Ítalski boltinn

Fréttamynd

UEFA kærir Internazionale

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að ákæra ítalska félagið Internazionale fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna liðsins í seinni leik Internazionale og Tottenham í Evrópudeildinni. Málið verður tekið fyrir 19. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus með tólf stiga forystu

Juventus er í góðum málum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar en liðið náði tólf stiga forystu á Napoli með 2-0 sigri á Bologna á útivelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil reiði í herbúðum Inter

Það gengur lítið upp á knattspyrnuvellinum þessa dagana hjá ítalska stórliðinu Inter. Forseti félagsins, Massimo Moratti, er allt annað en sáttur við gang mála.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus að stinga af á Ítalíu

Juventus náði í dag níu stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann þá nauman sigur á meðan liðið í öðru sæti, Napoli, missteig sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Pogba: Ekki leiðinlegt að sjá Man United tapa

Paul Pogba, miðjumaður Juventus og fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki ánægður á Old Trafford og þótt það ekki leiðinlegt að sjá félagið detta út úr Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þú ert bestur pabbi

Francesco Totti, fyrirliði Roma, skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Roma vann 3-1 sigur á Genoa í ítölsku A-deildinni um helgina. Með því að skora komst hann upp í annað sætið yfir mestu markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan komst í þriðja sætið

AC Milan komst í kvöld upp í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið lagði þá Lazio, 3-0, og hafði um leið sætaskipti við liðið frá Róm.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í toppslagnum á Ítalíu

Juventus er áfram með sex stiga forskot á Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir að tvö efstu lið deildarinnar gerðu 1-1 jafntefli í Napólíborg í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill kaupa Sanchez

Sílemaðurinn Alexis Sanchez hefur ekki tekist að slá í gegn hjá Barcelona og svo gæti farið að hann verði seldur frá félaginu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

John Carew fær ekki samning hjá Internazionale

John Carew, fyrrum leikmaður Aston Villa, Stoke City og West Ham United, fær eftir allt saman ekki tækifæri til að spila með ítalska félaginu Internazionale á þessu tímabili. Carew hefur ekki spilað fótbolta í tíu mánuði en var til reynslu hjá félaginu síðustu daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter, Balotelli og AC Milan fengu öll sektir

Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarinnar í fótbolta sektuðu í dag ítölsku félögin Internazionale og AC Milan sem og Mario Balotelli, leikmann AC Milan, fyrir framkomu í Milan-slagnum á Giuseppe Meazza leikvanginum um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Veifuðu banönum að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur heimasigur hjá Juventus

Juventus vann í dag 3-0 sigur gegn Siena á heimavelli sínum í Torinó í ítalska boltanum. Stephan Lichtsteiner, Sebastian Giovinco og Paul Pogba skoruðu mörkin hjá Juventus í dag.

Fótbolti