vera alveg þá sömu og á síðasta ári þegar þýski landsliðsmaðurinn var í herbúðum liðsins. Fótbolti 19.12.2006 16:01 Röber tekur við Dortmund Jurgen Röber, fyrrum þjálfari Stuttgart og Wolfsburg, var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund í stað Hollendingsins Bert van Marwijk sem rekinn var í gær. Dortmund er í miklum fjárhagserfiðleikum og því bíður Röber erfitt verkefni hjá stórliðinu. Fótbolti 19.12.2006 14:22 Hargreaves til sölu? Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum. Enski boltinn 19.12.2006 13:47 Hitzfeld hafnaði Dortmund Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan. Fótbolti 18.12.2006 15:34 Schalke á toppinn Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun. Fótbolti 16.12.2006 17:33 Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. Fótbolti 15.12.2006 18:15 Deisler meiddur enn og aftur Miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen spilar ekki meira með liðinu fyrr en eftir vetrarhlé í deildinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í dag. Landsliðsmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með liðinu og hefur þurft í fimm uppskurði á hné vegna þrálátra meiðsla. Fótbolti 13.12.2006 18:32 Marwijk hættir hjá Dortmund Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér. Fótbolti 11.12.2006 20:02 Schalke upp að hlið Bremen Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé. Fótbolti 10.12.2006 19:34 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 116 ›
Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. Fótbolti 10.2.2007 17:43
Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. Fótbolti 6.2.2007 15:49
Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. Fótbolti 6.2.2007 14:10
Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. Fótbolti 5.2.2007 14:54
Óskemmtileg endurkoma Hargreaves Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0. Fótbolti 3.2.2007 14:50
Magath snerist hugur Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur nú loks ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Thomas Doll sem rekinn var á dögunum, en það verður ekki Felix Magath eins og fyrst var talið, heldur Hollendingurinn Huub Stevens. Sá leiddi Schalke til sigurs í Evrópukeppni félagsliða árið 1997. Fótbolti 2.2.2007 17:14
Magath að taka við Hamburg Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Felix Magath verði ráðinn knattspyrnustjóri botnliðs Hamburg á næsta sólarhring. Þessi tíðindi koma aðeins einum degi eftir að hann var rekinn frá meisturum Bayern Munchen, en mikil uppstokkun hefur verið í þjálfaramálum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu daga. Fótbolti 1.2.2007 14:58
Magath rekinn frá Bayern Munchen Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar. Fótbolti 31.1.2007 13:59
Magath: Við höfum saknað Hargreaves Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun. Fótbolti 29.1.2007 17:20
Werder Bremen aftur á toppinn í Þýskalandi Schalke sat sat um sólarhring í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en Werder Bremen endurheimti sætið með öruggum 3-0 sigri á Hanover í sínum fyrsta leik eftir vetrarfrí í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahóp Hanover. Fótbolti 28.1.2007 20:18
Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi. Fótbolti 27.1.2007 19:30
Dýrt tap hjá meisturum Bayern Þýska úrvalsdeildin hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé með stórleik Dortmund og Bayern Munchen á Westfallenstadion. Heimamenn höfðu mikilvægan 3-2 sigur og því sitja meistarar Bayern enn í þriðja sæti deildarinnar. Alexander Frei skoraði tvívegis fyrir Dortmund og Tinga eitt, en þeir Daniel van Buyten og Roy Makaay fyrir Bayern. Fótbolti 26.1.2007 21:32
Nowotny leggur skóna á hilluna Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Nowotny, sem er 33 ára gamall, hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu og Bayer Leverkusen. Hann spilaði 48 leiki fyrir þýska landsliðið og var nú síðast á mála hjá liði Dinamo Zagreb. Fótbolti 22.1.2007 15:59
Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. Fótbolti 19.1.2007 10:36
Sebastian Deisler leggur skóna á hilluna Þýski miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að leika knattspyrnu, aðeins 27 ára að aldri. Deisler þótti einhver efnilegasti leikmaður Þýskalands á sínum tíma en hefur aldrei náð ferlinum á fullan skrið vegna meiðsla og þunglyndis. Hann sagðist hætta því hann hefði einfaldlega ekki gaman af að spila fótbolta lengur. Fótbolti 16.1.2007 13:46
Bayern hefur áhuga á Robben Forráðamenn þýska félagsins Bayern Munchen hafa gefið það upp að þeir hafi mikinn áhuga á að fá til sín hollenska vængmanninn Arjen Robben hjá Chelsea. Þessar fréttir komu upp úr kafinu í kjölfar þess að Chelsea er sagt hafa blandað sér í hóp þeirra liða sem vilja fá Owen Hargreaves frá Bayern. Fótbolti 12.1.2007 12:27
Atouba enn til vandræða Kamerúninn Timothee Atouba hjá þýska liðinu Hamburg er enn og aftur búinn að koma sér í ónáð hjá forráðamönnum félagsins og var í dag sendur heim úr æfingaferðalagi liðsins í Dubai. Fótbolti 11.1.2007 19:57
Klose vill ekki fara hvert sem er Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose segir aðeins fimm félög koma til greina fyrir sig ef hann ákveði að yfirgefa herbúðir Werder Bremen í sumar eins og flestir reikna með. Klose hefur verið orðaður við fjölda stórliða eftir að ljóst varð að hann ætlaði ekki að framlengja við Bremen. Fótbolti 10.1.2007 18:57
Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. Fótbolti 8.1.2007 16:33
Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn. Fótbolti 5.1.2007 14:02
Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. Fótbolti 2.1.2007 19:29
Söknum Ballack ekki neitt Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, segir að félagið sakni miðjumannsins Michael Ballack ekki neitt og segir þá gagnrýni sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið vera alveg þá sömu og á síðasta ári þegar þýski landsliðsmaðurinn var í herbúðum liðsins. Fótbolti 19.12.2006 16:01
Röber tekur við Dortmund Jurgen Röber, fyrrum þjálfari Stuttgart og Wolfsburg, var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund í stað Hollendingsins Bert van Marwijk sem rekinn var í gær. Dortmund er í miklum fjárhagserfiðleikum og því bíður Röber erfitt verkefni hjá stórliðinu. Fótbolti 19.12.2006 14:22
Hargreaves til sölu? Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, hefur nú látið í veðri vaka að Owen Hargreaves gæti farið frá félaginu í framtíðinni, en aðeins ef félagið gæti fengið mann í staðinn á viðráðanlegu verði. Hann segir þó að liðið þurfi á enska landsliðsmanninum að halda í næstu umferð Meistaradeildarinnar þegar hann verði búinn að ná sér af meiðslum. Enski boltinn 19.12.2006 13:47
Hitzfeld hafnaði Dortmund Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan. Fótbolti 18.12.2006 15:34
Schalke á toppinn Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun. Fótbolti 16.12.2006 17:33
Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. Fótbolti 15.12.2006 18:15
Deisler meiddur enn og aftur Miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen spilar ekki meira með liðinu fyrr en eftir vetrarhlé í deildinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í dag. Landsliðsmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með liðinu og hefur þurft í fimm uppskurði á hné vegna þrálátra meiðsla. Fótbolti 13.12.2006 18:32
Marwijk hættir hjá Dortmund Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér. Fótbolti 11.12.2006 20:02
Schalke upp að hlið Bremen Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé. Fótbolti 10.12.2006 19:34
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent