Ástin á götunni Annríki hjá Keflvíkingum Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis. Sport 19.1.2006 20:28 Ísland á svipuðum slóðum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Sport 18.1.2006 14:51 Þormóður æfir með Stjörnunni Sport 14.1.2006 16:44 Jökull Elísabetarson úr KR Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður. Sport 8.1.2006 22:55 Eiður til London í einkaþotu Baugs Eiður Smári Guðjohnsen var krýndur íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur staðið í ströngu með Chelsea yfir hátíðirnar og fengið lítið frí. Hann flaug til landsins með Flugleiðavél seinni partinn í gær og stoppaði stutt því Chelsea vildi fá hann aftur á æfingu í dag. Sport 3.1.2006 17:50 Samdi við KR í dag Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR. Sport 21.12.2005 19:38 Laugardalsvöllur stækkaður Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna. Sport 21.12.2005 18:49 Páll Einarsson í Fylki Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík. Sport 21.12.2005 18:36 Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti. Sport 21.12.2005 14:42 Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum. Sport 19.12.2005 17:34 Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnumenn ársins Eiður Smári Guðjohnsen og Ásthildur Helgadóttir voru nú síðdegis kosin knattspyrnumenn ársins við árlega athöfn á Hótel Nordica. Í öðru sæti í karlaflokki varð Hermann Hreiðarsson, en Margrét Lára Viðarsdóttir varð önnur í kvennaflokki. Sport 12.12.2005 19:12 Týndu synirnir komnir heim Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarson skrifuðu í gær undir nýja samninga við Víking Reykjavík til ársloka 2007. "Það er mjög ánægjulegt að búið sé að ganga frá málum varðandi þessa leikmenn og ljóst að nú styrkist leikmannahópurinn til muna en hann var ágætur fyrir. Víkingur gerði rétt með því að lána þá síðasta sumar, nú er liðið komið aftur upp og fær leikmennina sterkari til baka," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, með bros á vör eftir undirskriftina. Sport 10.12.2005 20:21 Atli baðst afsökunar Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, greindi frá því á heimasíðu félagsins í gær að Atli Eðvaldsson, þjálfari félagsins, hefði beðist afsökunar á seinni yfirlýsingu sinni um Pál Einarsson sem bar heitið "leikmaðurinn Páll Einarsson" og birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Sport 10.12.2005 20:20 Grétar og Viktor framlengja hjá Víkingi Víkingur sem leikur í Landsbankadeild karla í fótbolta á næsta tímabili sendi í dag frá sér fréttatilkynningu sem í segir að félagið hafi gert nýja samninga við leikmennina Viktor Bjarka Arnarsson og Grétar Sigfinn Sigurðsson. Sport 10.12.2005 16:38 Stjórnin styður Atla Það er óhætt að segja að yfirlýsing Atla Eðvaldsonar í Fréttablaðinu í gær hafi vakið mikil viðbrögð. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, staðfesti að stjórn félagsins hefði ekki lesið yfirlýsingu Atla áður en hann sendi hana frá sér enda væri það ekki í hennar verkahring að stýra því hvað fólk segði. Sport 10.12.2005 04:11 Kemur til greina að hætta Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, íhugar það þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna. Sport 10.12.2005 04:11 Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. Sport 5.12.2005 15:21 Keflavík og Breiðablik meistarar Keflvíkingar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu með sigri á KR í úrslitaleik 1-0. Breiðablik varð meistari í kvennaflokki eftir æsispennandi framlengingu og vítakeppni, þar sem staðan var 1-1 að lokinni framlengingu. Sport 4.12.2005 17:11 Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18 Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46 Hörður á leið til hollenska félagsins Waallwijk Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, mun að öllum líkindum fara til æfinga hjá hollenska félaginu RKC Waalwijk á næstunni, en hollenska félagið hefur fylgst vel með honum undanfarna mánuði. Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Harðar, segir danska félagið FC Midtjylland einnig hafa sýnt honum áhuga en Hörður æfði með liði félagsins fyrir skömmu. Sport 22.11.2005 19:50 Garðar Gunnlaugsson: Skoska liðið Dunfermline sendi Val í gær tilboð í framherjann Garðar Gunnlaugsson en Garðar hefur verið undir smásjá nokkurra erlendra liða. Málið er á frumstigi en botn gæti fengist í málið fyrir helgi. Sport 22.11.2005 19:49 Vantar reynslumeiri leikmenn í liðið Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, segist ætla að reyna að styrkja leikmannahóp sinn umtalsvert fyrir næsta keppnistímabil en Breiðablik vann 1.deildina með yfirburðum í sumar og ætlar félagið sér að tryggja stöðu sína í Landsbankadeildinni á næsta ári. Sport 22.11.2005 19:49 Ekki með Blikum næsta sumar Færeyski varnarmaðurinn Hans Fróði Hansen mun ekki leika með nýliðum Breiðabliks í Landsbankadeildinni næsta sumar þar sem hann hefur ákveðið að gerast spilandi þjálfari hjá liði LÍF í heimalandi sínu. Sport 22.11.2005 19:49 Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima. Sport 17.11.2005 12:49 Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Sport 13.11.2005 20:36 Atvinnumennska innan fimm ára Teitur Þórðarson þjálfari KR segir framtíðina á Íslandi aðeins stefna í eitt miðað við aðstöðu og peningana sem komnir eru í íslenska boltann. Sport 13.11.2005 20:36 Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17 Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07 KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Annríki hjá Keflvíkingum Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis. Sport 19.1.2006 20:28
Ísland á svipuðum slóðum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans. Sport 18.1.2006 14:51
Jökull Elísabetarson úr KR Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður. Sport 8.1.2006 22:55
Eiður til London í einkaþotu Baugs Eiður Smári Guðjohnsen var krýndur íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur staðið í ströngu með Chelsea yfir hátíðirnar og fengið lítið frí. Hann flaug til landsins með Flugleiðavél seinni partinn í gær og stoppaði stutt því Chelsea vildi fá hann aftur á æfingu í dag. Sport 3.1.2006 17:50
Samdi við KR í dag Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR. Sport 21.12.2005 19:38
Laugardalsvöllur stækkaður Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna. Sport 21.12.2005 18:49
Páll Einarsson í Fylki Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík. Sport 21.12.2005 18:36
Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti. Sport 21.12.2005 14:42
Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum. Sport 19.12.2005 17:34
Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnumenn ársins Eiður Smári Guðjohnsen og Ásthildur Helgadóttir voru nú síðdegis kosin knattspyrnumenn ársins við árlega athöfn á Hótel Nordica. Í öðru sæti í karlaflokki varð Hermann Hreiðarsson, en Margrét Lára Viðarsdóttir varð önnur í kvennaflokki. Sport 12.12.2005 19:12
Týndu synirnir komnir heim Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarson skrifuðu í gær undir nýja samninga við Víking Reykjavík til ársloka 2007. "Það er mjög ánægjulegt að búið sé að ganga frá málum varðandi þessa leikmenn og ljóst að nú styrkist leikmannahópurinn til muna en hann var ágætur fyrir. Víkingur gerði rétt með því að lána þá síðasta sumar, nú er liðið komið aftur upp og fær leikmennina sterkari til baka," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, með bros á vör eftir undirskriftina. Sport 10.12.2005 20:21
Atli baðst afsökunar Kristinn Einarsson, formaður Þróttar, greindi frá því á heimasíðu félagsins í gær að Atli Eðvaldsson, þjálfari félagsins, hefði beðist afsökunar á seinni yfirlýsingu sinni um Pál Einarsson sem bar heitið "leikmaðurinn Páll Einarsson" og birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Sport 10.12.2005 20:20
Grétar og Viktor framlengja hjá Víkingi Víkingur sem leikur í Landsbankadeild karla í fótbolta á næsta tímabili sendi í dag frá sér fréttatilkynningu sem í segir að félagið hafi gert nýja samninga við leikmennina Viktor Bjarka Arnarsson og Grétar Sigfinn Sigurðsson. Sport 10.12.2005 16:38
Stjórnin styður Atla Það er óhætt að segja að yfirlýsing Atla Eðvaldsonar í Fréttablaðinu í gær hafi vakið mikil viðbrögð. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, staðfesti að stjórn félagsins hefði ekki lesið yfirlýsingu Atla áður en hann sendi hana frá sér enda væri það ekki í hennar verkahring að stýra því hvað fólk segði. Sport 10.12.2005 04:11
Kemur til greina að hætta Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, íhugar það þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna. Sport 10.12.2005 04:11
Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. Sport 5.12.2005 15:21
Keflavík og Breiðablik meistarar Keflvíkingar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu með sigri á KR í úrslitaleik 1-0. Breiðablik varð meistari í kvennaflokki eftir æsispennandi framlengingu og vítakeppni, þar sem staðan var 1-1 að lokinni framlengingu. Sport 4.12.2005 17:11
Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18
Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46
Hörður á leið til hollenska félagsins Waallwijk Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, mun að öllum líkindum fara til æfinga hjá hollenska félaginu RKC Waalwijk á næstunni, en hollenska félagið hefur fylgst vel með honum undanfarna mánuði. Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Harðar, segir danska félagið FC Midtjylland einnig hafa sýnt honum áhuga en Hörður æfði með liði félagsins fyrir skömmu. Sport 22.11.2005 19:50
Garðar Gunnlaugsson: Skoska liðið Dunfermline sendi Val í gær tilboð í framherjann Garðar Gunnlaugsson en Garðar hefur verið undir smásjá nokkurra erlendra liða. Málið er á frumstigi en botn gæti fengist í málið fyrir helgi. Sport 22.11.2005 19:49
Vantar reynslumeiri leikmenn í liðið Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, segist ætla að reyna að styrkja leikmannahóp sinn umtalsvert fyrir næsta keppnistímabil en Breiðablik vann 1.deildina með yfirburðum í sumar og ætlar félagið sér að tryggja stöðu sína í Landsbankadeildinni á næsta ári. Sport 22.11.2005 19:49
Ekki með Blikum næsta sumar Færeyski varnarmaðurinn Hans Fróði Hansen mun ekki leika með nýliðum Breiðabliks í Landsbankadeildinni næsta sumar þar sem hann hefur ákveðið að gerast spilandi þjálfari hjá liði LÍF í heimalandi sínu. Sport 22.11.2005 19:49
Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima. Sport 17.11.2005 12:49
Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Sport 13.11.2005 20:36
Atvinnumennska innan fimm ára Teitur Þórðarson þjálfari KR segir framtíðina á Íslandi aðeins stefna í eitt miðað við aðstöðu og peningana sem komnir eru í íslenska boltann. Sport 13.11.2005 20:36
Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17
Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07
KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04