Ítalski boltinn

Fréttamynd

Sevilla lagði Real Madrid

Brotthvarf Juande Ramos frá Sevilla hefur greinilega þjappað mönnum saman því liðið gerði sér lítið fyrir í gær og vann topplið Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil í byrjunarliðinu

Emil Hallfreðsson heldur sæti sínu í byrjunarliði Reggina í dag. Tveir leikir fóru fram á Ítalíu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ulivieri tekur við Reggina

Emil Hallfreðsson og félagar í botnliði Reggina fengu í kvöld nýjan þjálfara eftir að Massimo Ficcadenti var rekinn. Sá heitir Renzo Ulivieri og er 66 ára gamall og var síðast hjá Bologna í B-deildinni. Hann er líka yfirmaður samtaka knattspyrnuþjálfara á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Elding banaði starfsmanni Lecce

Forráðamenn ítalska knattspyrnuliðsins Lecce hafa farið þess á leit við knattspyrnusambandið að leik liðsins við Cecena í B-deildinni á laugardaginn verði frestað eftir að starfsmaður félagsins lét lífið þegar hann varð fyrir eldingu á æfingasvæði félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo byrjaður að æfa með Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo er nú farinn að æfa með AC Milan á fullu eftir erfiða baráttu við meiðsli síðan á undirbúningstímabilinu. Samkvæmt heimasíðu Milan er þó ekki reiknað með því að hann verði klár í að spila leik fyrr en um miðjan mánuðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieri hefur enn augastað á landsliðssæti

Framherjinn Christian Vieri hjá Fiorentina segist ekki vera búinn að gefa upp alla von um að spila aftur með landsliðinu þó hann sé orðinn 34 ára gamall. Vieri hefur átt við langvarandi meiðsli að stríða síðustu ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Emils rekinn

Stjórn ítalska úrvalsdeildarliðsins Reggina ákvað í dag að reka knattspyrnustjórann Massimo Ficcadenti úr starfi eftir tap liðsins fyrir Livorno á heimavelli í gær, 3-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma vann grannaslaginn

Roma hafði betur í grannaslagnum gegn Lazio í ítölsku A-deildinni í kvöld og AC Milan rétti úr kútnum eftir dapurt gengi með 5-0 útisigri á Sampdoria. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem steinlá heima 3-1 fyrir Livorno. Honum var skipt af velli á 58. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Coco aftur í boltann

Francesco Coco hefur komið öllum á óvart með því að tilkynna að hann hyggist taka skóna úr hillunni. Þessi þrítugi leikmaður hætti knattspyrnuiðkun í sumar eftir að hafa glímt við erfið meiðsli hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma skellti Milan

Roma komst í dag í annað sætið í ítölsku A-deildinni með því að leggja heillum horfið lið AC Milan 1-0 á útivelli. Það var Mirko Vucinic sem skoraði sigurmarkið með skalla. Roma er tveimur stigum á eftir Inter sem gerði markalaust jafntefli við Palermo í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Loðnir vítaspyrnudómar kostuðu Juventus

Juventus mistókst að komast upp að hlið Inter á toppi ítölsku A-deildarinnar í gær þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Napoli. Tveir umdeildir vítaspyrnudómar tryggðu Napoli sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn er slúðrað um Kaka

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segist alls ekki útiloka að spila með Real Madrid í framtíðinnni, en bendir á að það sé forseta félaganna að taka slíkar ákvarðanir.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti: Tek við Roma næst

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan frá 2001, segir að Roma verði að teljast ansi líklegur möguleiki þegar hann skiptir næst um starf. Ancelotti lék með gullaldarliði Roma á níunda áratugnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieira frá út árið

Inter Milan fékk í kvöld þær slæmu fréttir að Patrick Vieira yrði frá keppni út þetta ár. Hann er nýbúinn að jafna sig á öðrum meiðslum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lippi gefur kost á sér á ný

Marcello Lippi hefur nú gefið það út að hann sé tilbúinn að fara að þjálfa á ný eftir að hafa tekið sér frí í rúmlega eitt ár. Hann stýrði síðast landsliði Ítala til sigurs á HM síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Minna ofbeldi á Ítalíu

Meiðsli stuðningsmanna vegna ofbeldis á knattspyrnuleikjum á Ítalíu hafa dregist saman um 80% síðan á síðustu leiktíð, eða síðan hertar öryggisreglur þar í landi tóku gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnusambandinu þar í landi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Skipt á Riquelme og Tiago?

Spænska blaðið Marca segir að Villareal ætli að freistast til þess að bjóða Juventus Juan Roman Riquelme í skiptum fyrir Tiago Mendes. Sjálfur hefur Tiago opinberað að vera ósáttur við hlutverk sitt hjá Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Hrakfarir AC Milan halda áfram

AC Milan tapaði í dag fyrir Empoli á heimavelli, 1-0. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu og situr í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Krefst þess að fá einkaþjálfara

Viðræður Alessandro del Piero við stjórnarmenn Juventus þokast hægt áfram. Del Piero er kominn af sínu léttasta skeiði en vill alls ekki taka á sig launalækkun. Þá ber hann fram kröfur sem menn eru ekki ánægður með.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil meðal bestu nýliða á Ítalíu

Gazetta dello Sport, stærsta íþróttarit Ítalíu, hefur útnefnt Emil Hallfreðsson, leikmann Reggina, sem einn af ellefu bestu nýliðum ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro yngri í landsliðið

Paolo Cannavaro var í dag valinn í ítalska landsliðshópinn í fyrsta sinn. Paolo er bróðir Fabio Cannavaro, fyrirliða landsliðsins, og leikur með Napoli. Mun hann taka þátt í vináttulandsleiknum gegn Suður-Afríku á miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm Ítalir tilnefndir hjá FIFA

Heimsmeistarar Ítala í knattspyrnu eiga flesta fulltrúa á lista FIFA yfir þá sem tilnefndir eru sem knattspyrnumenn ársins. England og Frakkland eiga fjóra fulltrúa.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti vill Lampard til Inter

Massimo Moratti, forseti Ítalíumeistara Inter, ætlar að leggja allt í sölurnar til að fá enska miðjumanninn Frank Lampard frá Chelsea. Moratti hugsar Lampard til að leysa stöðu Patrick Vieira sem er líklegast á sínu síðasta tímabili hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvítahúsmellur valda fjaðrafoki

Fjórðudeildarliðið Trentino 1921 á Ítalíu hefur vakið gremju stjórnmálamanna þar í landi eftir að það seldi fylgdarþjónustu í Austurríki auglýsingu á heimasíðu sinni. Þar geta lesendur komist í kynni við viljugar meyjar með einum músarsmelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Maradona handtekinn

Fótboltastjarnan fyrrverandi, Diego Maradona, var handtekinn af flugvallarlögreglunni í Buenos Aires er hann kom þangað frá Ítalíu um helgina. Maradona hafði ekki sinnt kalli um að mæta í réttarhald um hálfsannarsárs gamalt umferðarslys.

Fótbolti