Körfubolti

Fréttamynd

„Þetta er geggjað, algjörlega geggjað og ég vona að þetta verði bara svona í allan vetur“

Það var harla lítill haustbragur yfir leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og í raun nærtækara að tala um úrslitakeppnisstemmingu, slík var gleðin í Keflavík í kvöld. Fullt hús í Blue höllinni og boðið upp á æsispennandi leik fram á lokasekúndurnar þar sem hvorugt lið gaf þumlung eftir. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók undir þessi orð og sagði leikinn hafa einfaldlega verið frábæran.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna

Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. 

Körfubolti
Fréttamynd

Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum

Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer: Allt í toppstandi, geggjaður

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, var að vonum ánægður með að hans menn væru búnir að lyfta einum bikar nú þegar þetta tímabilið en var þó ánægðari með það hvernig hans menn unnu leikinn. Valur lagði Stjörnuna 80-77 í leiknum um Meistara meistaranna fyrri í kvöld. Leikurinn markar upphafl körfuknattleikstímabilsins karlamegin.

Körfubolti
Fréttamynd

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena

Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sakaður um að láta ó­æski­leg um­mæli falla um samstarfskonu

Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. 

Körfubolti
Fréttamynd

Sch­röder til Lakers á ný og West­brook gæti sest á bekkinn

Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. 

Körfubolti
Fréttamynd

Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úr­slitum

Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit.

Körfubolti