Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ronaldinho vill spila til fertugs

Þó svo Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi oft virkað áhugalaus síðustu ár og verið duglegur að hlaða á sig kílóum yfir sumartímann er hann alls ekkert á því að hætta í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill fá Benzema

Juventus ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og efstur á lista félagsins er franski framherjinn Karim Benzema sem spilar með Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Gladdist er Zlatan klúðraði vítinu

Það eru litlir kærleikar á milli Mílanó-liðanna AC og Inter. Massimo Moratti, forseti Inter, fylgdist með AC Milan tapa gegn Cesena um helgina og sagðist hafa skemmt sér konunglega.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena

Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall

Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan borgar nú hærri laun en Internazionale

AC Milan er komið upp í efsta sætið yfir þau félög í ítölsku deildinni sem borga hæstu launin. AC Milan fór upp fyrir nágranna sína í Internazionale samkvæmt nýrri úttekt hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Zenga: Benitez er enginn Mourinho

Walter Zenga, fyrrum markvörður Inter og ítalska landsliðsins, er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að Rafa Benitez geti fylgt eftir árangri José Mourinho með Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Traore inn en Zebina út hjá Juventus

Juventus hefur gengið frá lánssamningi við Armand Traore, vinstri bakvörð frá Arsenal. Traore mun leika með ítalska liðinu út tímabilið og mun það svo hafa forgangsrétt á kaupum á honum.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan fær Robinho

Brasilíumaðurinn Robinho verður í dag orðinn leikmaður AC Milan. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í morgun og er á leið til ítalska stórliðsins frá Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lánaður til Verona

Reggina hefur lánað Emil Hallfreðsson til Hellas Verona sem leikur í C-deildinni á Ítalíu. Verona opinberar þetta á heimasíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Zaccheroni tekur við Japan

Ítalinn Alberto Zaccheroni hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Japans. Zaccheroni er 57 ára og hefur víða komið við. Hann hefur stýrt Juventus, AC Milan og Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Robinho til AC Milan?

Fram kemur í ítölskum fjölmiðlum að AC Milan sé ekki búið að loka veskinu. Félagið er að reyna að fá Robinho frá Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Lofar kampavínsfótbolta frá AC Milan

„Hvað er hægt að segja um þríeyki sem samanstendur af Zlatan Ibrahimovic, Pato og Ronaldinho? Þetta verður ekta kampavínsfótbolti," segir Adriano Galliani, varaforseti AC Milan.

Fótbolti