Ástin á götunni Laus við veikindin og klár í slaginn Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 16.9.2024 13:12 „Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Íslenski boltinn 16.9.2024 09:30 Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í dag. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum. Íslenski boltinn 15.9.2024 16:15 Uppgjörið: Fram - FH 3-3 | Fram náði stigi í lokin í markaleik á móti FH Fram og FH gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Alex Freyr Elísson skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútunum. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15 Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 1-0 | Emil bjargaði Stjörnunni í bragðdaufum leik Stjörnumenn unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í dag þökk sé vítaspyrnu í lok leiksins. Stjarnan komst upp í fimmta sætið með þessum sigri. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15 Uppgjörið: ÍA - KA 1-0 | Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15 Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Íslenski boltinn 15.9.2024 12:17 Lang markahæstur í 2. deildinni: „Var þetta nokkurn tímann spurning?“ Völsungur er á leið upp í Lengjudeild karla og Jakob Gunnar Sigurðsson varð lang markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í sumar. Sætið var tryggt með 8-3 sigri gegn KFA í dag, þar sem Jakob skoraði þrennu. Íslenski boltinn 14.9.2024 21:12 Ákvað að hlusta ekki á slúðursögur sem höfðu þó áhrif Viðar Örn Kjartansson lætur sögusagnir um sig ekkert á sig fá og hefur lagt hart að sér að koma sér í gott leikform. Hann ætlar sér að verða bikarmeistari með KA. Íslenski boltinn 14.9.2024 09:42 „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 13.9.2024 20:22 Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Íslenski boltinn 13.9.2024 14:31 „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 13.9.2024 13:31 Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. Íslenski boltinn 13.9.2024 12:31 „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Íslenski boltinn 13.9.2024 10:01 „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Íslenski boltinn 12.9.2024 19:50 Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. Íslenski boltinn 12.9.2024 09:33 Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Lokaumferð deildarkeppni Lengjudeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardag og getur ÍBV með sigri á Leikni Reykjavík í Breiðholti tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni að ári. Nú hefur ferðin verið gerð talsvert ódýrari fyrir Eyjafólk í von um að stuðningurinn hjálpi liðinu að tryggja sætið. Íslenski boltinn 11.9.2024 23:31 Órætt tíst Ísaks vekur athygli Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Íslenski boltinn 11.9.2024 15:01 Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Íslenski boltinn 11.9.2024 13:32 Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins. Íslenski boltinn 11.9.2024 10:49 Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 10.9.2024 22:16 Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 10.9.2024 09:10 Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:33 Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:03 „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Íslenski boltinn 9.9.2024 08:02 „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Íslenski boltinn 8.9.2024 11:31 Fram upp í Bestu deild kvenna Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Íslenski boltinn 7.9.2024 16:12 Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17 Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17 „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Þær Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA voru gestir Bestu upphitunarinnar fyrir 2. umferð uppskiptrar deildar. Þær eru nýbúnar að mætast á vellinum fyrir þátt dagsins. Íslenski boltinn 6.9.2024 16:32 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Laus við veikindin og klár í slaginn Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 16.9.2024 13:12
„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Íslenski boltinn 16.9.2024 09:30
Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í dag. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum. Íslenski boltinn 15.9.2024 16:15
Uppgjörið: Fram - FH 3-3 | Fram náði stigi í lokin í markaleik á móti FH Fram og FH gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Alex Freyr Elísson skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútunum. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 1-0 | Emil bjargaði Stjörnunni í bragðdaufum leik Stjörnumenn unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í dag þökk sé vítaspyrnu í lok leiksins. Stjarnan komst upp í fimmta sætið með þessum sigri. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15
Uppgjörið: ÍA - KA 1-0 | Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Íslenski boltinn 15.9.2024 13:15
Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Íslenski boltinn 15.9.2024 12:17
Lang markahæstur í 2. deildinni: „Var þetta nokkurn tímann spurning?“ Völsungur er á leið upp í Lengjudeild karla og Jakob Gunnar Sigurðsson varð lang markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í sumar. Sætið var tryggt með 8-3 sigri gegn KFA í dag, þar sem Jakob skoraði þrennu. Íslenski boltinn 14.9.2024 21:12
Ákvað að hlusta ekki á slúðursögur sem höfðu þó áhrif Viðar Örn Kjartansson lætur sögusagnir um sig ekkert á sig fá og hefur lagt hart að sér að koma sér í gott leikform. Hann ætlar sér að verða bikarmeistari með KA. Íslenski boltinn 14.9.2024 09:42
„Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 13.9.2024 20:22
Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Íslenski boltinn 13.9.2024 14:31
„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 13.9.2024 13:31
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. Íslenski boltinn 13.9.2024 12:31
„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Íslenski boltinn 13.9.2024 10:01
„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Íslenski boltinn 12.9.2024 19:50
Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. Íslenski boltinn 12.9.2024 09:33
Bjóða frítt í Herjólf og rútu í von um fjölmenni í Breiðholti Lokaumferð deildarkeppni Lengjudeildar karla í knattspyrnu fer fram á laugardag og getur ÍBV með sigri á Leikni Reykjavík í Breiðholti tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni að ári. Nú hefur ferðin verið gerð talsvert ódýrari fyrir Eyjafólk í von um að stuðningurinn hjálpi liðinu að tryggja sætið. Íslenski boltinn 11.9.2024 23:31
Órætt tíst Ísaks vekur athygli Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X sem hefur vakið athygli. Meining færslunnar er þó óljós. Íslenski boltinn 11.9.2024 15:01
Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Íslenski boltinn 11.9.2024 13:32
Guðmundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins. Íslenski boltinn 11.9.2024 10:49
Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 10.9.2024 22:16
Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Íslenski boltinn 10.9.2024 09:10
Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:33
Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9.9.2024 15:03
„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Íslenski boltinn 9.9.2024 08:02
„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. Íslenski boltinn 8.9.2024 11:31
Fram upp í Bestu deild kvenna Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Íslenski boltinn 7.9.2024 16:12
Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17
Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. Íslenski boltinn 7.9.2024 13:17
„Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Þær Arna Eiríksdóttir úr FH og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir úr Þór/KA voru gestir Bestu upphitunarinnar fyrir 2. umferð uppskiptrar deildar. Þær eru nýbúnar að mætast á vellinum fyrir þátt dagsins. Íslenski boltinn 6.9.2024 16:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent