Ástin á götunni

Fréttamynd

Willum ráðinn þjálfari Leiknis

Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis í 1. deildinni en það var staðfest á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Willum þjálfaði síðast lið Keflavíkur í Pepsi-deild karla en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu

Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City

Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin

„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA tapaði stórt fyrir Potsdam út í Þýskalandi

ÞóR/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sex marka tap, 2-8, í síðari leiknum á móti þýsku meisturunum í Turbine Potsdam í 32 liða úrslitum keppninnar. Leikurinn fór fram í Þýskalandi en Turbine Potsdam vann fyrri leikinn 6-0 á Akureyri og þar með 14-2 samanlagt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar Gauti í stað Egils

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðs karla, hefur á kallað á Brynjar Gauta Guðjónsson, leikmann ÍBV, í hópinn fyrir leikinn gegn Englandi á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lagerbäck tjáir sig ekki fyrr en viðræðum lýkur

Það virðist vera komin nokkur hreyfing á landsliðsþjálfaramálin hjá KSÍ en Ólafur Jóhannesson stýrir sínum síðasta landsleik á föstudag. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild í gær að hann væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starfið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ í viðræðum við Lagerbäck

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild nú undir kvöld að KSÍ væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur búinn að velja Portúgalshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og síðasti leikur íslenska A-landsliðsins undir stjórn Ólafs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fotbollskanalen: Lars Lagerbäck er í viðræðum við KSÍ

Sænski vefmiðillinn, Fotbollskanalen, hefur heimildir fyrir því að Lars Lagerbäck sé í viðræðum við íslenska knattspyrnusambandið um að taka við íslenska landsliðinu. Lagerbäck hitti forseta austurríska sambandsins í vikunni en síðan varð ekkert úr því að hann tæki við landsliði Austurríkis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona

Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ að missa Lagerbäck til Austurríkis?

Svo virðist sem að Svíinn Lars Lagerbäck sé í þann mund að taka við landsliðsþjálfarastarfi Austurríkis. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé nú staddur í Vínarborg til að ganga frá samningum.

Fótbolti