Ástin á götunni Hætt við byggingu spilavítis Eigendur Manchester United hafa hætt við að byggja spilavíti á heimavelli liðsins Old Trafford eins og til stóð, vegna erfiðleika við að fá tilskilin leyfi. Félagið hefur lagt ríka áherslu á að þessi niðurstaða hafi ekkert með Malcom Glazer og syni hans að gera, en margir vildu meina að þeir hefðu runnið á rassinn með að fjármagna fyrirtækið vegna skuldsetningar félagsins. Sport 23.10.2005 15:04 Davies segist betri en Crouch Framherjinn Kevin Davies hjá Bolton segist geta gert betri hluti með enska landsliðinu en hin hávaxni Peter Crouch hjá Liverpool og bendir á að þó hann sjálfur muni líklega ekki fá landsleik úr þessu, gæti hann skilað stöðunni betur en Crouch þegar enska liðið spilar svipaðan stíl og Bolton. Sport 23.10.2005 15:04 Sögulegur sigur Úrugvæ Úrúgvæ vann frækinn sigur á Argentínumönnum í undankeppni HM í gærkvöld, 1-0 með marki frá Alvaro Recoba og tryggði sig í umspil gegn Áströlum um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:04 King meiddist með landsliðinu Varnarjaxlinn Ledley King hjá Tottenham Hotspurs gæti misst af leik liðsins gegn Everton um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleiknum gegn Pólverjum í gær. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir aðdáendur liðsins hér heima, því stuðningsmannaklúbbur Tottenham er nú á leið til London að sjá leik Tottenham og Everton um helgina. Sport 23.10.2005 15:04 Fjórir enskir tilnefndir Fjórir enskir landsliðsmenn hafa verið tilnefndir í 30 manna úrtak fyrir valið á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þetta eru þeir Wayne Rooney, Frank Lampard, David Beckham og Steven Gerrard. Sport 23.10.2005 15:04 Cisse setur sér markmið Framherjinn Djibril Cissé hjá Liverpool hefur sett sér skýr markmið varðandi framtíð sína hjá félaginu og segir að nái hann ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum, muni hann róa á önnur mið á nýja árinu. Þetta segir hann að sé nauðsynleg ráðstöfun fyrir sig til að vinna sér sæti í franska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Sport 23.10.2005 15:04 Stjórarnir verða að aga Rooney Sepp Blatter, forseti FIFA, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að hinum skapheita Wayne Rooney og segir að það sé á ábyrgð knattspyrnustjóranna að halda aftur af drengnum. Sport 23.10.2005 15:04 Campbell klár í Meistaradeildina Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á í nokkrum vandræðum með þau miklu meiðsli sem hrjá leikmenn liðsins þessa dagana, en hann hefur nú fengið þær gleðifréttir að Sol Campbell verði líklega klár í slaginn þegar liðið fer til Prag í Meistaradeildinni í næstu viku. Sport 23.10.2005 15:04 Chelsea skoðar Andrade Ensku meistararnir Chelsea eru nú sagðir ætla að festa kaup á portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade hjá Deportivo La Corunia í janúar og er talið að hann muni kosta félagið um 16 milljónir punda. Sport 23.10.2005 15:04 Zlatan jafnaði undir eins Það tók Svía ekki nema um fjórar mínútur að jafna leikinn gegn Íslendingum, en þar var að verki snillingurinn Zlatan Ibrahimovic sem skoraði með viðstöðulausu skoti eftir að Auðun Helgason átti misheppnaða hreinsun frá íslenska markinu. Hann nældi sér þvínæst í gult spjald fyrir fólskulegt brot strax í kjölfarið.> Sport 23.10.2005 18:59 Beckham farinn til Spánar David Beckham fær ekki að horfa á leik Englendinga og Pólverja af varamannabekk liðsins eins og til stóð, því hann hefur verið kallaður aftur til Spánar til að æfa með Real Madrid. Þar sem Beckham var í banni í leiknum, ákvað Sven-Göran Eriksson að leyfa honum að fara.> Sport 23.10.2005 18:59 Írar sátu eftir með sárt ennið Í gærkvöldi varð ljóst að Írum tækist ekki að vinna sær sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, því liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli sínum gegn Svisslendingum, sem með stiginu fá sæti í umspili. Frakkar tryggðu sér beint sæti á HM með auðveldum sigri á Kýpur.> Sport 23.10.2005 18:59 Sven-Göran tilkynnir byrjunarliðið Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt byrjunarlið Englands sem mætir Pólverjum í kvöld, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á liðinu vegna meiðsla og leikbanna.> Sport 23.10.2005 18:59 Ísland komið yfir 1-0 Íslendingar voru nú rétt í þessu að ná forystu gegn Svíum á Rasunda. Það var Kári Árnason sem skoraði sannkallað draumamark á 23. mínútu af hátt í 40 metra færi með þrumuskoti sem markvörður Svía náði ekki að verja. Staðan 1-0 og byrjun íslenska liðsins því aldeilis góð.> Sport 23.10.2005 18:59 Mark dæmt af Svíum Leikurinn í Svíþjóð byrjar fjörlega og eftir um tíu mínútna leik náði Freddy Ljungberg að skora fyrir sænska liðið eftir frábæra spilamennsku, en markið var réttilega sæmt af vegna rangstöðu. > Sport 23.10.2005 18:59 Eriksson ánægður Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var afar ánægður með frammistöðu sinna manna eftir sigurinn á Pólverjum í lokaleik undankeppni HM í gær, en sigurinn tryggði enskum efsta sætið í riðlinum.> Sport 23.10.2005 18:59 Svíar áhyggjulausir fyrir leikinn Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Svíum í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins á Rasunda leikvanginum í Stokkhólmi. Sænskir fjölmiðlamenn hafa litlar áhyggjur af leiknum gegn Íslendingm og eiga von á öruggum sigri Svía enda sæti sænska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi þegar tryggt.> Sport 23.10.2005 18:59 Zlatan fór í tattú í gær Framherjinn Zlatan Ibrahimovic virðist ekki hafa stórar áhyggjur af leiknum við Íslendinga í dag, því í gær fór hann ásamt vini sínum í sænska landsliðinu og fékk sér húðflúr í Stokkhólmi. Húðflúrið er á maganum á honum og segir; "Aðeins Guð getur dæmt mig." > Sport 23.10.2005 18:59 Woodgate skoraði aftur sjálfsmark Varnarmaðurin Jonathan Woodgate varð aftur fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir lið sitt Real Madrid í gærkvöldi, þegar það tapaði vináttuleik við Real Zaragoza í vítaspyrnukeppni í gær. Þetta var annað sjálfsmark Woodgate í þremur leikjum fyrir liðið.> Sport 23.10.2005 18:59 Fólk er á móti Everton David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir ekkert að marka þá hörðu gagnrýni sem lið hans hefur fengið á sig á leiktíðinni, því svo virðist sem fólk sé einfaldlega á móti liðinu.> Sport 23.10.2005 18:59 Svíar komnir yfir Svíar hafa náð forystu 2-1 gegn Íslendingum. Það var markahrókurinn Henrik Larsson sem skoraði mark sænska liðsins á 42. mínútu eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimovic. Markið var stórkostlega útfært og Svíarnir fara á kostum þessa stundina.> Sport 23.10.2005 18:59 Enska U-21 liðið vann Pólverja Enska U-21 árs landsliðið vann auðveldan 4-1 heimasigur á Pólverjum í gærkvöldi. Steven Taylor skoraði tvö marka enska liðsins og Carlton Cole og Jerome Thomas skoruðu sitt markið hvor.> Sport 23.10.2005 18:59 Svíþjóð - Ísland í beinni á Vísi Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Þorsteinn Gunnarsson fylgdist með.> Sport 23.10.2005 18:59 Englendingar unnu Pólverja Enska landsliðið lagði það pólska 2-1 í lokaleik sínum í undankeppni HM í kvöld og tryggði sér þar með sigurinn í riðlinum. Michael Owen og Frank Lampard skoruðu mörk enska liðsins, sem hafði nokkra yfirburði í leiknum.> Sport 23.10.2005 18:59 Byrjunarlið Íslands gegn Svíum Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Svíum á Rasunda leikvanginum í undankeppni HM nú klukkan 17:30. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. > Sport 23.10.2005 18:59 Ísland tapaði fyrir Svíum Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Svíum í lokaleik sínum í undankeppni HM í Svíþjóð nú áðan. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með glæsilegu marki Kára Árnasonar í fyrri hálfleik, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson og Kim Kallström gerðu vonir íslenska liðsins að engu.> Sport 23.10.2005 18:59 Giggs skoraði tvö fyrir Wales Ryan Giggs, leikmaður Manchester United er heldur betur á skotskónum hjá landsliði sínu þessa dagana. Wales lauk keppni í gærkvöld með 2-0 sigri á Azerum, þar sem Giggs skoraði bæði mörk liðsins og skoraði þar með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.> Sport 23.10.2005 18:59 Henry verður boðinn risasamningur Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi í hyggju að bjóða Thierry Henry stærsta samning í sögu félagsins ef hann fellst á að vera áfram hjá félaginu. Samningurinn myndi hljóða upp á fjögur ár og 100 þúsund pund á viku. Sport 23.10.2005 15:03 Finnan ekki ákærður Varnarmaðurinn Steve Finnan verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að mál hans hefur verið tekið fyrir af saksóknara. Finnan lenti í árekstri við áttræðan mann í janúar á þessu ári, með þeim afleiðingum að maðurinn lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Sport 23.10.2005 15:03 Sérfræðingar óttast enskar bullur Hollenskur sérfræðingur sem hefur að atvinnu að rannsaka fótboltabullur, segir að þrátt fyrir þokkalega hegðun stuðningsmanna enska landsliðsins í knattspyrnu á síðustu tveimur stórmótum, stafi enn hætta af enskum fótboltabullum og bendir á að þær verði undir smásjánni á HM í Þýskalandi næsta sumar. Sport 23.10.2005 15:03 « ‹ 287 288 289 290 291 292 293 294 295 … 334 ›
Hætt við byggingu spilavítis Eigendur Manchester United hafa hætt við að byggja spilavíti á heimavelli liðsins Old Trafford eins og til stóð, vegna erfiðleika við að fá tilskilin leyfi. Félagið hefur lagt ríka áherslu á að þessi niðurstaða hafi ekkert með Malcom Glazer og syni hans að gera, en margir vildu meina að þeir hefðu runnið á rassinn með að fjármagna fyrirtækið vegna skuldsetningar félagsins. Sport 23.10.2005 15:04
Davies segist betri en Crouch Framherjinn Kevin Davies hjá Bolton segist geta gert betri hluti með enska landsliðinu en hin hávaxni Peter Crouch hjá Liverpool og bendir á að þó hann sjálfur muni líklega ekki fá landsleik úr þessu, gæti hann skilað stöðunni betur en Crouch þegar enska liðið spilar svipaðan stíl og Bolton. Sport 23.10.2005 15:04
Sögulegur sigur Úrugvæ Úrúgvæ vann frækinn sigur á Argentínumönnum í undankeppni HM í gærkvöld, 1-0 með marki frá Alvaro Recoba og tryggði sig í umspil gegn Áströlum um laust sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. Sport 23.10.2005 15:04
King meiddist með landsliðinu Varnarjaxlinn Ledley King hjá Tottenham Hotspurs gæti misst af leik liðsins gegn Everton um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleiknum gegn Pólverjum í gær. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir aðdáendur liðsins hér heima, því stuðningsmannaklúbbur Tottenham er nú á leið til London að sjá leik Tottenham og Everton um helgina. Sport 23.10.2005 15:04
Fjórir enskir tilnefndir Fjórir enskir landsliðsmenn hafa verið tilnefndir í 30 manna úrtak fyrir valið á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þetta eru þeir Wayne Rooney, Frank Lampard, David Beckham og Steven Gerrard. Sport 23.10.2005 15:04
Cisse setur sér markmið Framherjinn Djibril Cissé hjá Liverpool hefur sett sér skýr markmið varðandi framtíð sína hjá félaginu og segir að nái hann ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á næstu tveimur mánuðum, muni hann róa á önnur mið á nýja árinu. Þetta segir hann að sé nauðsynleg ráðstöfun fyrir sig til að vinna sér sæti í franska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Sport 23.10.2005 15:04
Stjórarnir verða að aga Rooney Sepp Blatter, forseti FIFA, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að hinum skapheita Wayne Rooney og segir að það sé á ábyrgð knattspyrnustjóranna að halda aftur af drengnum. Sport 23.10.2005 15:04
Campbell klár í Meistaradeildina Arsene Wenger, stjóri Arsenal, á í nokkrum vandræðum með þau miklu meiðsli sem hrjá leikmenn liðsins þessa dagana, en hann hefur nú fengið þær gleðifréttir að Sol Campbell verði líklega klár í slaginn þegar liðið fer til Prag í Meistaradeildinni í næstu viku. Sport 23.10.2005 15:04
Chelsea skoðar Andrade Ensku meistararnir Chelsea eru nú sagðir ætla að festa kaup á portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade hjá Deportivo La Corunia í janúar og er talið að hann muni kosta félagið um 16 milljónir punda. Sport 23.10.2005 15:04
Zlatan jafnaði undir eins Það tók Svía ekki nema um fjórar mínútur að jafna leikinn gegn Íslendingum, en þar var að verki snillingurinn Zlatan Ibrahimovic sem skoraði með viðstöðulausu skoti eftir að Auðun Helgason átti misheppnaða hreinsun frá íslenska markinu. Hann nældi sér þvínæst í gult spjald fyrir fólskulegt brot strax í kjölfarið.> Sport 23.10.2005 18:59
Beckham farinn til Spánar David Beckham fær ekki að horfa á leik Englendinga og Pólverja af varamannabekk liðsins eins og til stóð, því hann hefur verið kallaður aftur til Spánar til að æfa með Real Madrid. Þar sem Beckham var í banni í leiknum, ákvað Sven-Göran Eriksson að leyfa honum að fara.> Sport 23.10.2005 18:59
Írar sátu eftir með sárt ennið Í gærkvöldi varð ljóst að Írum tækist ekki að vinna sær sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, því liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli sínum gegn Svisslendingum, sem með stiginu fá sæti í umspili. Frakkar tryggðu sér beint sæti á HM með auðveldum sigri á Kýpur.> Sport 23.10.2005 18:59
Sven-Göran tilkynnir byrjunarliðið Sven-Göran Eriksson hefur tilkynnt byrjunarlið Englands sem mætir Pólverjum í kvöld, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á liðinu vegna meiðsla og leikbanna.> Sport 23.10.2005 18:59
Ísland komið yfir 1-0 Íslendingar voru nú rétt í þessu að ná forystu gegn Svíum á Rasunda. Það var Kári Árnason sem skoraði sannkallað draumamark á 23. mínútu af hátt í 40 metra færi með þrumuskoti sem markvörður Svía náði ekki að verja. Staðan 1-0 og byrjun íslenska liðsins því aldeilis góð.> Sport 23.10.2005 18:59
Mark dæmt af Svíum Leikurinn í Svíþjóð byrjar fjörlega og eftir um tíu mínútna leik náði Freddy Ljungberg að skora fyrir sænska liðið eftir frábæra spilamennsku, en markið var réttilega sæmt af vegna rangstöðu. > Sport 23.10.2005 18:59
Eriksson ánægður Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga var afar ánægður með frammistöðu sinna manna eftir sigurinn á Pólverjum í lokaleik undankeppni HM í gær, en sigurinn tryggði enskum efsta sætið í riðlinum.> Sport 23.10.2005 18:59
Svíar áhyggjulausir fyrir leikinn Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Svíum í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins á Rasunda leikvanginum í Stokkhólmi. Sænskir fjölmiðlamenn hafa litlar áhyggjur af leiknum gegn Íslendingm og eiga von á öruggum sigri Svía enda sæti sænska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi þegar tryggt.> Sport 23.10.2005 18:59
Zlatan fór í tattú í gær Framherjinn Zlatan Ibrahimovic virðist ekki hafa stórar áhyggjur af leiknum við Íslendinga í dag, því í gær fór hann ásamt vini sínum í sænska landsliðinu og fékk sér húðflúr í Stokkhólmi. Húðflúrið er á maganum á honum og segir; "Aðeins Guð getur dæmt mig." > Sport 23.10.2005 18:59
Woodgate skoraði aftur sjálfsmark Varnarmaðurin Jonathan Woodgate varð aftur fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir lið sitt Real Madrid í gærkvöldi, þegar það tapaði vináttuleik við Real Zaragoza í vítaspyrnukeppni í gær. Þetta var annað sjálfsmark Woodgate í þremur leikjum fyrir liðið.> Sport 23.10.2005 18:59
Fólk er á móti Everton David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir ekkert að marka þá hörðu gagnrýni sem lið hans hefur fengið á sig á leiktíðinni, því svo virðist sem fólk sé einfaldlega á móti liðinu.> Sport 23.10.2005 18:59
Svíar komnir yfir Svíar hafa náð forystu 2-1 gegn Íslendingum. Það var markahrókurinn Henrik Larsson sem skoraði mark sænska liðsins á 42. mínútu eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimovic. Markið var stórkostlega útfært og Svíarnir fara á kostum þessa stundina.> Sport 23.10.2005 18:59
Enska U-21 liðið vann Pólverja Enska U-21 árs landsliðið vann auðveldan 4-1 heimasigur á Pólverjum í gærkvöldi. Steven Taylor skoraði tvö marka enska liðsins og Carlton Cole og Jerome Thomas skoruðu sitt markið hvor.> Sport 23.10.2005 18:59
Svíþjóð - Ísland í beinni á Vísi Landsleikur Svíþjóðar og Íslands sem fram fer í Svíþjóð í dag verður sýndur beint á Vísi VefTV. Útsending Sýnar hefst klukkan 17:00 en flautað verður til leiks klukkan 17:30. Svíar virðist ekki hafa miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu miðað við blaðamannafund sænska landsliðsins í Stokkhólmi í gær sem Þorsteinn Gunnarsson fylgdist með.> Sport 23.10.2005 18:59
Englendingar unnu Pólverja Enska landsliðið lagði það pólska 2-1 í lokaleik sínum í undankeppni HM í kvöld og tryggði sér þar með sigurinn í riðlinum. Michael Owen og Frank Lampard skoruðu mörk enska liðsins, sem hafði nokkra yfirburði í leiknum.> Sport 23.10.2005 18:59
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Svíum á Rasunda leikvanginum í undankeppni HM nú klukkan 17:30. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum. > Sport 23.10.2005 18:59
Ísland tapaði fyrir Svíum Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Svíum í lokaleik sínum í undankeppni HM í Svíþjóð nú áðan. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með glæsilegu marki Kára Árnasonar í fyrri hálfleik, en þeir Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson og Kim Kallström gerðu vonir íslenska liðsins að engu.> Sport 23.10.2005 18:59
Giggs skoraði tvö fyrir Wales Ryan Giggs, leikmaður Manchester United er heldur betur á skotskónum hjá landsliði sínu þessa dagana. Wales lauk keppni í gærkvöld með 2-0 sigri á Azerum, þar sem Giggs skoraði bæði mörk liðsins og skoraði þar með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.> Sport 23.10.2005 18:59
Henry verður boðinn risasamningur Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi í hyggju að bjóða Thierry Henry stærsta samning í sögu félagsins ef hann fellst á að vera áfram hjá félaginu. Samningurinn myndi hljóða upp á fjögur ár og 100 þúsund pund á viku. Sport 23.10.2005 15:03
Finnan ekki ákærður Varnarmaðurinn Steve Finnan verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að mál hans hefur verið tekið fyrir af saksóknara. Finnan lenti í árekstri við áttræðan mann í janúar á þessu ári, með þeim afleiðingum að maðurinn lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Sport 23.10.2005 15:03
Sérfræðingar óttast enskar bullur Hollenskur sérfræðingur sem hefur að atvinnu að rannsaka fótboltabullur, segir að þrátt fyrir þokkalega hegðun stuðningsmanna enska landsliðsins í knattspyrnu á síðustu tveimur stórmótum, stafi enn hætta af enskum fótboltabullum og bendir á að þær verði undir smásjánni á HM í Þýskalandi næsta sumar. Sport 23.10.2005 15:03