Ástin á götunni

Fréttamynd

Ármann Smári kemur FH yfir gegn Val

FH hefur náð forystu gegn Val á Laugardalsvelli, 0-1 í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Það var fyrrverandi Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem skoraði markið með skalla í þverslána og inn eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar af vinstri kanti. Leiknum er lýst beint hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Spangsberg byrjar inni á í stað Garðars

Willum Þór Þórsson þjálfari Vals hefur tekið Garðar Gunnlaugsson og Baldur Aðalsteinsson úr byrjunarliði Vals sem tekur á móti FH í stórleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn. Við bendum á að Vísir er einnig með beina útsendingu frá leiknum...

Sport
Fréttamynd

Þróttur eitt á toppnum

Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Skaganum

Nú stendur yfir leikur Skagamanna og KR-inga á Akranesi. Leikurinn hófst klukkan 16. Staðan er 1-1.. Guðmundur Gunnarsson kom KR yfir skömmu fyrir miðjan hálfleikinn en skömmu síðar jafnaði Arnar Gunnlaugsson metin úr vítaspyrnu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar stálu sigrinum í lokin

Keflvíkingar lögðu nýliða Víkings 2-1 á heimavelli sínum í Keflavík í kvöld og það var Stefán Örn Arnarson sem skoraði sigurmark liðsins í blálokin. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu, en Davíð Þór Rúnarsson jafnaði fyrir Víking á þeirri 69. Víkingur hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Christiansen tryggði Fylki öll stigin

Það var mikil dramatík í Árbænum í kvöld þegar Fylkir lagði Grindavík 2-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar voru yfir í leikhléi, en Sævar Þór Gíslason jafnaði metin fyrir heimamenn úr víti á 86. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Christian Christiansen þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Grindvíkingar léku manni færri frá 65. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Grindavík hefur yfir í Árbænum

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í Árbænum, þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark gestanna á 32. mínútu og þar með sitt þriðja mark í sumar. Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn nýliðum Víkings með marki frá Hólmari Erni Rúnarssyni á 40. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Nú klukkan 19:15 hefjast fyrstu tveir leikirnir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi þar sem nýjustu tíðindi af leikjunum eru uppfærð um leið og þau gerast. Fylkir tekur á móti Grindavík í Árbænum og Keflvíkingar mæta nýliðum Víkings suður með sjó.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Blikastúlkum

Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leiktíðina með glæsibrag í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, en í kvöld vann liðið öruggan 4-0 sigur á KR á Kópavogsvelli. Á sama tíma burstuðu Valsstúlkur Stjörnuna 6-0, Þór/KA vann FH 4-2 fyrir norðan og Keflavíkurstúlkur lögðu Fylki í Árbænum 2-0.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur strax í fyrstu umferð

Fyrsta umferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum og þar er er strax á dagskrá stórleikur Íslandsmeistara Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Veislunni aflýst á Kópavogsvelli

Hjörvar Hafliðason, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir sigurinn á Val, að það eina sem þeir rauðklæddu hefðu haft áhyggjur af fyrir leikinn var hvort þeir ættu að vinna með sex eða sjö mörkum.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur hjá Leikni

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknir úr Breiðholti vann glæsilegan sigur á HK á Leiknisvelli 2-0 og þá unnu Þróttarar sigur á Haukum á Ásvöllum 2-0, þar sem Þróttur gerði út um leikinn með tveimur mörkum í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Blikum

Nýliðar Breiðabliks höfðu 2-1 sigur á Val í fyrsta leik sínum í efstu deild í sumar. Breiðablik komst í 2-0 í leiknum, en Valsmenn tóku öll völd á vellinum á síðustu mínútunum og náðu að minnka muninn. Blikar náðu þó að halda sínu og hirtu öll þrjú stigin í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur minnkar muninn

Eskfirðingurinn knái, Valur Fannar Gíslason, var rétt í þessu að minnka muninn fyrir Val gegn Breiðablik og staðan orðin 2-1 fyrir heimamenn. Markið skoraði Valur Fannar með skalla eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar og því stefnir í æsilegar lokamínútur í Kópavogi, þar sem fimm mínútum hefur verið bætt við leikinn.

Sport
Fréttamynd

Blikar komnir í 2-0

Breiðablik er komið í 2-0 gegn Val í leik kvöldsins í Landsbankadeildinni sem sýndur er í beinni á Sýn. Annað mark Breiðabliks var ótrúlega slysalegt sjálfsmark Valsmannsins Atla Sveins Þórarinssonar á 69. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Blikar hafa yfir í hálfleik

Nýliðar Breiðabliks hafa yfir 1-0 gegn Val þegar flautað hefur verið til leikhlés á Kópavogsvellinum. Það var hinn ungi Guðmann Þórisson sem skoraði mark heimamanna með laglegum skalla eftir hornspyrnu á 42. mínútu. Guðmann er aðeins 19 ára gamall og er að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik - Valur í beinni á Sýn

Lokaleikur fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla fer fram klukkan 20 í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks taka á móti Val á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur FH á KR

Íslandsmeistarar FH unnu sannfærandi 3-0 útisigur á KR í vesturbænum í kvöld og smelltu sér á topp Landsbankadeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk á 10 mínútum í fyrri hálfleik og Atli Viðar Björnsson bætti við þriðja markinu 5 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

FH leiðir á KR-velli

FH hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í kvöldleiknum í Landsbankadeild karla. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði bæði mörk FH á 11 mínútna kafla og ljóst að KRingar þurfa virkilega að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að ná í stig í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi búinn að skora tvö gegn KR

Íslandsmeistarar FH eru ekki lengi að taka upp þráðinn frá því í fyrra, því liðið hefur náð 2-0 forystu gegn KR í vesturbænum. Hinn magnaði Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk Hafnfirðinganna á 26. og 37. mínútu leiksins, sem er sýndur í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

KR-FH í beinni á Sýn

Lokaleikur dagsins í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla hefst nú klukkan 20 á KR vellinum og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Segja má að hér sé á ferðinni fyrsti stórleikur sumarsins, en vesturbæingum hefur gengið vægast sagt illa með Hafnfirðinga undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Grindvíkingar lögðu Skagamenn

Grindvíkingar unnu glæsilegan sigur á Skagamönnum í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í dag 3-2, þar sem Jóhann Þórhallsson var hetja heimamanna og skoraði tvö mörk - hið síðara á 90. mínútu leiksins og tryggði það heimamönnum sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar með fyrsta mark sumarsins

Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Það var Keflvíkingurinn Símun Samuelsen sem skoraði fyrsta mark sumarsins þegar hann kom Keflvíkingum yfir gegn ÍBV í Eyjum, en Bo Henriksen jafnaði síðar leikinn úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Risser semur við Breiðablik

Karlalið Breiðabliks í Landsbankadeildinni gerði í dag samning við namíbíska landsliðsmanninn Oliver Risser um að leika með liðinu í sumar, en hann hefur spilað í Þýskalandi um árabil. Þá hefur félagið fengið til sína tvo Serba til reynslu, þá Nenad Zivanovic og Srdjan Gasic.

Sport
Fréttamynd

Veglegt aukablað fylgir DV í dag

Einstaklega vönduð umfjöllun um Landsbankadeildina í knattspyrnu í sumar er komin út í sérstöku aukablaði sem fylgir helgarblaði DV í dag. Þar er að finna ítarlega samantekt á öllum liðunum í deildinni, spá fyrir sumarið, viðtöl, tölfræði og rúsínan í pylsuendanum eru glæsilegar myndir sem teknar voru af þjálfurum og leikmönnum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Blikar burstuðu Val

Íslandsmeistarar Breiðabliks burstuðu Val 5-1 í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á Stjörnuvelli í kvöld, eftir að hafa verið yfir 3-1 í hálfleik. Edda Garðarsdóttir og Vanja Stefanovic skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt. Guðný Óðinsdóttir skoraði mark Vals.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa vænlega stöðu þegar flautað hefur verið til leikhlés í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu. Breiðablik er yfir 3-1 gegn Val, en leikurinn fer fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir verja titla sína

Í dag var haldinn árlegur kynningarfundur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu þar sem forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Landsbankadeildinni spáðu í spilin fyrir komandi vertíð í sumar. Íslandsmeisturunum frá því í fyrra, FH og Breiðablik er spáð áframhaldandi velgengni í sumar.

Sport