Ástin á götunni

Fréttamynd

Valskonur skelltu Blikum á Hlíðarenda í gær - myndasyrpa

Kvennalið Vals og Breiðabliks áttust við í Lengjubikar kvenna á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í gær. Valur vann leikinn 5-0 með mörkum frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur (2 mörk), Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf

Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjóðirnar ekki sammála - UEFA degur um leikdaga í næstu viku

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2010, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg

Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hólmfríður var að hugsa um að hætta í fótbolta

Hólmfríður Magnúsdóttir er að hefja sitt fyrsta tímabil í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta með Philadelphia Independence. Fyrir rúmum tveimur árum var hún þó að íhuga að hætta í fótbolta en þetta kemur fram í viðtali við hana Í afmælisriti KR sem kom út í gær og er fjallað um á heimasíðu KR.

Fótbolti