Spænski boltinn

Fréttamynd

Óvænt úrslit á Spáni og Ítalíu

Óvænt úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar Real Madríd tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Celta de Vigo. Þá mátti Internazionale þola ósigur gegn Palermo á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Eto´o vill fara að vinna

Framherjinn knái Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sent félögum sínum í liðinu skýr skilaboð fyrir næsta leik í spænsku deildinni, sem er einmitt gegn fyrrum félögum sínum í Mallorca.

Sport
Fréttamynd

Zidane frá í 3 vikur

Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Brassar heppnir gegn Sevilla

Stjörnum prýtt lið heimsmeistara Brasilíu slapp með 1-1 jafntefli í leik við spænska liðið Sevilla, í leik sem spilaður var í gærkvöld í tilefni af aldarafmæli spænska félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho semur við Barcelona

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2010 og fetar þar með í fótspor þeirra Samuel Eto´o, Deco, Xavi og Victor Valdes, sem allir hafa framlengt til ársins 2010.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho hjá Barcelona til 2010

Knattspyrnumaður ársins árið 2004, Ronaldinho hefur skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Barcelona til ársins 2010. Hinn 24 ára gamli Brasilíumaður fylgir þar með í fótspor þeirra Eto´o, Xavi, Deco og Victor Valdez sem allir höfðu samið við félagið til 2010.

Sport
Fréttamynd

Potillo til Club Brugge

Það er ekki bara Michael Owen sem sér að tækifærin til að spila með Real Madrid verða ekki mörg.  Javier Portillo hefur verið lánaður út þessa leiktíð til belgísku meistaranna í Club Brugge en hinn 23 ára Portillo ákvað að taka tilboði Belganna eftir að Real Madríd keypti brasilísku sóknarmennina Julio Babtista og Robinho.

Sport
Fréttamynd

Raúl tryggði Real sigur

Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Svakalegt byrjunarlið Real Madrid

Fyrsti leikur Real Madrid hófst núna klukkan 19 í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er að leika við Cadiz á útivelli. Ronaldo er búinn að koma Real yfir strax á 4. mínútu en byrjunjarlið Madridarliðsins er all svakalegt.

Sport
Fréttamynd

Domino spil um Owen

Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá Djibril Cisse hjá Liverpool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Woodgate sneri aftur í gær

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate sneri loksins aftur eftir meiðsli í gær, þegar lið hans Real Madrid sigraði amerískt úrvalslið á heimavelli sínum í æfingaleik í gær.

Sport
Fréttamynd

Beckham hrósað í hástert

Hæstráðendur hjá spænska stórliðinu Real Madrid eru mjög ósáttir við leikmenn liðsins að  David Beckham undanskildnum. " Leikmenn félagsins verða að læra að vera fulltrúar klúbbsins líkt og Beckham," sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins.

Sport
Fréttamynd

Barcelona vann Konungsbikarinn

Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Edu frá í 6 mánuði

Brasilíski miðjumaðurinn Edu sem gekk í raði spænska knattspyrnuliðsins Valencia frá Arsenal á dögunum meiddist alvarlega á æfingu í dag og missir fyrir vikið af nær öllu tímabilinu á Spáni. Edu sleit krossband í vinstra hné í dag og þarf nú að gangast undir uppskurð að sögn læknis félagsins.

Sport
Fréttamynd

Denilson til Vestel Manisaspor

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Denilson sem eitt sinn var álitinn einn efnilegasti leikmaður heims er genginn til liðs við nýliða Vestel Manisaspor, í tyrknesku úrvalsdeildinni að láni frá spænska liðinu Real Betis. Denilson gekk til liðs við Betis eftir heimsmeistarakeppnina 1998 en aldrei staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Sport
Fréttamynd

Owen á leið til Liverpool?

Breskir fjölmiðlar kepptust um það í morgun að greina frá því að Michael Owen væri á leið aftur til Liverpool eftir allt saman.

Sport
Fréttamynd

Kanoute til Sevilla

Sóknarmaðurinn Fredi Kanoute er genginn til liðs við Sevilla á Spáni frá enska liðinu Tottenham fyrir 4,4 milljónir punda. Malí búinn gerði fjögurra ára samninga við spænska liðið. Tottenham er nú sterklega orðaðir við þá Jermaine Jenas miðvallarleikmann Newcastle og Dirk Kuyt sóknartengilið PSV Eindhoven.

Sport
Fréttamynd

Spænski boltinn á Sýn í kvöld

Í kvöld rúllar spænski boltinn á Sýn þegar Real Betis og Barcelona mætast í ofurbikarnum klukkan átta , en þar eigast við sigurvegararnir úr deild og bikar. Barcelona vann síðast sigur í keppninni árið 1996 en Börsungar hafa átt í erfiðleikum í gegnum tíðina gegn Real Betis.

Sport
Fréttamynd

Forlan verður okkur erfiður

Mickael Arteta, miðjumaður Everton, segir að Diego Forlan, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, sé sá leikmaður sem liðið óttist mest í liði Villareal, en liðin eigast við í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Viðueignin er sýnd í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Owen byrjar tímabilið með Real

Enski sóknarmaðurinn Michael Owen, sem nú er orðaður við annað hvert félag í Englandi, býst fastlega við því að hefja komandi leiktíð á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Houllier vill fá Owen

Franska knattspyrnustórveldið Lyon lýsti því yfir í dag að félagið hafi mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Michael Owen frá Real Madrid. Owen viðurkenndi í fjölmiðlum fyrr í dag að hann hafi átt í viðræðum við þrjú eða fjögur úrvalsdeildarlið á Englandi undanfarna daga.

Sport
Fréttamynd

Inter Milan loks að landa Figo

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Figo muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa svo undir 2 ára samning.

Sport
Fréttamynd

Newcastle á eftir Owen

Komið hefur upp úr krafsinu að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Utd þykir líklegast til þess að hreppa landsliðsmanninn Michael Owen hjá Real Madrid. Hefur Manchester United oftast verið nefnt í því samhengi en BBC hefur öruggar heimildir fyrir því að Man Utd hafi ekki falast eftir Owen.

Sport
Fréttamynd

Sögunni endalausu að ljúka?

Sögunni endalausu um hvort Brasilíumaðurinn Robinho gangi til liðs við Real Madrid virðist nú loks að ljúka. Á vefsíðu Real segir að að Robinho muni ganga til liðs við hið stjörnuprýdda lið þeirra þann 25. ágúst. Það er vegna þess að lið hans Santos vill að hann spili tvo leiki til að geta hvatt aðdáendur sína í Brasilíu.

Sport
Fréttamynd

Baptista til Real

Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Julio Baptista, er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Fyrr í dag samþykkti Sevilla 13,8 milljóna punda tilboð Real í leikmanninn. Þar með er sögunni endalusu um framtíð Baptista lokið en lengi vel leit allt útlit fyrir það að leikmaðurinn væri á leið til ensku bikarmeistaranna í Arsenal 

Sport
Fréttamynd

Saviola vill svör

Javier Saviola, argentínski sóknarmaðurinn sem er til mála hjá Barcelona sem vill ekkert með hann hafa, vill fá skorið úr um hvort framtíð hans liggi hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Woodgate meiddur enn og aftur

Það á ekki af varnarmanninum Jonathan Woodgate að ganga. Nú hefur hann enn einu orðið fyrir meiðslum og er líklegur til að missa af fyrstu vikum komandi keppnistímabils á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Baptista ekki til Arsenal

Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig lék gegn Barcelona

Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo með tvö fyrir Real Madrid

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid sem vann 3-1 sigur á japanska liðinu Jubilo Iwata í æfingaleik í kvöld en spænska liðið er nú í æfingaferð niðri í Asíu. Fyrirliðinn Raul skoraði eitt mark þegar hann kom Real í 1-0 áður en heimaliðið náði að jafna.

Sport