Ástin á götunni

Fréttamynd

Íslendingar í Svíþjóð

Íslendingar voru á skotskónum í fótboltanum í Svíþjóð um helgina. Ásthildur Helgadóttir skoraði síðara mark Malmö í 2-0 sigri á Sunnanå. Erla Steina Arnardóttir jafnaði fyrir lið sitt Mallbacken í 3-3 gegn Hammarby og þá skoraði Gunnar Heiðar Þorvaldsson eina mark Halmstad sem tapaði 2-1 fyrir Malmö.

Sport
Fréttamynd

Essien kostar 32 milljónir

Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins Lyon hafa gefið út að Chelsea verði að punga út sömu upphæð og það var tilbúið að eyða í Steven Gerrard ef það ætlar sér að kaupa Mickael Essien.

Sport
Fréttamynd

Beckham vill að Owen verði kyrr

David Beckham hefur biðlað til félaga síns Michael Owen að vera um kyrrt hjá spænska liðinu Real Madrid í stað þess að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, eins og þrálátur orðrómur hefur gefið til kynna á síðustu vikum

Sport
Fréttamynd

Mourinho hrósar Phillips

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið hafi krækt í einn besta leikmann Englands þegar það keypti Shaun Wright-Phillips frá Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar á leið til Hearts

Haraldur Björnsson 16 ára markvörður úr Val og Eggert Gunnþór Jónsson 15 ára Eskfirðingur hafa komist að samkomulagi við Hearts í Skotlandi um að leika með þeim næstu þrjú árin.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Djurgården

Kári Árnason spilaði allan leikinn með Djurgården sem burstaði botnlið Sundsvall 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården. Liðið hefur nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar á Malmö FF og Helsingborg.

Sport
Fréttamynd

Coleman vill Hartson

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, hefur viðurkennt að hann muni líklega ekki hafa efni á að kaupa sér óskaframherja sinn þegar Andy Cole fer frá félaginu eins og allt útlit er fyrir á næstu dögum. Coleman er mjög hrifinn af framherjanum John Hartson hjá Glasgow Celtic, en viðurkennir að líklega verði hann of dýr.

Sport
Fréttamynd

Chelsea - Benfica

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálfleik í æfingaleik Chelsea gegn Benfica sem sýndur var á Sýn í gær. Eiður spilaði á miðjunni og átti ágætisleik.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves fer hvergi

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá þýsku meisturunum Bayern Munchen, hefur ákveðið að hafna tilboði Middlesbrough um að ganga til liðs við félagið í sumar. Hargreaves hefur verið hjá þýska liðinu síðan hann var unglingur og þjálfari Bayern segir ástæður þess að hann fari ekki gefa augaleið.

Sport
Fréttamynd

Cole áfram hjá Arsenal

Vinstri bakvörðurinn, Ashey Cole hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Arsenal, eftir að framtíð hans hjá félaginu hékk á bláþræði um tíma vegna ólöglegra viðræðna hans við Chelsea. Cole verður því áfram hjá Lundúnaliðinu til ársins 2008 og segist feginn að vera búinn að tryggja framtíð sína.

Sport
Fréttamynd

Hargreaves hafnar Boro

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem leikið hefur með Bayern Munchen síðustu ár, hefur hafnað samningstilboði frá enska úrvaldsdeildarliðinu Middlesbrough og segist ætla að berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliði Bayern.

Sport
Fréttamynd

Gilardino til A.C. Milan

Markahrókurinn Alberto Gilardino er genginn til liðs við A.C. Milan frá Parma fyrir 17.2 milljónir punda. Gilardino, 23 ára, gerði 23 mörk á nýafstöðnu tímabili fyrir Parma og hélt nánast Parma í A deild eins síns liðs.

Sport
Fréttamynd

James aðvarar Wright-Phillips

Markvörðurinn David James, fyrrum félagi Shaun Wright-Phillips hjá Manchester City, segist óttast að framtíð leikmannsins hjá Chelsea ætti eftir að verða honum erfið vegna samkeppninnar um hverja stöðu.

Sport
Fréttamynd

Gengið frá kaupunum á Foster

Manchester United gengur á næstu dögum frá kaupunum á markverðinum Ben Foster frá Stoke. Eins og greint hefur verið frá þá fær Stoke eina milljón punda við undirskrift en alls gæti Stoke fengið 2,5 milljónir punda nái Foster að spila úrvalsdeildarleik, meistaradeildarleik og landsleik sem leikmaður United.

Sport
Fréttamynd

Shearer skoraði í sigri Newcastle

Newcastle sigraði slóvaska liðið ZTS Dubnica 3-1 á útivelli í fyrri leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu, Mörk Newcastle gerðu Michael Chopra, James Milner og gamla kempan Alan Shearer. Seinni leikur liðanna fer fram á St.James´Park í Newcastle á laugardaginn kemur.

Sport
Fréttamynd

Samið um verð á Wright-Phillips

Manchester City og Chelsea hafa komist að samkomulagi um verð á Shaun Wright-Phillips, framherja City. Sky-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu. Upphæðin hefur þó ekki verið gefin upp.

Sport
Fréttamynd

Real vann í fyrsta leiknum

Real Madríd vann mexíkóska liðið Chivas Guadalajara, 3-1, í fyrsta æfingaleik liðsins af sex í keppnisferð um Asíu og Bandaríkin. Francesco Palencia kom Chivas yfir á 73. mínútu en Madrídarmenn jöfnuðu metin þegar Alvaro Meija skallaði inn aukaspyrnu frá David Beckham.

Sport
Fréttamynd

Benayoun til West Ham

Ísraelski landsliðsmaðurinn Yossi Benayoun gekk í gær til liðs við West Ham United. Lundúnaliðið borgar spænska liðinu Racing Santander 2,5 milljónir punda fyrir Benayoun.

Sport
Fréttamynd

Henry næsti fyrirliði Arsenal

Thierry Henry verður næsti fyrirliði Arsenal. Arsenal vann 3. deildarliðið Barnet, 4-1, í æfingaleik í gær. Hvít-Rússinn Alexander Hleb skoraði fyrsta markið en síðan skoruðu þeir Henry, Dennis Bergkamp og Justin Hoyte áður en Barnett minkaði muninn.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum gegn Benfica

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Chelsea í kvöld en liðið spilar þá sinn annan leik á undirbúningstímabilinu gegn portúgalska liðinu Benfica. Chelsea og Benfica spila um Samsung-bikarinn og það verður vítaspyrnukeppni sem ræður úrslitum standi leikar jafnir eftir venjulegan leiktíma.

Sport
Fréttamynd

Mbesuma vill spila fyrir United

Zambíu maðurinn Collins Mbesuma sem skrifaði undir samning hjá enska úrvaldseildarliðinu Portsmouth er kanski ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna félagsins. Á blaðamannafundi í gær þar sem Mbesuma var kynntur fyrir stuðningsmönnuum, áformaði hann framtíðar áætlanir sínar.

Sport
Fréttamynd

Wright-Phillips til Chelsea

Það er nánast frágegnið að sóknar-miðjumaður Manchester City, Shaun Wright-Phillips gangi til liðs við Englandsmeistara Chelsea. Félögin hafa samið um kaupverð sem talið er nema 21 milljón punda og nú á leikmaðurinn eingöngu eftir að semja um kaup og kjör. Wright-Phillips er 23 ára gamall og hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil með Man.City.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn í stórsókn

Skagamenn hafa gert harða hríð að marki FH í upphafi síðari hálfleiks og áttu nú fyrir stundu þrjú bylmingsskot að marki heimamanna, en náðu ekki að koma knettinum yfir marklínuna. Staðan er því óbreytt í Kaplakrika, gestirnir hafa yfir 1-0.

Sport
Fréttamynd

Heimir ekki með FH-ingum

Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, er ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir Skagamönnum í 8 liða úrslitum VISA-bikars karla. Baldur Bett tekur stöðu fyrirliðans á miðjunni en markvörðurinn Daði Lárusson ber fyrirliðabandið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn yfir í hálfleik

Skagamenn eru 0-1 yfir í hálfleik gegn FH í 8 liða úrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli. Markið skoraði hinn 19 ára gamli Andri Júlíusson strax á 3. mínútu leiksins með skalla af markteig eftir sendingu frá Igor Pesic. Bjarki Guðmundsson, markvörður ÍA, hefur varið oft mjög vel í markinu þar á meðal vítaspyrnu frá Tryggva Guðmundssyni á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

FH-ingar í undanúrslit bikarsins

FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum VISA-bikars karla í dag með 5-1 sigri á ÍA í framlengdum leik liðanna í Kaplakrika. Skagamenn skoruðu strax á 3 mínútu en FH-ingar tryggðu sér framlengingu 17 mínútum fyrir leikslok og unnu hana síðan örugglega 4-0. Allir varamenn Íslandsmeistaranna skoruðu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Niðurlægðir í framlengingu

FHingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍA á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar voru heppnir að koma leiknum í framlengingu en eftir að í hana var komnið var aldrei spurning um hvernig leikar myndu fara.

Sport
Fréttamynd

FH hefur ekki slegið út ÍA í 25 ár

FH hefur ekki náð að slá út ÍA í bikarkeppninni í 25 ár eða síðan að liðið vann 3-1 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar 1980. Skagamenn hafa unnið þrjár síðsutu bikarviðureignir liðanna og í tvö síðustu skiptin hafa þeir unnið bikarmeistaratitilinn eftir að hafa slegið út FH. Liðin mætast í Kaplakrika klukkan 16.00 í dag.

Sport
Fréttamynd

Framlengt í Kaplakrika

Leikur FH og ÍA í Kaplakrika fer í framlengingu eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 1-1. Leikurinn hefur verið hin besta skemmtun og nú er ljóst að úrslit leiksins ráðast ekki fyrr en í framlengingu.

Sport