Ítalski boltinn

Fréttamynd

Loksins sigur hjá Roma

Roma lagði Fiorentina 2-1 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er fyrsti sigur Roma eftir fjögur jafntefli í röð en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Juventus þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli bjargaði stigi í lokin

Mario Balotelli skoraði bæði mörk AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Livorno á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Balotelli skoraði jöfnunarmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfarinn hefur mikla trú á mér

Íslendingaliðin Hellas Verona og Sampdoria mætast í bikarslag á Ítalíu í kvöld. Emil Hallfreðsson verður hvíldur en Hafnfirðingurinn vonar að Birkir Bjarnason fái langþráð tækifæri undri stjórn Sinisa Mihajlovic.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli talar í gátum á Twitter

Mario Balotelli gaf í skyn að hann sé á leið frá AC Milan á Twitter-síðu sinni eftir 1-1 jafntefli Milan og Genoa á San Siro um helgina. Fyrst tísti hann á ensku og svo á ítölsku þar sem hann virðist draga í land.

Fótbolti
Fréttamynd

Mihajlovic tekur við Sampdoria

Birkir Bjarnason er búinn að fá nýjan þjálfara hjá Sampdoria því Serbinn Sinisa Mihajlovic hefur samþykkt að taka við starfinu af Delio Rossi en hann var rekinn á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Verona í leik gegn Genoa í ítalska boltanum í dag. Emil byrjaði leikinn á miðri miðjunni en fór meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma náði ekki ellefta sigrinum í röð

Roma varð að sætta sig 1-1 jafntefli við Torino á útivelli í kvöld. Roma hafði unnið tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu og sett með því met. Roma var 1-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Hellas Verona með góðan sigur

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona eru aftur komnir í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á Cagliari á heimavelli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Garcia: Metið hefur ekki áhrif á Roma

Ítalska stórliðið Roma hefur sett met í ítölsku A-deildinni í fótbolta með því að vinna tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu. Rudi Garcia þjálfari liðsins segir enga ástæðu til að missa sig yfir því og leikmenn liðsins séu kyrfilega á jörðinni þrátt fyrir frábæran árangur í upphafi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma enn með fullt hús

Roma vann Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag og er því enn með fullt hús stiga eftir níu umferðir og fimm stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Reina sefur í treyjunni hans Balotelli

Pepe Reina, markvörður Napoli í ítalska fótboltanum, náði sögulegum árangri á dögunum þegar hann varð fyrstur til að verja víti frá vítaskyttunni öflugu Mario Balotelli.

Fótbolti