Ráðherra í Ásmundarsal

Fréttamynd

Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 

Innlent
Fréttamynd

Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi

„Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Löðrungur framan í almenning

„Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín gerir ekki kröfu um afsögn Bjarna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra skaða traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og gera samstarfið erfiðara. Hún telur hins vegar samstöðuna innan ríkisstjórnarinnar góða og að hún hafi náð miklum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna

Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir miðlar fjalla um veisluna í Ás­mundar­sal: „Harka­leg gagn­rýni á ís­lenskan ráð­herra“

„Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís segir sótt­varna­ráð­stafanir til þess að fara eftir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum.

Innlent
Fréttamynd

Sýnist að sótt­varna­reglur hafi verið brotnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni biðst afsökunar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd.

Innlent