Íslenski handboltinn

Fréttamynd

3 marka sigur á Norðmönnum

Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Dönum

Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur á Pólverjum

Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikir í DHL-deild kvenna

Fjórir leikir voru á dagskrá í DHL-deild kvenna í handknattleik í dag. Stjörnustúlkur eru í efsta sæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm leiki, en þær báru sigurorð af Fram í dag 24-22.

Sport
Fréttamynd

Valur vann nauman sigur

Valsmenn unnu nauman sigur á Aftureldingu í DHL-deild karla í handknattleik í dag 27-26 og hleyptu spennu í leik sem þeir höfðu í hendi sér þangað til á lokamínútunum. Baldvin Þorsteinsson skoraði 8 mörk fyrir Val, en Einar Ingi Hrafnsson skoraði 10 mörk fyrir Mosfellinga.

Sport
Fréttamynd

Haukar töpuðu fyrir Gorenje

Haukar töpuðu fyrir slóvenska liðinu Gorenje Valenje 33-28 í Meistaradeild Evrópu á Ásvöllum í dag, eftir að hafa verið undir 20-11 í hálfleik. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Haukanna með 8 mörk. Þetta var síðasti heimaleikur Hauka í riðlinum, en næsti leikur þeirra er gegn Arhus.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Fram staðreynd

KA sigraði Fram í DHL-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld, 23-21, en þetta var fyrsta tap Fram í deildinni í vetur. Þá vann ÍR auðveldan sigur á HK í Austurbergi 27-29.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur með sjö mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og Róbert Gunnarsson fimm þegar lið þeirra Gummersbach lagði Hamburg að velli, 31-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur er því enn markahæstur í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Hauka á ÍBV

Haukar unnu auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld, 41-32, eftir að hafa forystu í hálfleik 21-13. Jón Karl Björnsson var markahæstur í liði Hauka og skoraði 10 mörk. Haukar skutust í annað sæti deildarinnar með sigrinum.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Stjörnunni og Haukum

Tveir leikir voru á dagskrá í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Stjörnustúlkur lögðu HK í Digranesi með 35 mörkum gegn 31 og Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Fram á útivelli, 29-18.

Sport
Fréttamynd

Dregið í SS bikarnum

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í handknattleik karla, en leikirnir fara fram dagana 8. og 9. nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem mætast í 16-liða úrslitum:

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í DHL deildinni

Þrír leikir eru á dagskrá DHL-deildar karla og kvenna í kvöld. í Karlaflokki mætast Haukar og ÍBV á Ásvöllum, en í kvennaflokki mætast HK og Stjarnan í Digranesi og Framstúlkur taka á móti Haukum í Framhúsinu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

KA vann öruggan sigur á Val

KA-menn unnu öruggan sigur á Val í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-11. Með sigrinum komst KA í annað sæti deildarinnar, en Valur er í þriðja sætinu og á leik til góða.

Sport
Fréttamynd

Haukar yfir í hálfleik gegn Meran

Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 gegn ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handbolta eftir að hafa verið undir í fyrri hálfleik. Verið var að flauta til síðari hálfleiks en leikið er að Ásvöllum. Jón Karl Björnsson er markahæstur Haukamanna með 7 mörk og Árni Sigtryggsson kemur næstur með 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Fram á ÍBV

Fram vann á sunnudagskvöld sinn fimmta sigur í jafnmörgum leikjum í DHL-deild karla í handbolta þegar liðið vann nauman sigur á ÍBV, 28-27 í Framhúsinu. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV en heimamenn bitu frá sér þrátt fyrir mýmörg sóknarmistök og knúðu fram sigur. Fram er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Haukar mæta Meran í dag

Haukar mæta í dag ítalska liðinu Meran í Meistaradeildinni í handknattleik, en bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í keppninni til þessa. Haukar ætla sér þriðja sætið í riðlinum en það gefur sæti í þriðju umferð í Evrópukeppni félagsliða. Leikur liðanna í dag verður sýndur beint á Sýn klukkan fimm.

Sport
Fréttamynd

Guðjón og Alexander í ham

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Róbert Gunnarsson 2 þegar Gummaersbach vann Concorida 29-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alexsander Petterson skoraði 11 og Einar Hólmgeirsson 5 þegar Grosswallstadt lagði Hamborg á útivelli 37-29. Þá gerðu Göppingen og Düsseldorf jafntefli, 31-31. Jaliecky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen og Markús Máni Micaelsson 3 fyrir Düsseldorf.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Skjern í deildinni

Íslendingaliðið Skjern tapaði sínum fyrsta leik í dönsku fyrstu deildinni í handknattleik þegar liðið beið lægri hlut fyrir Holstebro 32-28. Vilhjálmur Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Skjern en Vignir Svavarsson, sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum, komst ekki á blað.

Sport
Fréttamynd

Haukasigur í Meistaradeildinni

Haukar unnu 3 marka sigur á ítalska liðinu Meran 32-29 Meran í Meistaradeildinni í handbolta nú undir kvöldið en leikið var að Ásvöllum. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11 eftir að hafa verið undir á tímabili í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur FH í DHL deildinni

FH vann sinn fyrsta sigur í DHL-deild karla í handbolta í kvöld þegar KA var lagt að velli í Kaplakrika, 25-27. FH er þó enn neðst en nú með 2 stig, einu stigi á eftir Víkingi/Fjölni og HK sem eru fyrir ofan með 3 stig hvor. Afturelding vann óvæntan sigur á ÍR, 30:26 og þá unnu Selfyssingar 8 marka útisigur á Víking/Fjölni, 22-30.

Sport
Fréttamynd

Valur vann Fylki

Valsmenn unnu góðan sigur á Fylki í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir heimamenn í hálfleik. Mohamadi Loutoufi skoraði 10 mörk fyrir Val, en Arnar Þór Sævarsson var atkvæðamestur hjá Fylki með 7 mörk.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Þór

HK vann góðan sigur á Þór frá Akureyri í Digranesi í kvöld, 32-26. Valdimar Þórsson var markahæstur hjá heimamönnum með 13 mörk, þar af 9 úr vítaköstum, en hjá Þórsurum var Rúnar Sigtryggsson markahæstur með 9 mörk.

Sport
Fréttamynd

Mourinho vill ekki Andrade

Jose Mourinho hefur vísað því á bug að Chelsea sé á höttunum eftir portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade í janúar og hellti sér yfir blaðamenn sem spurðu hann út í málið.

Sport
Fréttamynd

Þrír nýliðar í hópnum hjá Viggó

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingamótinu í Póllandi síðar í þessum mánuði. Liðið fer fyrst í æfingabúðir til Magdeburg og leikur þvínæst við Pólverja, Dani og Norðmenn.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði FH

Valsmenn unnu dramatískan sigur á FHingum í Kaplakrika í DHL-deild karla í handbolta í kvöld, en það var Baldvin Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Vals úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn, lokastaðan 29-28.>

Sport
Fréttamynd

Unnu Slóvakíu með þremur mörkum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Slóvakíu með 35 mörkum gegn 32 á æfingamóti sem hófst í Hollandi í gær. Slóvakar höfðu sex marka forystu í hálfleik , 19 - 13.>

Sport
Fréttamynd

Valur mætir Skövde

Í dag var dregið í Evrópukeppnunum  í handbolta. Valur mætir sænska liðinu Skövde í Evrópukeppni félagsliða, KA fær Mamuli Tblisi frá Georgíu og kvennalið Hauka mætir króatíska liðinu Podravka Koprivnica.

Sport
Fréttamynd

Grátlegt tap hjá Stjörnustúlkum

Stjörnustúlkur þurftu að sætta sig við að falla úr keppni í Evrópukeppni bikarhafa með minnsta mögulega mun í dag, þegar þær töpuðu 33-27 fyrir tyrkneska liðinu Anadolu í síðari leik liðanna í Ásgarði. Tyrkneska liðið fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, því Stjarnan vann fyrri leik liðanna með sama mun á föstudag, en þar skoraði Tyrkneska liðið fleiri mörk.

Sport