Ástin á götunni

Fréttamynd

Valur í vandræðum

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals í knattspyrnu hefur átt við erfið veikindi að stríða undanförnu og getur líklega ekki leikið með liðinu á Laugardalsvelli gegn Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu á sunnudag. Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar mun líklega standa í marki Vals í fyrri leiknum í það minnsta.

Sport
Fréttamynd

Naumt tap fyrir Króatíu

Íslenska U-19 ára landslið Íslands tapaði 3-2 fyrir Króatíu í undankeppni EM í Sarajevo í dag og því eru möguleikar liðsin á því að komast í milliriðla í keppninni úr sögunni.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand ósáttur við sjálfan sig

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segist ekki sáttur við frammistöðu sína það sem af er tímabilinu með Manchester United og enska landsliðinu og viðurkennir að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi fram til þessa. Hann segist þó hafa skapgerð til að breyta því og koma sér í toppform á ný.

Sport
Fréttamynd

James framlengir við Man. City

Markvörðurinn David James hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Manchester City um eitt ár og verður því hjá félaginu til loka keppnistímabilsins 2006-2007. James er dottinn út úr myndinni hjá landsliðsþjálfaranum í bili, en Stuart Pearce hefur fulla trú á honum.

Sport
Fréttamynd

Bætt afkoma hjá Tottenham

Úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspurs lagði fram ársreikninga sína í morgun og þar sýndi félagið fram á bætta afkomu frá árinu þar á undan. Eftir að 2,7 milljóna punda halli var á rekstri félagsins á árinu 2003-04, hefur það nú sýnt fram á 4,1 milljón punda hagnað á síðasta reikningsári.

Sport
Fréttamynd

Butt fær lengra bann

Miðjumaðurinn Nicky Butt hjá Birmingham hefur fengið leikbann sitt framlengt um einn leik fyrir að bölva dómara í leik gegn Portsmouth þann 17 september sl. Butt mun því missa af grannaslag Birmingham og Aston Villa þann 16 október, en lið Birmingham má illa við því.

Sport
Fréttamynd

Synd að Ívar sé ekki í hópnum

Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid þénar mest

Spænska stórveldið Real Madrid hefur velt Manchester United af stalli og er nú það félag í heiminum sem þénar mestar tekjur, ef marka má nýjustu tölur frá spænska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Stór stund fyrir Daða

"Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum

Sport
Fréttamynd

Bjarni til Noregs

Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson fær tilboð í hendurnar í dag frá norska liðinu Odd Grenland en hann var til reynslu hjá liðinu í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar meiddur

Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Best á batavegi

Knattspyrnugoðið George Best er sagður á batavegi eftir að hafa lagst inn á sjúkrahús í London á dögunum, en er enn á gjörgæsludeild. Hann var lagður inn vegna flensueinkenna og fékk alvarlega sýkingu í nýru um helgina.

Sport
Fréttamynd

Dregið í UEFA bikarnum

Í morgun var dregið í undanriðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, þar sem Íslendingar verða í eldlínunni í vetur. Bolton og Middlesbrough eru fulltrúar Englendinga í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum leikmaður Vals í fangelsi

Englendingurinn Mark Ward sem lék með Valsmönnum í efstu deild karla árið 1998 var í dag dæmdur í átta ára fangelsi, eftir að fjögur kíló af kókaíni fundust í íbúð hans í Liverpool í vor. Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði Vals sem lék með honum á sínum tíma með Hlíðarendaliðinu lýsir Ward sem algjörum toppmanni.

Sport
Fréttamynd

Owen fer aldrei aftur frá Englandi

Framherjinn Michael Owen segir að hann muni aldrei leika annarsstaðar en á Englandi í framtíðinni, eftir að hann komst að því hvað það henti sér vel að leika í heimalandinu.

Sport
Fréttamynd

Keane hefur trú á arftaka sínum

Fyrirliði Manchester United, Roy Keane, segist hafa fulla trú á Alan Smith sem arftaka sínum í varnarhlutverkinu á miðjunni og segir að það eina sem Smith þurfi sé tími og alvöru leikir til að ná góðum tökum á nýju stöðunni.

Sport
Fréttamynd

Atvik á Anfield í rannsókn

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort hlutum var kastað inn á völlinn þegar Frank Lampard fagnaði marki sínu úr vítaspyrnu í leik Liverpool og Chelsea um helgina. Lampard fékk að líta gula spjaldið fyrir að storka áhorfendum Liverpool þegar hann fagnaði marki sínu úr vítaspyrnu, en honum verður ekki refsað frekar.

Sport
Fréttamynd

Gervigrasið að reynast vel

Átta af hverjum tíu leikmönnum í norsku úrvalsdeildinni vilja ekki að deildakeppnin fari fram á gervigrasvöllum. Þá sýnir sænsk rannsókn að gervigrasvellir draga úr áhuga almennings að fara á völlinn en meiðslahætta leikmanna er hins vegar minni á gervigrasi.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar skoraði en meiddist

Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hélt uppteknum hætti í sænska boltanum í kvöld og skoraði eina mark Halmstad, sem þó tapaði stórt, 6-1 fyrir Djurgarden. Gunnar Heiðar þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir klukkutíma leik. Kári Árnason tók út leikbann í kvöld, en Sölvi Geir Ottesen var allan tímann á varamannabekknum.

Sport
Fréttamynd

Tvær breytingar á A-landsliðinu

Tvær breytingar hafa verið gerðar á íslenska A-landsliðshópnum fyrir leikina gegn Pólverjum og Svíum. Helgi Valur Daníelsson og Daði Lárusson koma inn í liðið í stað þeirra Jóhannesar Harðarsonar og Árna Gauts Arasonar.

Sport
Fréttamynd

Crouch valinn í landsliðið

Sóknarmaður Liverpool, Peter Crouch, var í gær valinn í enska landsliðið sem mætir Austurríki og Pólverjum í undankeppni Heimsmeistaramótins í knattspyrnu. Alan Smith hjá  Manchester Utd var einnig valinn en Wayne Rooney er í banni gegn Austurríki.

Sport
Fréttamynd

Beckham og Rooney sættust

Ensku landsliðsmennirnir Wayne Rooney og David Beckham, sem rifust heiftarlega á vellinum í tapi Englendinga fyrir Norður-Írum á dögunum, hafa nú náð sáttum á ný. Rooney brá sér yfir til Spánar í gærkvöld ásamt konu sinni og snæddi kvöldverð með Beckham hjónunum.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu fyrir Rússum

U-19 ára landslið kvenna tapaði lokaleik sínum í riðlakeppninni í undankeppni EM fyrir Rússum 5-1 á laugardaginn, en liðið er engu að síður komið áfram í milliriðla. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins, sem hafnaði í öðru sæti riðils síns.

Sport
Fréttamynd

Sammi vill mæta Roma

"Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segist vonast eftir að mæta einhverjum af stóru liðunum í Evrópu þegar dregið verður í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Enski landsliðshópurinn tilkynntur

Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt 24 manna landsliðshóp Englendinga sem mætir Austurríki og Pólverjum dagana 8. og 12. október næstkomandi. Athygli vekur að framherji Liverpool, Peter Crouch er kominn inn í hópinn á ný, en Danny Murphy frá Charlton hlýtur ekki náð fyrir augum Svíans, þrátt fyrir að leika mjög vel með liði sínu undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Mourhinho heimtar virðingu

Jose Mourinho segir að það sé kominn tími til að fólk fari að virða lið Chelsea, eftir að það tók Liverpool í kennslustund á Anfield í gær, en bendir á að nóg sé eftir af tímabilinu á Englandi þó Chelsea gangi vel í byrjun.

Sport
Fréttamynd

Nistelrooy fer ekki frá United

Umboðsmaður Ruud van Nistelrooy hjá Manchester United hefur gefið það út að hollenski framherjinn sé ekki á leið frá liðinu eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, en Nistelrooy hefur verið orðaður við Real Madrid á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Ísland U-19 tapaði fyrir Búlgaríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum yngri en 19 ára, tapaði í dag fyrir Búlgaríu 1-0 í undankeppni EM. Markið kom á 50. mínútu leiksins úr vítaspyrnu, en einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Carsley aftur í aðgerð

Það blæs ekki byrlega fyrir botnlið Everton þessa dagana og í dag bárust þær fréttir að miðjumaðurinn sterki Lee Carsley hafi farið í aðra aðgerð á hné og verði því frá í lágmark sex vikur til viðbótar.

Sport
Fréttamynd

Þrír 19 ára í U-21 árs liðið

Eyjólfur Sverrisson hefur valið þrjá leikmenn úr U-19 ára landsliði Íslands í U-21 árs hóp sinn sem mætir Svíum í undankeppni EM í Svíþjóð þann 11. október. Þetta eru þeir Theodór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Viðarsson og Rúrik Gíslason.

Sport