Ástin á götunni

Fréttamynd

Rúrik: Einstaklega ljúft

„Það var erfitt að spila á þessum útivelli og vita að þeim hefði dugað 1-0 sigur til að komast áfram,“ sagði Rúrik Gíslason eftir sigur Íslands á Skotlandi í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur: Við erum ekki búnir

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúrik klár í slaginn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, segir að Rúrik Gíslason sé klár í slaginn og geti spilað með liðinu gegn Skotum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir æfa á keppnisvellinum í kvöld

Íslenska 21 árs landsliðið kom til Edinborgar í gær og mun í kvöld æfa á vellinum þar sem liðið spilar við Skotland á morgun í seinni umspilsleiknum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andrés Már og Arnar Darri hittu slána frá miðju - myndband

Vefsíðan fótbolti.net bauð upp á skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem að leikmenn 21 árs landsliðsins reyndu sig í því að hitta slána frá miðju. Það voru þó ekki sóknarmenn liðsins sem slógu í gegn í þessum leik heldur bakvörðurinn Andrés Már Jóhannesson og markmaðurinn Arnar Darri Pétursson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjálfari 21 árs landsliðs Dana: Skil vel ákvörðun Íslendinga

Keld Bordinggaard, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, skilur vel þá ákvörðun stjórnar Knattspyrnusambands Íslands að setja 21 árs landsliðið í forgang. Sjö leikmenn A-landsliðsins munu spila með 21 árs landsliði Íslands í umspilsleikjunum á móti Skotum í stað þess að spila með A-landsliðinu á móti Portúgal í undankeppni EM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ

Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hárrétta ákvörðun aldrei þessu vant.

Íslenski boltinn