Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Þar mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við heyrum í Katrínu og förum yfir þá fordæmalausu stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Framtíð ríkisstjórnarinnar er enn í óvissu en leiðtogar funda í dag. Formaður Flokks fólksins væntir þess að kosið verði í haust. Farið verður yfir stöðu mála í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir jarð­göngum sem fyrst

Í hádegisfréttum verður rætt við bæjarstjórann á Akureyri sem kallar eftir því að tvenn jarðgangaverkefni séu í gangi á hverjum tíma hér á landi en ófærð setti strik í reikninginn hjá fjölmörgum um Páskana.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Mikil aðsókn hefur verið í Neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga. Samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa rennur út um mánaðamót og óvissa hvort hann verði framlengdur. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Götur í Grinda­vík girtar af og enn deilt um búvörulögin

Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra jarðkönnunarverkefnis Almannavarna en níu svæði í Grindavík hafa verið girt af. Aðeins hefur dregið úr virkni gossins á Reykjanesi en það er þó enn í fullum gangi og tveir stærstu gígarnir eru enn vel virkir. Einnig verður rætt við stjórnsýslufræðing sem gerir alvarlegar athugasemdir við hina þinglegu meðferð á nýsamþykktum búvörulögum sem hart hefur verið deilt um. Í íþróttapakka dagsins verður síðan hitað upp fyrir stórleikinn á morgun þegar Íslendingar mæta Úkraínu í Póllandi til að keppa um laust sæti á EM í fótbolta næsta sumar.<div><iframe width="752" height="423" src=https://www.visir.is/player/beint/visir frameborder="0" scrolling="no" seamless="seamless" allowfullscreen></iframe> </div>Embed: Hádegisfréttir

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur enn ofan í Melholsnámu og er áfram unnið að hækkun varnargarðanna.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum eru oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar.

Innlent