Ástin á götunni Óskar Örn kláraði Blika Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Breiðablik í Landsbankadeild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Óla Stefáni Flóventssyni, en Marel Baldvinsson kom heimamönnum yfir með mörkum úr tveimur vítaspyrnum. Það var hinsvegar Ólafur Örn Hauksson sem stal senunni þegar hann skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í lokin og tryggði Grindvíkingum dýrmætan sigur. Sport 29.5.2006 21:03 Marel kemur Blikum yfir Marel Baldvinsson hefur komið Breiðablik yfir 2-1 gegn Grindavík á Kópavogsvelli, en mark hans kom úr vítaspyrnu á 70. mínútu, líkt og mark hans í fyrri hálfleiknum. Það var Óli Stefán Flóventsson sem kom gestunum á bragðið í fyrri hálfleik. Staðan í leik Vals og ÍA er 1-0 í hálfleik fyrir ÍA og þar var það Igor Pesic sem skoraði mark ÍA, nokkuð gegn gangi leiksins sem sýndur er beint á Sýn. Sport 29.5.2006 20:46 Pesic kemur Skagamönnum yfir Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn. Sport 29.5.2006 20:39 Jafnt í hálfleik í Kópavogi Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Landsbankadeildinni og er staðan jöfn 1-1. Óli Stefán Flóventsson kom gestunum yfir á 19. mínútu, en Marel Baldvinsson jafnaði leikinn skömmu áður en flautað var til hlés með marki úr vítaspyrnu. Staðan í leik Vals og ÍA er enn 0-0 en sá leikur er í beinni á Sýn. Sport 29.5.2006 20:04 Gestirnir komnir yfir á Kópavogsvelli Óli Stefán Flóventsson hefur komið Grindvíkingum yfir í 1-0 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrri leik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Markið kom á 19. mínútu eftir að heimamenn gerðu sig seka um mistök í vörninni. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 29.5.2006 19:38 Valur - ÍA í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Í Kópavogi taka Blikar á móti Grindvíkingum klukkan 19:15 og klukkan 20 mætast Valur og ÍA á Laugardalsvelli, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Sport 29.5.2006 18:30 Meistararnir halda sínu striki Íslandsmeistarar FH halda sínu striki á toppi Landsbankadeildarinnar og í kvöld sigraði Hafnarfjarðarliðið Fylki í Árbænum 2-1. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark FH úr víti og Ármann Smári Björnsson bætti við öðru marki með glæsilegum skalla. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir Fylki, en Árbæingar komust ekki lengra í kvöld þrátt fyrir ágæta spilamennsku. Sport 28.5.2006 21:58 Keflavík burstaði KR Keflvíkingar unnu auðveldan 3-0 sigur á KR-ingum í Keflavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þorsteinsson, Daniel Servino og Símun Samuelsen skoruðu mörk suðurnesjaliðsins. Þá unnu nýliðar Víkings annan sigur sinn í röð þegar þeir skelltu Eyjamönnum 1-0 á útivelli með marki Viktors Bjarka Arnarssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik. Sport 28.5.2006 21:15 FH yfir í Árbænum Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-1 gegn Fylki í hálfleik í viðureign liðanna í Landsbankadeildinni. Það var markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson sem kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og Ármann Smári Björnsson skoraði með glæsilegum skalla á 24. mínútu. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu eftir skelfileg mistök Daða Lárussonar í marki FH. Sport 28.5.2006 20:45 Keflavík hefur yfir gegn KR Nú er komin hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn KR í Keflavík, þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði mark heimamanna eftir aðeins 2 mínútur og nýliðar Víkings hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Eyjum, þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði á 3. mínútu. Leikur Fylkis og FH er nýhafinn og er í beinni á Sýn. Sport 28.5.2006 17:51 Haukar lögðu Þór Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Haukar lögðu Þór 1-0 að Ásvöllum í uppgjöri botnliðanna og þá gerðu Leiknir og Víkingur Ólafsvík 3-3 jafntefli í Breiðholtinu. Fram og Fjölnir deila með sér toppsætinu í deildinni að loknum þremur umferðum. Sport 27.5.2006 19:45 FH lagði ÍA Íslandsmeistarar FH lögðu Skagamenn 2-1 í lokaleik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í Kaplakrika. Sigurvin Ólafsson kom FH yfir í fyrri hálfleik, en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin fyrir ÍA úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Það var svo varamaðurinn Atli Guðnason sem tryggði heimamönnum sigurinn á 75. mínútu. Skagamenn eru því enn án stiga í deildinni, en Íslandsmeistararnir eru með fullt hús eftir þrjár umferðir. Sport 25.5.2006 21:51 Góður sigur Valsmanna í Eyjum Valsmenn unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni þetta sumarið þegar þeir lögðu Eyjamenn örugglega 3-0 í Vestmannaeyjum. Matthías Guðmundsson kom Val á bragðið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Garðar Gunnlaugsson bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Sport 25.5.2006 21:23 Skagamenn búnir að jafna Bjarni Guðjónsson var rétt í þessu að jafna leikinn fyrir ÍA gegn FH í 1-1 í Kaplakrika. Markið kom úr vítaspyrnu á 52. mínútu og skömmu síðar björguðu Skagamenn skoti FH á marklínu í annað sinn í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn. Sport 25.5.2006 21:10 Íslandsmeistararnir yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í hálfleik gegn Skagamönnum í stórleik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Það var Sigurvin Ólafsson sem skoraði markið sem skilur liðin að með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 40. mínútu. Sport 25.5.2006 20:49 Valsmenn komnir í 2-0 í Eyjum Valsmenn eru búnir að bæta við öðru marki sínu í Vestmannaeyjum og var þar að verki Garðar Gunnlaugsson strax í upphafi síðari hálfleiksins. Það er því útlit fyrir að Valur sé að krækja í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í sumar. Staðan í leik FH og ÍA í Hafnarfirði er enn 0-0, en sá leikur er sýndur í beinni á Sýn. Sport 25.5.2006 20:23 Valur yfir í hálfleik gegn ÍBV Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem skoraði markið á 18. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sínu eftir fyrirgjöf Guðmundar Benediktssonar. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og eflaust eiga eftir að koma fleiri mörk í Eyjum í síðari hálfleik. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi og þá er rétt að geta þess að leikur FH og ÍA er hafinn í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25.5.2006 20:00 Fyrsti sigur Víkings í höfn Nýliðar Víkings unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla þegar þeir burstuðu Breiðablik 4-1 í uppgjöri nýliðanna í deildinni. Heimamenn höfðu tögl og haldir í leiknum gegn slökum Blikum. Sport 25.5.2006 17:48 Víkingar í stuði Víkingur hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Breiðablik í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hér er um að ræða viðureign nýliðanna í deildinni. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði úr vítaspyrnu og hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Hörð Bjarnason með glæsilegum hætti á 31. mínútu. Sport 25.5.2006 16:43 Cizmek byrjaður að æfa með KR Króatíski miðjumaðurinn Mario Cizmek mætti í dag á sína fyrstu æfingu með liði KR í dag, en sá er fyrrum u-21 árs landsliðsmaður. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Vonast KR-ingar til þess að hann verði kominn með leikheimild fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeildinni, sem er gegn Keflvíkingum á sunnudag. Sport 24.5.2006 22:03 Jafntefli í Grindavík Grindvíkingar og Keflvíkingar gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum á bragðið á 33. mínútu, en Guðmundur Steinarsson jafnaði metin úr víti skömmu síðar. Sport 24.5.2006 21:57 KR lagði Fylki KR lagði Fylki 1-0 á heimavelli sínum í Frostaskjóli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason sem skoraði markið sem skildi liðina að í kvöld, en bæði lið fengu nokkur tækifæri til að bæta við mörkum í kvöld. Leikurinn var í raun lítið fyrir augað í rokinu, en KR-ingar þiggja eflaust stigin þrjú með bros á vör. Sport 24.5.2006 21:14 Jafnt í hálfleik í Grindavík Nú er kominn hálfleikur í leik Grindavíkur og Keflvíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og staðan er jöfn 1-1. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum yfir á 33. mínútu, en hinn sólbrúni Guðmundur Steinarsson jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Grindvíkingar leika með sterkan vindinn í bakið í síðari hálfleiknum, en mjög hvasst er í Grindavík sem og annarsstaðar á suðvesturhorninu í kvöld. Sport 24.5.2006 20:49 Keflvíkingar fljótir að jafna Það tók Keflvíkinga ekki langan tíma að jafna metin í Grindavík, því aðeins fjórum mínútum eftir að heimamenn komust yfir í leiknum, hefur Guðmundur Steinarsson jafnað fyrir Keflavík úr vítaspyrnu - eftir klaufagang í vörn heimamanna. Sport 24.5.2006 20:37 Jóhann kemur Grindvíkingum yfir Jóhann Þórhallsson hefur komið Grindvíkingum í 1-0 gegn grönnum sínum úr Keflavík í sjónvarpsleiknum á Sýn. Mark Jóhanns kom á 33. mínútu og bætti Jóhann þar með fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu í upphafi hálfleiksins. Þetta er fjórða mark Jóhanns í deildinni Sport 24.5.2006 20:34 KR yfir í hálfleik KR-ingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í leik liðanna á KR-velli. Það var Tryggvi Bjarnason sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu, en eftir fjöruga byrjun, dró heldur úr leikmönnum beggja liða í rokinu í Frostaskjóli. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur er hafinn og er í beinni útsendingu á Sýn. Þar er staðan jöfn 0-0, en Grindvíkingar voru rétt í þessu að misnota vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins. Sport 24.5.2006 20:07 Tryggvi kemur KR yfir Tryggvi Bjarnason var rétt í þessu að koma KR-ingum yfir gegn Fylki í vesturbænum. Gestirnir úr Árbænum höfðu verið heldur sterkari fram að þessu, en Tryggvi náði að koma KR yfir með skalla af stuttu færi eftir klafs í teig Fylkis. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur hefst klukkan 20 og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 24.5.2006 19:46 Stjarnan lagði KR Stjörnustúlkur lögðu KR 2-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur burstaði Þór/KA 6-0, Fylkir sigraði FH 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 á útivelli. Breiðablik og Valur hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en KR og FH eru á botninum án stiga. Sport 23.5.2006 21:19 Stjarnan yfir gegn KR Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Stjörnustúlkur hafa yfir 1-0 gegn KR í rokinu á Stjörnuvelli, þar sem Helga Jóhannesdóttir skoraði mark heimamanna á 18. mínútu. Valur hefur yfir 4-0 í hálfleik gegn KA/Þór, Breiðablik leiðir 3-0 gegn Keflavík og markalaust er hjá FH og Fylki. Sport 23.5.2006 20:23 2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Sport 21.5.2006 21:53 « ‹ 279 280 281 282 283 284 285 286 287 … 334 ›
Óskar Örn kláraði Blika Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Breiðablik í Landsbankadeild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Óla Stefáni Flóventssyni, en Marel Baldvinsson kom heimamönnum yfir með mörkum úr tveimur vítaspyrnum. Það var hinsvegar Ólafur Örn Hauksson sem stal senunni þegar hann skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í lokin og tryggði Grindvíkingum dýrmætan sigur. Sport 29.5.2006 21:03
Marel kemur Blikum yfir Marel Baldvinsson hefur komið Breiðablik yfir 2-1 gegn Grindavík á Kópavogsvelli, en mark hans kom úr vítaspyrnu á 70. mínútu, líkt og mark hans í fyrri hálfleiknum. Það var Óli Stefán Flóventsson sem kom gestunum á bragðið í fyrri hálfleik. Staðan í leik Vals og ÍA er 1-0 í hálfleik fyrir ÍA og þar var það Igor Pesic sem skoraði mark ÍA, nokkuð gegn gangi leiksins sem sýndur er beint á Sýn. Sport 29.5.2006 20:46
Pesic kemur Skagamönnum yfir Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn. Sport 29.5.2006 20:39
Jafnt í hálfleik í Kópavogi Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Landsbankadeildinni og er staðan jöfn 1-1. Óli Stefán Flóventsson kom gestunum yfir á 19. mínútu, en Marel Baldvinsson jafnaði leikinn skömmu áður en flautað var til hlés með marki úr vítaspyrnu. Staðan í leik Vals og ÍA er enn 0-0 en sá leikur er í beinni á Sýn. Sport 29.5.2006 20:04
Gestirnir komnir yfir á Kópavogsvelli Óli Stefán Flóventsson hefur komið Grindvíkingum yfir í 1-0 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrri leik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Markið kom á 19. mínútu eftir að heimamenn gerðu sig seka um mistök í vörninni. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 29.5.2006 19:38
Valur - ÍA í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Í Kópavogi taka Blikar á móti Grindvíkingum klukkan 19:15 og klukkan 20 mætast Valur og ÍA á Laugardalsvelli, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Sport 29.5.2006 18:30
Meistararnir halda sínu striki Íslandsmeistarar FH halda sínu striki á toppi Landsbankadeildarinnar og í kvöld sigraði Hafnarfjarðarliðið Fylki í Árbænum 2-1. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark FH úr víti og Ármann Smári Björnsson bætti við öðru marki með glæsilegum skalla. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir Fylki, en Árbæingar komust ekki lengra í kvöld þrátt fyrir ágæta spilamennsku. Sport 28.5.2006 21:58
Keflavík burstaði KR Keflvíkingar unnu auðveldan 3-0 sigur á KR-ingum í Keflavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þorsteinsson, Daniel Servino og Símun Samuelsen skoruðu mörk suðurnesjaliðsins. Þá unnu nýliðar Víkings annan sigur sinn í röð þegar þeir skelltu Eyjamönnum 1-0 á útivelli með marki Viktors Bjarka Arnarssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik. Sport 28.5.2006 21:15
FH yfir í Árbænum Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-1 gegn Fylki í hálfleik í viðureign liðanna í Landsbankadeildinni. Það var markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson sem kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og Ármann Smári Björnsson skoraði með glæsilegum skalla á 24. mínútu. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu eftir skelfileg mistök Daða Lárussonar í marki FH. Sport 28.5.2006 20:45
Keflavík hefur yfir gegn KR Nú er komin hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn KR í Keflavík, þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði mark heimamanna eftir aðeins 2 mínútur og nýliðar Víkings hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Eyjum, þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði á 3. mínútu. Leikur Fylkis og FH er nýhafinn og er í beinni á Sýn. Sport 28.5.2006 17:51
Haukar lögðu Þór Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Haukar lögðu Þór 1-0 að Ásvöllum í uppgjöri botnliðanna og þá gerðu Leiknir og Víkingur Ólafsvík 3-3 jafntefli í Breiðholtinu. Fram og Fjölnir deila með sér toppsætinu í deildinni að loknum þremur umferðum. Sport 27.5.2006 19:45
FH lagði ÍA Íslandsmeistarar FH lögðu Skagamenn 2-1 í lokaleik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í Kaplakrika. Sigurvin Ólafsson kom FH yfir í fyrri hálfleik, en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin fyrir ÍA úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Það var svo varamaðurinn Atli Guðnason sem tryggði heimamönnum sigurinn á 75. mínútu. Skagamenn eru því enn án stiga í deildinni, en Íslandsmeistararnir eru með fullt hús eftir þrjár umferðir. Sport 25.5.2006 21:51
Góður sigur Valsmanna í Eyjum Valsmenn unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni þetta sumarið þegar þeir lögðu Eyjamenn örugglega 3-0 í Vestmannaeyjum. Matthías Guðmundsson kom Val á bragðið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Garðar Gunnlaugsson bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum. Sport 25.5.2006 21:23
Skagamenn búnir að jafna Bjarni Guðjónsson var rétt í þessu að jafna leikinn fyrir ÍA gegn FH í 1-1 í Kaplakrika. Markið kom úr vítaspyrnu á 52. mínútu og skömmu síðar björguðu Skagamenn skoti FH á marklínu í annað sinn í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn. Sport 25.5.2006 21:10
Íslandsmeistararnir yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í hálfleik gegn Skagamönnum í stórleik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Það var Sigurvin Ólafsson sem skoraði markið sem skilur liðin að með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 40. mínútu. Sport 25.5.2006 20:49
Valsmenn komnir í 2-0 í Eyjum Valsmenn eru búnir að bæta við öðru marki sínu í Vestmannaeyjum og var þar að verki Garðar Gunnlaugsson strax í upphafi síðari hálfleiksins. Það er því útlit fyrir að Valur sé að krækja í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í sumar. Staðan í leik FH og ÍA í Hafnarfirði er enn 0-0, en sá leikur er sýndur í beinni á Sýn. Sport 25.5.2006 20:23
Valur yfir í hálfleik gegn ÍBV Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem skoraði markið á 18. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sínu eftir fyrirgjöf Guðmundar Benediktssonar. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og eflaust eiga eftir að koma fleiri mörk í Eyjum í síðari hálfleik. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi og þá er rétt að geta þess að leikur FH og ÍA er hafinn í beinni útsendingu á Sýn. Sport 25.5.2006 20:00
Fyrsti sigur Víkings í höfn Nýliðar Víkings unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla þegar þeir burstuðu Breiðablik 4-1 í uppgjöri nýliðanna í deildinni. Heimamenn höfðu tögl og haldir í leiknum gegn slökum Blikum. Sport 25.5.2006 17:48
Víkingar í stuði Víkingur hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Breiðablik í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hér er um að ræða viðureign nýliðanna í deildinni. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði úr vítaspyrnu og hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Hörð Bjarnason með glæsilegum hætti á 31. mínútu. Sport 25.5.2006 16:43
Cizmek byrjaður að æfa með KR Króatíski miðjumaðurinn Mario Cizmek mætti í dag á sína fyrstu æfingu með liði KR í dag, en sá er fyrrum u-21 árs landsliðsmaður. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Vonast KR-ingar til þess að hann verði kominn með leikheimild fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeildinni, sem er gegn Keflvíkingum á sunnudag. Sport 24.5.2006 22:03
Jafntefli í Grindavík Grindvíkingar og Keflvíkingar gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum á bragðið á 33. mínútu, en Guðmundur Steinarsson jafnaði metin úr víti skömmu síðar. Sport 24.5.2006 21:57
KR lagði Fylki KR lagði Fylki 1-0 á heimavelli sínum í Frostaskjóli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason sem skoraði markið sem skildi liðina að í kvöld, en bæði lið fengu nokkur tækifæri til að bæta við mörkum í kvöld. Leikurinn var í raun lítið fyrir augað í rokinu, en KR-ingar þiggja eflaust stigin þrjú með bros á vör. Sport 24.5.2006 21:14
Jafnt í hálfleik í Grindavík Nú er kominn hálfleikur í leik Grindavíkur og Keflvíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og staðan er jöfn 1-1. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum yfir á 33. mínútu, en hinn sólbrúni Guðmundur Steinarsson jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Grindvíkingar leika með sterkan vindinn í bakið í síðari hálfleiknum, en mjög hvasst er í Grindavík sem og annarsstaðar á suðvesturhorninu í kvöld. Sport 24.5.2006 20:49
Keflvíkingar fljótir að jafna Það tók Keflvíkinga ekki langan tíma að jafna metin í Grindavík, því aðeins fjórum mínútum eftir að heimamenn komust yfir í leiknum, hefur Guðmundur Steinarsson jafnað fyrir Keflavík úr vítaspyrnu - eftir klaufagang í vörn heimamanna. Sport 24.5.2006 20:37
Jóhann kemur Grindvíkingum yfir Jóhann Þórhallsson hefur komið Grindvíkingum í 1-0 gegn grönnum sínum úr Keflavík í sjónvarpsleiknum á Sýn. Mark Jóhanns kom á 33. mínútu og bætti Jóhann þar með fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnu í upphafi hálfleiksins. Þetta er fjórða mark Jóhanns í deildinni Sport 24.5.2006 20:34
KR yfir í hálfleik KR-ingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í leik liðanna á KR-velli. Það var Tryggvi Bjarnason sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu, en eftir fjöruga byrjun, dró heldur úr leikmönnum beggja liða í rokinu í Frostaskjóli. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur er hafinn og er í beinni útsendingu á Sýn. Þar er staðan jöfn 0-0, en Grindvíkingar voru rétt í þessu að misnota vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins. Sport 24.5.2006 20:07
Tryggvi kemur KR yfir Tryggvi Bjarnason var rétt í þessu að koma KR-ingum yfir gegn Fylki í vesturbænum. Gestirnir úr Árbænum höfðu verið heldur sterkari fram að þessu, en Tryggvi náði að koma KR yfir með skalla af stuttu færi eftir klafs í teig Fylkis. Leikur Grindavíkur og Keflavíkur hefst klukkan 20 og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 24.5.2006 19:46
Stjarnan lagði KR Stjörnustúlkur lögðu KR 2-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur burstaði Þór/KA 6-0, Fylkir sigraði FH 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 á útivelli. Breiðablik og Valur hafa fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en KR og FH eru á botninum án stiga. Sport 23.5.2006 21:19
Stjarnan yfir gegn KR Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Stjörnustúlkur hafa yfir 1-0 gegn KR í rokinu á Stjörnuvelli, þar sem Helga Jóhannesdóttir skoraði mark heimamanna á 18. mínútu. Valur hefur yfir 4-0 í hálfleik gegn KA/Þór, Breiðablik leiðir 3-0 gegn Keflavík og markalaust er hjá FH og Fylki. Sport 23.5.2006 20:23
2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Sport 21.5.2006 21:53